Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 3

Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 3
3 Þessar staðhæfingar Comte’s áttu sér ekki langan aldur. Prem árum eftir dauða hans (1860) fundu þeir Kirchhoff og Bun- sen »spektróskópið« eða »ljósrákasjána«, þetta mikla töfraverk- færi, sem hefir opnað nýja heima og ráðið gátur, sem engum gat dottið í hug, að mannlegur andi nokkurntíma gæti unnið bug á. Með þessu verkfæri, sem smátt og smátt hefir verið endur- bætt og fullkomnað, geta menn þekt og sundurgreint efnin í hin- um fjarlægustu fastastjörnum og þokuhnöttum og séð hitastig þeirra; méð því hafa fjölda margar ósýnilegar stjörnur fundist, sem enginn áður hafði hugmynd um, að væri tilp og með sama verkfæri má mæla hreyfingu hinna fjarlægustu stjarna, og það má jafnvel að nokkru leyti gizka á stærð þeirra og þyngd. Parna höfðu vísindin öðlast nýtt skilningarvit og víkkað sjón- deildarhringinn stórkostlega. Stðan hefir skapast ný vísindagrein, sem kölluð er »astrófýsik« eða stjarneðlisfræði, og er hún nú stunduð af miklu kappi á öllum hinum stærri stjörnuturnum víða um heim. Pekkingin um fastastjörnurnar hefir síðan aukist stór- kostlega; á hinum fjarlægustu sviðum hins ómælanlega geims hafa nýir heimar, stórkostlegir og undrafagrir, leiðst í ljós. og á hverju ári eru takmörk þekkingarinnar færð út með uppgötvun nýrra fyrirbrigða; enda er verksvið vísindanna óendanlegt, hvert sem litið er. Ljósband sólarx) (spektrum) kalla menn hinn mislita borða, sem kemur fram, þegar ljósgeisli fellur gegnum þrístrent gler; þar sjást allir hinir sömu litir eins og í regnboganum eða í dagg- ardropum, sem sólin skín í gegnum. Litunum í ljósbandi þessu er reglulega raðað niður, altaf eins, svo aldrei skeikar; í öðrum enda er fjólulitur, svo blátt, grænt, gult og rautt, og allar stig- breytingar þar á milli. Sólarljósið er samsett af öllum þessum litum, sem myndast af ýmislegum geislum, er brotna mismun- andi, og framleiðir hver um sig sérstaka litarskynjan í heila vor- um; en þegar allir sameinast í eina heild, sjáum vér vanalegt sólarljós, hvítt eða gulhvítt. Menn hugsa sér, að ljósið sé bylgju- hreyfing í ljósvakanum (ether), þessu afar-smágjörva kynjaefni, sem fyllir allan geiminn milli hnattanna og öll millibil milli frum- agnanna í hverjum hlut, sem til er, hvort sem hann er linur eða x) Sumir hafa kallað »spektrum« ljóssprota, en það orð er bæði ljótt og villandi. 1

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.