Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 3
3 Þessar staðhæfingar Comte’s áttu sér ekki langan aldur. Prem árum eftir dauða hans (1860) fundu þeir Kirchhoff og Bun- sen »spektróskópið« eða »ljósrákasjána«, þetta mikla töfraverk- færi, sem hefir opnað nýja heima og ráðið gátur, sem engum gat dottið í hug, að mannlegur andi nokkurntíma gæti unnið bug á. Með þessu verkfæri, sem smátt og smátt hefir verið endur- bætt og fullkomnað, geta menn þekt og sundurgreint efnin í hin- um fjarlægustu fastastjörnum og þokuhnöttum og séð hitastig þeirra; méð því hafa fjölda margar ósýnilegar stjörnur fundist, sem enginn áður hafði hugmynd um, að væri tilp og með sama verkfæri má mæla hreyfingu hinna fjarlægustu stjarna, og það má jafnvel að nokkru leyti gizka á stærð þeirra og þyngd. Parna höfðu vísindin öðlast nýtt skilningarvit og víkkað sjón- deildarhringinn stórkostlega. Stðan hefir skapast ný vísindagrein, sem kölluð er »astrófýsik« eða stjarneðlisfræði, og er hún nú stunduð af miklu kappi á öllum hinum stærri stjörnuturnum víða um heim. Pekkingin um fastastjörnurnar hefir síðan aukist stór- kostlega; á hinum fjarlægustu sviðum hins ómælanlega geims hafa nýir heimar, stórkostlegir og undrafagrir, leiðst í ljós. og á hverju ári eru takmörk þekkingarinnar færð út með uppgötvun nýrra fyrirbrigða; enda er verksvið vísindanna óendanlegt, hvert sem litið er. Ljósband sólarx) (spektrum) kalla menn hinn mislita borða, sem kemur fram, þegar ljósgeisli fellur gegnum þrístrent gler; þar sjást allir hinir sömu litir eins og í regnboganum eða í dagg- ardropum, sem sólin skín í gegnum. Litunum í ljósbandi þessu er reglulega raðað niður, altaf eins, svo aldrei skeikar; í öðrum enda er fjólulitur, svo blátt, grænt, gult og rautt, og allar stig- breytingar þar á milli. Sólarljósið er samsett af öllum þessum litum, sem myndast af ýmislegum geislum, er brotna mismun- andi, og framleiðir hver um sig sérstaka litarskynjan í heila vor- um; en þegar allir sameinast í eina heild, sjáum vér vanalegt sólarljós, hvítt eða gulhvítt. Menn hugsa sér, að ljósið sé bylgju- hreyfing í ljósvakanum (ether), þessu afar-smágjörva kynjaefni, sem fyllir allan geiminn milli hnattanna og öll millibil milli frum- agnanna í hverjum hlut, sem til er, hvort sem hann er linur eða x) Sumir hafa kallað »spektrum« ljóssprota, en það orð er bæði ljótt og villandi. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.