Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 2

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 2
158 vegi sparseminnar (og vöruvöndunarinnar m. a.). Pau eru jafnill kaupanda og seljanda, hvort það nú heldur er kaupmaður eða kaupfélag. Pað er óvíst, hvort þau félög, sem lána út, hefðu ekki betur verið óstofnuð. Hitt ráðið er, að auka tekjurnar, og til þess eru auðvitað mörg ráð. T. d. stækka túnin og vanda betur innlenda varning- inn*). En ekki verður hér farið lengra út í það, þar eð efni þess- arar greinar á aðallega að vera um, hvernig vér getum notað veturinn, sem fyrir flestum líður í aðgerðaleysi. Að vísu er kaup- gjald svo hátt á sumrin, að það nægir — eða ætti að nægja, ef sparsemi þektist á íslandi — allri alþýðu, eða að minsta kosti þeim, sem í kauptúnum búa, til þess að kaupa fyrir nauðsynjar allar alt árið. En það gerir heldur ekki betur, svo þó atvinna sé góð á sumrin, þá ézt upp arðurinn af henni á vetrin, er menn eru atvinnulausir. Flestir eru því jafnfátækir á vorin, eins og þeir voru áður, áður en atvinna byrjaði. Pað er gamla sagan um mögru kýrnar, sem átu þær feitu, án þess að fitna. Tað er því mjög mikilvægt fyrir fjárhagslega framtíð þjóðarinnar, að unnið sé bæði sumar og vetur, og jafnvel þó að menn hefðu ekki meira upp úr vetrarvinnunni en fæðið. Sumir halda, að sjómönnunum íslenzku veiti ekki af að hvíla sig á vetrin, þar sem þeir striti svo á sumrin. En ég held, að hæfilega mikil vinna væri þeim hollari en aðgerðaleysið, þó ekki sé tekið tillit til hinnar fjárhagslegu hliðar málsins. Virðum fyrir oss vetrarlífið, t. d. á Akureyri. Par er fjöldi sjómanna, sem ekkert hafa að starfa í 4 til 5 mánuði, frá því í sept.—okt., er sláturtíð og uppsátri skipa lýkur, og þangað til í marz, er fiski- skipin leggja á stað. Pví ekki er teljandi, þó vinna fáist einn og einn dag, eða nokkra daga í senn, þá sjaldan er síldar eða fiski- hlaup koma. Annars ganga menn iðjulausir, standa í »billjarð«- stofum veitingahúsanna eða í sölubúðunum, svo tímunum skiftir, sjálfum sér til mikilla leiðinda og enn meiri óhags; því iðjuleysið *) Rjómabtíin hafa gert afarmikið gagn. En það er mjög vafasamt, hvort ekki er rangt, að landssjóðnr gjaldi þeim verðlaun. Meðal annars vegna þess, að hætt er við, að smjörsalan til Englands verði ekki langlíf. Frá Síberíu, Ástralíu og Argentínu er ntí farið að senda heila skipsfarma af smjöri til Englands, En það, sem mest er um vert, er, að Englendingar eru sjálfir að byrja á »danish farming« (dönskum btískap), þ. e. griparækt í stað kornyrkju. Einnig er óvíst, hve lengi þeir halda við fríverzlunar-stefnuna.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.