Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 58

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 58
214 föðurland og ættjarðarást og mannkynið alt, sem hann kallar við- bjóðslega gamla kerlingu, mennirnir séu dýr með rauðum kinnum, verri en nokkrir apakettir, viðbjóðslegur skríll, manneskjan er óskapnaður, saur og vitleysa o. s. frv. Svona er orðbragðið inn- anum ; hann lætur alt fjúka, sem honum kemur í hug. Nietzsche var upprunalega málfræðingur og listfræðingur, og bera rit hans þess miklar menjar, hvað einhliða hann skoðar alt frá sjónarmiði listarinnar. Framan af hélt hann því fram, að listin væri kjarni og innihald allrar menningar, og tilgangur menningar- innar væri eiginlega einungis, að framleiða snillinga í listum og skáldskap. Pá elskaði Nietzsche tónskáldið Richard Wagner, sem hann hataöi síðar. Seinna hverfur þessi hugsjón, og þá verður viljinn til valda hið aðallega, og menningin eiginlega villigata, því ofurmennið með sínum óbeygjandi hvötum og ástríðum verður eins og villidýr að koma fram úr náttúrunni sjáifri, og menningin er honum eðlilega til trafala. Pað eru siðfræðiskenningar Nietzsches, sem mest áhrif hafa haft,- einmitt af því þær eru svo óeðlilegar, hafa þær fundið gljúpan jarðveg hjá sjúkum sálum. Siðalærdómar Nietzsches eru þó ekki siðfræði í vanalegum skilningi, heldur ósiðafræði (Immóralismus) eins og hann sjálfur heppilega komst að orði. Allar eldri siða- kenningar sker hann niður við sama trog, þær eru skaðlegar, ónýtar og óhafandi, en sjálfur byggir hann siðalærdóm sinn »hinu- megin við gott og ilt«. Alt er leyfilegt fyrir mikilmennið, það á að ryðja sér braut skilyrðislaust og miskunnarlaust, og varpa frá sér aliri góðsemi, miskunsemi, meðaumkvun og slíku. Nietzsche játar, að píslir og þjáningar heimsins séu miklar, en það sé nauð- synlegt, að skríllinn taki út fyrir afarmennið, og óskar hann þess, að þjáningar mannkynsins verði miklu meiri en þær eru nú. Breytiþróun heimsins stefnir að því, að framleiða ofurmennið, lík- lega með kynbótum og úrvali; en því lýsir hann lítið, enda hefur hann sjaldan fyrir því, að færa sannanir fyrir staðhæfingum sínum. Fyrir ofurmennið er ofmetnaður, síngirni og harðneskja sjálfsagðar dygðir, lostasemi og kvennafar frjáls og saklaus skemtun, hvað sem af því leiðir. Heimilislífi ofurmenna gleymir Nietzsche að lýsa, en líklega eiga þeir að æxlast »eins og apakettir í trjánum«, eins og Gröndal komst að orði. Bað er eitthvað bágborið við hugmyndalíf þeirra manna, sem lofa og elska slíka siðmenningu, þó það sé ekki nema í orði. Að því er Nietzsche sjálfan snertir,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.