Eimreiðin - 01.09.1910, Side 48
204
og niður, staðið jafnhátt yfir meðal Englendingi, eins og Englend-
ingar nú yfir Hottentottum. Slíkur samjöfnuður er þó ekki rétt-
látur, því í Aþenuborg voru verkmenn allir þrælar og ekki taldir
með fólki; svo Aþenumenn ætti þá að bera saman við borgara-
stétt Englendinga, og er þá hætt við, að aftur mundi hallast á
hina sveifina.
Pað er ekki annað sjáanlegt, en að lýðstjórnarfyrirkomulag
með öllum þess ókostum og fáu kostum verði enn drotnandi um
langan aldur að minsta kosti í orði kveðnu. Enda verður víst
langt í land, þangað til allir verða ánægðir. Sumir prédika líka
nú á tímum, að menn eigi að vera óánægðir, því framfarirnar
skapist af þörfinni; en ekki virðist sú skoðun vel geta samrýmst
við kenninguna um »hina mestu farsæld fyrir sem flesta«, því þar
sem þarfirnar eru fæstar, eru menn vanalega ánægðastir og far-
sælastir. Yfirleitt var kenninga moldrykið svo mikið á 19. öld,
að það var varla að búast við öðru, en að sumir rugluðust nokk-
uð í höfðinu. Vér lítum með lotningu og aðdáun á framfarir stór-
þjóðanna, en hugsum sjaldan um gallana. Stjórnarástandið í mörg-
um löndum varpar dimmum skugga á framtíðarhorfur ýmsra þjóða,
og lítil útsjón til nokkurs bata. Af því óstand þetta hefir mikil
áhrif á hugsunarhátt og lífsskoðun almennings, mun ég til dæmis
minnast á nokkur atriði hins opinbera lífs.
Hugsjónamennirnir fengu óskir sínar uppfyltar á seinni hluta
19. aldar, þingræðisstjórn í flestum löndum. Pað var heldur ekki
nema rétt og eðlileg hugmynd, að þjóðirnar sjálfar fengi að ráða
málum sínum til lykta; en fæstar voru enn nægilega þroskaðar
til að taka á móti slíkri breytingu. Til þess að vel fari, verður
almenningur að hafa vit á að velja vitrustu og beztu mennina til
að annast hag sinn; en það vill nú verða misbrestur á því. Menn
krefjast þess, að járnsmiður kunni að smíða skeifu og járna hest,
að sláttumaður kunni að slá o. s. frv., en allir þykjast færir til þess,
að fást við pólitík og stjórna löndum, þó þeir aldrei hafi lært neitt
þar að lútandi. Eduarcl Gibbon (1737—1794), söguritarinn mikli,
hinn frjálslyndasti maður, var uppi rétt fyrir stjórnarbyltinguna
miklu. Pá var mjög tíðrætt um það meðal fræðimanna, að það
hlyti að verða bót allra meina, ef lýðurinn fengi fullkominn at-
kvæðisrétt; en Gibbon kvað lítinn hagnað mundu verða af því,
lýðurinn mundi altaf kjósa skjalarana og hina háværustu. Pykir
sú spásögn hafa ræzt undarlega vel.