Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 70
22Ó
Ritsj á.
JÓNAS GUÐLAUGSSON: DAGSBRÚN. Söngvar og kvæði.
Rvík 1909.
f>að er enginn stórfeldur skáldskapur í þessum kvæðum, engin djúp
eða nýstárleg hugsun né svo kröftug, að hún nái öflugum tökum á
lesandanum og haldi honum föstum. En þau eru heldur engir veru-
legir gallagripir. Þau eru yfirleitt lagleg, létt og lipur, talsvert marg-
breytt, og víða þrungin af talsverðri æskuólgu og allnæmri tilfinningu.
í þeim er og töluvert málskrúð og allgóðar samlíkingar á stundum, en
efnið er jafnaðarlegast svo lítið og léttvægt, að »gleymt er, þegar gleypt
er«; maður getur haft gaman af lestrinum rétt í svipinn, en þegar
maður leggur bókina frá sér, verða svo sem engin áhrif eftir í hugan-
um. Manni finst þá, að þau hafi verið »reykur, bóla, vindaský«, ból-
urnar að vísu oft með fallegum litum, eins og vel blásnar sápubólur
geta oft verið, og vindaskýin með laglegum árroða, sem gæti verið for-
boði einhvers meira. Því höf. er auðsjáanlega gæddur skáldgáfu, sem
vel getur verið að eitthvað verði úr með meiri þroska, meira víðsýni og
meiri lífsreynslu — og minni gorgeir og sjálfsþótta. Vísirinn er góður,
en spurningin er aðeins, hvað úr honum verður: fullþroskað og safa-
mikið ber, eða æfinlegur grænjaxl. Það verður væntanlega mikið komið
undir þeim frjóvgunarskilyrðum, er honum auðnast að njóta, — hve
mikið hann fær af sól og regni. V. G.
SIG. JÚL. JÓHANNESSON: KVISTIR Rvík 1910.
Ekki vantar það, snotur er umgjörðin, því útgefandinn hefir auð-
sjáanlega ekkert til sparað til að gera bókina svo smekklega úr garði,
að hún gengi í augun á fólki. Það má líka búast við, að hún geri það,
því búningurinn á sjálfum kvæðunum í bókinni er líka hinn sæmilegasti,
lipurt og létt rím og talsvert fjör i framsetningunni. Höf. er vestur-
íslenzkur læknir, einn af meðlimum »Hagyrðingafélagsins« í Winnipeg;
og það verður heldur ekki af honum dregið, að hann er hagyrðingur,
og það í bezta lagi. En stórskáld er hann ekki og verður líklega aldrei.
En honum veitir mjög létt að ríma hugsanir sínar, og mundi hafa orðið
fyrirtaks rímnaskáld, ef hann hefði uppi verið á rímnaöld vorri (sbr.
t. d. »Mansöngur«, bls. 112). f>ó hafa kvæði hans oft meira til síns
ágætis en rímið eitt, því þau eru enganveginn efnislaust glamur, heldur
oft og tíðum býsna átakanlegar lýsingar á ýmsum meinum í þjóðfélag-
inu og bardagahvatir gegn þeim. Ber þar sérstaklega mikið á kvæðum
gegn ofdrykkju, svo bindindismenn gætu vel notað bókina sem sálma-
bók á fundum sínum. En höf. hefir líka auga fyrir mörgum öðrum
meinum og mikla samúð með öllum þeim, sem bágt eiga að einhveiju
leyti, hvort sem það eru menn eða dýr. Hann er auðsjáanlega tilfinn-
ingamaður og allgeðríkur, en meira ber þar þó á viðkvæmni en jötun-
afli. Alþýðleg eru kvæðin yfirleitt og eru því líkleg til að ná almenn-
ingshylli, einkum þar sem þau líka eru hæfilega margbreytt og innan