Eimreiðin - 01.09.1910, Page 15
Hrumur stóð á hausti
’inn hugumtrausti.
Létt var lífsstörfum,
leið að sólhvörfum.
Skamt var skammdegi
á skörungs vegi;
en strangur starfsdagur
og stórum fagur.
Upp, sem askur beinn,
rann ítur sveinn;
að afli afrendur,
við afrek kendur.
Fornan drengskaps dug
og djarfan hug.
mat hann manns prýði,
og mest í stríði.
Nam hann fjöld fræða,
og fast réð þræða
vegu vandfarna
að vísdóms-kjarna.
Hleypti heimdraga.
Hélt til átthaga
með auð frá alfróðum.
enskum þjóðum.
Lét þá herlúður.
Lýður gunnprúður
flæmdi þjóðféndur
fyrir landsstrendur.
Pá batt þjóðin sár
eftir þúsund ár.
— Vakinn vonstyrkur,
vikið hugmyrkur.
t*á var morgunn mær
og meginskær.
Fýsti Fróns-arfa
til fremdarstaría.
Landið lét sín börn
í leiðslu’ og vörn
meistarans marghæfa
— það var máttug gæfa
Gat ei starf stærra,
né stefnuhærra:
Frama skyldi frumherja,
er fólkland verja;
traustan gjöra grunn,
sem er gnúður unn
mótgangs marglynda
og misvinda. — —
Vel er skilað verki,
og vegsummerki
líta má hjá lýði
í lands stríði:
Gildir gnæfa meiðir
og greina-breiðir.
— Vel þar hann varði
sinnar vizku arði.
Munu minnisöm,
og mörgum töm,
hárbeitt hnittyrði;
hlaut hver sannvirði.
Æfði efni vönd
á eigin hönd
virða vandlega
— vakti námtrega.