Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 51
207
kirkjunnar í raun réttri fullkomin harðstjórn. Á fyrri öldum voru
gildi og iðnaðarskrár bygð á jafnrétti og sjálfstjórn, en þeim var
stjórnað með harðri hendi og nákvæmar fyrirskipanir um hvaðeina.
Alveg eins hafa þingin á vorum dögum með allskonar fyrir-
skipunum og skattaálögum leyft sér á margan hátt að hefta
frelsi og sjálfstæði einstaklinganna, og ganga lengra og lengra í
því með hverju ári alt í frelsisins eigin nafni. Ef jafnaðarmenn
gætu framkvæmt hugsjónir sínar, hlyti ríki þeirra og stjórnarfar að
verða enn ófrjálslegra og harðara en stjórn miðalda-kirkjunnar.
í kirkjunni voru líka lærðustu og beztu mennirnir oftast valdir til
hinna æðri embætta, en foringjar jafnaðarmanna eru vanalega af
alt öðru sauðahúsi. Yfirleitt stríðir það beint á móti náttúru-
lögunum, að gera alla jafna; er því óframkvæmanlegt og heimska,
að byggja framtíðarvonir á slíku.
Eað var sagt um Forn-Grikki, að þeir elskuðu frelsi — þ. e.
hver vildi hafa frelsi fyrir sig, en kærði sig ekki um frelsi fyrir
hina; og eitthvað líkt mun nú mega segja um flestar þjóðir og
flesta mannflokka. Oftast er frelsið innifalið í því, að menn vilja
fá leyfi og vald til þess, að neyða hugsjónum sínum upp á aðra;
hver flokkurinn þykist eiga heimtingu á því, ef hann hefir svolítið
meiri höfðatölu, að kúga hina til þess, sem þeir sjálfir telja fram-
farir. Flokksfylgið hefir jafnan mikil og heillandi áhrif á marga
menn. Skoðanir þær, sem jafnt og þétt eru bornar fram, berjast
og dengjast inn í hugskotið og æsa tilfinningarnar, unz staðhæf-
ingar verða að trúarsetningum. Pegar allur umheimur er gripinn
af einhverri hugmynd, er örðugt að standa á móti; einstaklingur-
inn þybbist við, þrætir og mótmælir, en vinir hans fylgja flokknum,
blaðið líka, alt loftið er fult af hugmyndinni, maðurinn linast smátt
og smátt, dómgreindin sofnar og að lokum trúir hann hverju sem
vera skal. Duglegir æsingamenn geta því opt komið ótrúlega
miklu á stað og fengið heilan múg til að framkvæma verk, sem
hver einstaklingur skammast sín fyrir á eftir, þegar hann hugsar
málið í einrúmi.
Pað er óhamingja fyrir allar þjóðir, en mest fyrir smáþjóðir,
sem eru fátækar og kraftasnauðar, þegar í landinu myndast harð-
snúnir óaldaflokkar af mönnum, sem hafa pólitík að atvinnu, lifa
eingöngu á þingmensku, bitlingum, embættum, sem þingin ráða,
og á ýmislegu pólitísku bralli. Pað liggur í augum uppi, að það
eru ekki beztu mennirnir, sem velja sér þenna atvinnuveg eða