Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 41

Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 41
i97 (Washington, Minnesota o. fl.) hafa bannað sölu vindlitiga; múgur- inn hefur einhvern veginn fengið það inn í höfuðið, að þeir valdi geðveiki. Pingið í Wisconsin samþykti í sumar er leið lög, er banna mönnum að blóta, og lagði við strangar refsingar; ríkis- stjóri neitaði þeim lögum þó staðfestingar. Það mætti nefna mörg fleiri lagafrumvörp af líku tægi, sem borin hafa verið upp á þing- um einstakra ríkja, svo sem bann gegn kvikskurði dýra (vivi- section) í New-York, en skynsömum mönnum hefur tekist að hindra framgang þeirra að svo komnu. Pegar löggjöfin er komin inn á slíka skriðbraut, er ekki gott að vita, hvar hún lendir. Pað er hreint ekki ómögulegt, að kaffibann, ketbann og önnur bönn komi á sínum tíma, ef meirihlutinn vill það. Ef til vill hverfa menn loks að kenningu Konfúsíusar og lifa á brauði og vatni. Sælir eru þeir, sem þá lifa! Pað er óhætt að segja, að flestir málsmetandi menn álíti, að bannlögin hafi ekki gefist vel, þegar á alt er litið, og að þau geti engan veginn skoðast úrlausn áfengismálsins. Hár áfengissölu- skattur þykir líklegri til góðs árangurs, jafnframt útbreiðslu þekk- ingar um skaðsemi ofdrykkjunnar. Pað þarf að kenna í öllum lægri skólum almenna heilsufræði, sem vísindalega skýrði meðal annars áhrif áfengisins á líkamann og hættu þá, er stafar af of- nautn þess. Líka getur stjórnin haft umsjón með áfenginu, sem selt er, og séð um, að það séu ekki sviknar vörur, sem seldar eru, og svo smámsaman fært sig upp á skaftið og útrýmt hinum skaðlegustu áfengu drykkjum. Að þessu miða lög þau, sem kon- gressinn samþykti fyrir nokkrum árum um eftirlit með matvörum og drykkjuvörum (the pure food /aw), og líkt mun franska stjórnin hafa í hyggju gagnvart absint-drykkjunni. Reynslan og tíminn verða að sýna það, hvernig aðflutnings- bannið íslenzka gefst; en sannarlega er þar færst mikið í fang fyrir land, sem litla lögreglu hefur og enga tollgæzlu. Pað fer því varla hjá því, að áfengi verði laumað inn í landið, og þá er ver farið en heima setið, því að það áfengi verður spritt og brennivín, en vín og ölföng hverfa með öllu, því að þau eru umfangsmeiri. Pað kemur þá að því, að bannið út- rýmir því góða, en ræður ekki bót á því illa, auk þess sem það stælir menn til lagabrota og lítilsvirðingar á lögum. Pað er brennivínsdrykkjan, sem ráða verður bót á og útrýma, ef mögu- legt er. En kostnaðarsamt mundi verða fyrir lítið land og fátækt

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.