Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 15

Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 15
5S Föstudagurinn langi 1914. Snjór yfir öllu landinu, hvar sem augað lítur! — slétt af grófum og giljum, ávalt ofan af bröttum ásum, djúpfenni, stór- fenni, harðfenni. Snjónum hafði kingt niður síðan á bóndadaginn. í’orri tví- dægraði látlaust í trygli sínum. Og Góa lagði saman mjaltirnar dag og nótt í sínu *trogi. Einmánuður gerði alt að ólekju — hann hleypti í gadd Porraslyddunni og krepju Góunnar, gerði skeljarfönn, en ekki hjarn. Og nú varð skíðafæri í bygðum og óbygðum. Sunnannepja næðir um fönnina með renningsskriði. Himininn er heiður og skín sól í nónstað. Ofbirta er á snjóbreiðunni, svo að beru auga verður geigur í sjáaldri. En geislarnir eru kaldir — eins og þeir væru nýrisnir af sjúkrabeði í frystihúsi Dauðans. Snjóhvítar skýslæður hnökra sig á vesturloftinu, nálægt sól- inni. Fjarlægur stormur þæfir þessa hnökra í heiðríkjuna og slær á þá eldrauðum bjarma, sólarmegin. Eg er gleraugnalaus og hlífi augunum við snjóbirtunni með þeim hætti, að ég kipra saman umgjörð augnanna á víxl og geng eineygður móti stormi og skini. Sveljan næðir um mig og kemst inn á mig, þar sem land- varnir klæðnaðarins eru miður gerðar en skyldi. Mér finst þó ekki til um næðinginn. — Pað fylgir lífinu: að kenna til. »Og heldur vil ég kenna til og lifa,« segir skáldið —, »en liggja eins og leggur uppi í vörðu.« Eg er á ferð úr kaupstaðnum, suður frá Kaldbak, og verður mér litið suður á Skarðháls. Par eru vörðurnar fentar í kaf, orðnar úti. Hvergi sér á dökkan dll, nema svarðarhlaðana, sem standa á melnum, fram með brautinni. En þeir eru nú að baki mínu. Snögglega bregður fyrir dökkum hnoðra, þar sem sólskinið glóir fram undan á flatneskjunni. Hvaða hnoðri getur þetta veriðf Hver einasta lyngtætla er lögð í læðing snævarins.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.