Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 31

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 31
io7 er að kynnast, og þykir oss því hlýða, að Eimr. flytji lesendum sínum nokkur sýnishorn af því. Munum vér þá fyrst taka fyrir þau atriðin, er lengst vóru rakin til róta í greinum vorum í fyrra, um tilhögun á landsstjórn á Islandi og sambandi íslands og Danmerk- ur, og því næst benda á ýms önnur atriði, eftir því sem rúm leyfir. I. JÓN SIGURÐSSON OG JARLSSTJÓRNIN. I ritgerð vorri í Eimr. XVII, 181 — 194 með þessari fyrirsögn var sýnt fram á, með nægum tilvitnunum úr ritum Jóns Sigurðs- sonar, að jarlsstjórnarfyrirkomulag hefði ávalt, frá fyrstu til síð- ustu stundar, vakað fyrir honum sem hið hentugasta og bezta stjórnarfyrirkomulag, sem ísland gæti fengið. Hann segir, að »ekk- ert verði eins hentugt og einfalt og liðlegt í alla staði«; það sé það »aflmesta« »fylsta« og »fullkomnasta« fyrirkomulag, »land- stjórnarmark það, sem vér þurfum að setja oss«, og »það sé víst, að innlend stjórn komi aldrei að fullum notum, nema hún hafi við að styðjast nærveru konungs eða jarls, þeim er hann veiti fult umboð í sinn stað um öll íslenzk málefni«. I alveg sömu átt stefna ýms ummæli í bréfum hans, og skulu hér nokkur af þeim tilfærð, til viðbótar við tilvitnanirnar úr ritum hans. Tölurnar aftan- við tákna bls. í Minningarritinu, en framan við (í svigum) er ár- talið, þegar bréfið er ritað: (1850) »Hafi menn parlamentariska stjórn, eins og á Englandi, þannig nefnilega, að mínistrarnir yrði að fara frá, þegar þeir gæti ekki fengið samþykki þingsins í merkilegum málum, en stjórnarforscti á Islandi (jarlinn) hefbi svo mikib vald, ab hann gæti sampykt lög konungs vegna, þá kynni vera, menn gæti gefið absolúl vetó, eins og Englendingar hafa«. MJS. 161. (1860) »Að minni ætlun þyrfti að setja landstjórn á fót á Is- landi, sem hefði fult vald til framkvæmdarstjórnarinnar og ábyrgð fyr- ir alþingi, ab svo miklu leyti sem ekki snerti forseta fessarar stjórnar, sem ég held yrbi að vera einungis sem landstjóri konungs, til þess hann gæti verið frjáls og valið sér ráðgjafa, er annars yrði annaðhvort að vera fastir, eða þá að öll umskifti á þeim yrði að koma frá Kaup- mannahöfn. Hvorttveggja væri slæmt, og ég vildi ekki hafa wnskifti á neinunt frá Kaupmannahöfn, nema landstjóranum sjálfum.t MJS. 295. (1861) »Landstjórn er pað eina praktiska, með jarli og ráðaneyti, sem hafi ábyrgð fyrir alþingi.« MJS. 314. (1870) t>Den ene praktisk mulige Bestyrelsesmaade under de nu- værende Forhold synes mig at maatte være den, som jeg allerede fore- slog 1848 og D—d (Monrad) nu i Sommer har slaaet paa, at Kongen udnævnte en Mand (kun ansvarlig for Kongen) til at staa i Spidsen

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.