Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 12

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 12
að meginið af þeim er sent hingað til Hafnar. (Petta á við um fleiri íslenzkar vörutegundir). Hér eru talin skinn, flutt frá íslandi árið 1907, og áætlun*) um, hve mörg dagsverk sé að súta þau: 190 þús. sauðargærur, ^/3 sútaður með ullinni á.................. 7,925 dagsverk s/3 sútaður án ullar....................... 31,650 — 13 þús. lambskinn................................. 520 — 6 þús. selskinn, V2 sútaður með hárunum á................... 428 — V2 » án hára........................ 857 — samtals....... 41,380 dagsverk, eða með öðrum orðum, vinna handa 331 manni frá 1. nóv. til 1. apríl. Sé vinnutíminn átta stundir á dag, þá er það vinna handa 413 mönnnm um sama tíma. En það eru allir karlmenn á aldr- inum milli tvítugs og fimtugs af 23 hundruðum landsmanna. (Les- arinn beri 23 hundruð saman við íbúafjölda kaupstaðanna). Við þetta bætist sútun annarra skinna: kálfskinna, folalds- skinna og tóuskinna. Hér er talin vinnan, en ótalinn hagnaður sá, er vinnuveitendur mundu bera úr býtum, (verkmenn sjálfir í samvinnu-fyrirtæki). Daglaun sútara hér í Höfn, eru á fimtu krónu (fyrir tíu stunda vinnu). En ég er ánægður, þó verðandi sútara- meistarar íslenzkir, vegna verri tækja, gætu ekki goldið verk- mönnum sínum nema helming þess (á vetrin að segja). * * * *) Gert er ráð fyrir, að dagsverk (io stunda vinna) sé að súta hvern þann flokk skinna, er hér er talinn: 8 sauðargærur (með ullinni á); 4 sauðskinn (til hanzkagerðar, treyju — o. fl.); 25 lambskinn; 7 selskinn (með hárunum á, til töskugerðar o. fl.); 3*/2 » (hárin tekin af. í*au skinn höfð í stígvél, buddur og fl.). ]?að er töluvert vandaverk að kveða á um, hvað mörg skinn verði sútuð á dag. ÍM bæði er, að jafnan eru mörg skinn höfð í takinu, og að þau eru látin liggja lengur eða skemur í sútunarleginum (alt frá nokkrum stundum, til margra mánaða, eftir þykt skinnanna og samsetningu sútunar-lagarins). Auk þess eru skinn sömu tegundar mjög misjöfn. Hér mun þó reiknað svo nærri sanni, sem unt er, og hefur danskur maður, sem numið hefur sútaraiðn, herra C. E. von Stilling, gert mér þessa áætlun.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.