Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 76

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 76
232 jurtagróðri, og er allur sá kaflinn eftir prófessor G. Lagerheim, en um dýraríkið eftir prófessor Vilh. Leche. Um þjóðina sjálfa, menning hennar, verzlun, sam- göngur, skóla, stjórnarfar, fjárhag, sögu landsins, bókmentir og tungu hefir aftur lícentíat R. Nordenstreng ritað, og nær yfirlit hans alveg fram að síðasta ári (1909) eða jafnvel fram á það, svo að þar er drepið á allar þær breytingar og nýjungar, er orðið hafa hin síðustu árin, og mun þar einskis vant, er máli skiftir. Einmitt fyrir þetta kemst þessi lýsing feti framar en nokkur önnur almenn lýsing á íslandi, sem enn er til á útlendum tungum, en auk þess er yfirlit þetta ákaflega skýrt og vel samið. í*ar er og uppdráttur af íslandi og ýmsar aðrar myndir til skýringar, og þær góðar og vel valdar. V. G. »SIGURBJÖRN SLEGGJA« og »Strandið á Kolli«, tvær af smásögum Jóns Trausta hafa komið út í þýzkri þýðingu, hin fyrri í »Rheinischer Hausfreundíf (11. febr. 1909), og hin síðari í »Reinische Zeitung« (5. — 8. apríl 1910). íýðingin er eftir Heinrich Erkes (í Köln), hinn íslenzkufróða, og er sami vandaði frágangur á henni og öðrum þýðingum hans. V G. UNGLAMBIÐ (»Det lille Lam«) heitir smásaga, sem birt hefir verið í kaþólsku tímariti »Varden« (jan. 1910), eftir landa vorn séra Jón Sveinsson. Er það bernskuminning frá æskuárum hans á íslandi, þar sem sagt er frá hugleiðingum nokkurra barna og meðaumkvun þeirra með unglambi, er þau fundu úti í haganum og sem krummi hafði kroppað í augað á, svo að blóðið lagaði úr því. Sagan er auðsjáanlega ætluð börnum og vel til þess löguð að vekja góðar tilfinningar hjá þeim. V. G. UM GERMÖNSK GOÐAHOF (»Der germanische Tempel«, Halle 1909), hefir ungur Þjóðverji, dr. Albert Thummel, ritað doktorsritgerð, og er hún mestmegnis um hofin á íslandi, samkvæmt því, sem ráða má af fundnum hofarústum og fornrit- um vorum. En því næst eru og styttri kaflar um hof á Norðurlöndum alment og á í^ýzkalandi. Um bók þessa hefir dr. Valtýr Guðmundsson ritað alllangan ritdóm í »Deutsche Literatur-Zeitung« (nr. 17, 23. apr. 1910), og lætur hann allvel af bók- inni og álítur hana gott spor í áttina, en enganveginn binda enda á úrlausn þess, hvernig hofunum hafi verið háttað. Hann gerir og ýmsar athugasemdir við einstök atriði í rití dr. Thummels og setur fram nýjar skýringar á því, hvernig hinar mörgu merkingar í orðinu »hörgr« séu til komnar, og hver munur hafi verið á hofi og hörg, eftir að hörgur tók að tákna hús. V. G. ISLANDICA III, ársrit Fiske-bókasafnsins viðvíkjandi íslandi og bókmentum þess er nýlega út komið, og er í því skrá yfir Noregskonunga sögur og skylda þætti og þýðingar af þeim á önnur mál, eftir bókavörð Fiske-safnsins Halldór Hermanns- son. Er frágangurinn hinn bezti sem á fyrri heftunum. Ekki er það þó fyllilega rétt eða nákvæmt á bls. 46, að hin danska útgáfa af þýðingu G. Storms á Ólafs sögu helga sé útgefin af (»Ed. by«) F. Ronning; en titilblaðið hefir þar vilt, því þar stendur ekkert um útgefandann, heldur aðeins í formálanum. Á titilblaðinu stendur: »Med Indledning: Snorre Sturluson og Norges Kongesagaer, af F. Ronning«. En í formálanum er skýrt frá, að dr. Valtýr Guðmundsson hafi annast um útgáfuna að öllu öðru leyti, ritað athugasemdirnar, skrá yfir vandskilin orð og innganginn að sjálfri sögunni (sem reyndar ekki er nefndur í formálanum). V. G.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.