Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 5
5
samskonar geisla eins og þeim eru eiginlegir. Ljósið hefir þann
eiginleika, að samskonar bylgjur eyða hver annarri og framleiða
myrkur; eins er um hljóðbylgjur, ef þær mætast samstiltar og
jafnstórar, þá eyðir hver tónninn öðrum, og niðurstaðan verður
þögn; sævarbylgjur geta líka mæzt og orðið ládeyða og sléttur
sjór (interferms). Til þess að kanna ljósbönd ýmsra efna eru
notuð verkfæri af ýmsri gerð, sem kölluð eru spektróskóp, samsett
af þrístrendum glerstuðlum, smásjám, mælingartækjum og sjón-
pípum.1) Verkfæri þessi hafa á íslenzku verið kölluð »litsjár«,
og má vel við það una, þó það sé ekki réttnefni; því með verk-
færunum kanna menn ekki liti, heldur línur í ljósböndunum, og
mætti því heldur kalla tæki þessi >ljósrákasjá«, en það orð er
fremur langt og óþjált.
Spektróskópið hefir afarmikla þýðingu fyrir efnafræðina, og
þó einkum fyrir stjörnufræðina; með því hafa efnafræðingar fund-
ið smáskamta af afar-sjaldgæfum efnum, og sum ný frumefni hafa
uppgötvast með þessu verkfæri í fyrstu. Með ýmsum útbúningi
má gera ljósband sólar mjög langt, og hafa þá í því fundist
mörg þúsund dimmar línur, sem samsvara lituðum línum ýmsra
frumefna. Línur þessar eru mjög mismunandi gildar og misþéttar
í ýmsum köflum ljósbandsins. Með mikilli nákvæmni hafa menn
ákveðið legu þessara ráka og reiknað bylgjuhreyfingar hvers
geisla, og er þetta alt, úr því það er einu sinni fundið, óbreyti-
legt og í óyggjandi skorðum. Sum frumefni einkennast af fáum
línum í ljósbandinu, t. d. natríum, kalíum, blý; en önnur hafa
fjölda ráka, t. d. járn yfir 2000; sumar línur hafa sterkan lit,
sumar eru daufar. Sum efni einkennast á litnum í loganum, án
nokkurrar litsjár, og eiga líka línur með sama lit í ljósbandinu.
Efnið strontíum hefir sterkrauðan lit og er oft notað í flugelda;
natríum, sem er aðalefnið í matarsalti, hefir fagurgulan lit; mag-
nesíum brennur með afar-björtum loga og er notað við ljósmynd-
un í myrkri, Á ýmislegum áhrifum efna á loga bygðu steina-
fræðingar fyrrum, löngu áður en spektróskóp þektust, blásturs-
pípurannsóknir sínar, til þess í flýti að komast að efni steina.
Til þess að geta rannsakað ljósbandið sem nákvæmast og
séð allar hinar smæstu rákir, nota menn geislabrotsgrind (diffrak-
v) 1 »Andvara« VIII, 26—36 hefi ég all-ýtarlega lýst ljósbandsrannsóknum,
og vísa þeim þangað, er nokkuð nánari fræðslu vilja fá.