Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 56

Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 56
212 unum þótti sér misboöið, ef einhver þóttist finna eitthvaö fagurt í verkum þeirra; alt átti að vera ljótt, annars var það ekki eðli- legt. Vitfirringin í þessum efnum gekk lengst á Frakklandi; þar ortu sum skáldin kvæðaflokka um skolpræsi, mykjuhauga, úldna hrossskrokka og annað því líkt. Alla þessa ónáttúru töldu skáldin í sinn hóp hina fegurstu list, sem enginn skildi nema þeir útvöldu. Kvæði sumra voru aðeins sundurlausar upphrópanir, prentaðar á mislitan pappír, hrein »della«. Rithöfundurinn Max Nordau,1) sem var geðveikralæknir, hefir ritað stóra bók í 2 bindum, til þess aö sýna geðveikiseinkenni á skáldum nútímans, og hefir safnað þar ótal dæmum um fjarstæður geggjaðra skálda og rithöfunda; meðal hálf-brjálaðra skálda telur hann líka Henrik Ibsen, og mun nú flestum þykja það oflangt farið, þó sum hin seinni rit hans bendi á andlega afturför og séu lítt skiljanleg fyrir flesta.2) I listum, myndasmíði og málverki, var tízkan ekki burðugri; ekkert var kallað náttúrlegt, nema það væri ljótt og viðbjóðslegt; málverkin voru oft ekkert annað en heimskulegt klessuverk, sem ekki líktist neinu, himininn stundum grænn, trén blá o. s. frv., myndastytt- urnar skældar og afmyndaðar; en allir þessir klaufabárðar skutu sér, eins og leirskáldin, inn undir hina heimskulegu setningu, að listin væri sjálfri sér nóg, og almenningur hefði ekki vit á að meta slíka hluti. Nú eru slíkar öfgastefnur í list og skáldskap farnar að hopa undan, bækur leirskáldanna les enginn nema þeir sjálfir, og hinir vönkuðu listamenn fá ekki að vera saman við aðra, verða sjálfir að kosta upp á sýningar á dóti sínu, sem eng- inn kaupir, en sýningarnar sjálfar skoða menn sem hver önnur skrípi til athlægis. Öfgastefnur í listum og skáldskap koma ekki altaf af sannfæringu um, að þær séu réttar og sannar, heldur af löngun til að láta bera á sér. Hjá æskumönnum er hugmynda- flugið líka stundum svo mikið, að þeir taka skrítnar og skemti- legar vitleysur, meðan þær eru nýjar, langt fram yfir gömul og leiðinleg sannindi, eða þeir elska öfgar og hrósa þeim, til að vera öðruvísi en annað fólk. Fátt er það sem sýnir betur sýking aldarinnar, hugmynda- *) Max Nordau: Die Entartung. 2. bindi. Fyrsta útgáfa 1892. 2) Eg kyntist Hinrik íbsen í Rómaborg 1885, Og var hann þá í fullu fjöri; síðar hitti ég hann í Kristjaníu 1897, og var hann þá þegar auðsjáanlega mjög farinn að heilsu, andlega og líkamlega, og lítið eftir af hans fyrra manni. f>. Th.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.