Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 15
5S Föstudagurinn langi 1914. Snjór yfir öllu landinu, hvar sem augað lítur! — slétt af grófum og giljum, ávalt ofan af bröttum ásum, djúpfenni, stór- fenni, harðfenni. Snjónum hafði kingt niður síðan á bóndadaginn. í’orri tví- dægraði látlaust í trygli sínum. Og Góa lagði saman mjaltirnar dag og nótt í sínu *trogi. Einmánuður gerði alt að ólekju — hann hleypti í gadd Porraslyddunni og krepju Góunnar, gerði skeljarfönn, en ekki hjarn. Og nú varð skíðafæri í bygðum og óbygðum. Sunnannepja næðir um fönnina með renningsskriði. Himininn er heiður og skín sól í nónstað. Ofbirta er á snjóbreiðunni, svo að beru auga verður geigur í sjáaldri. En geislarnir eru kaldir — eins og þeir væru nýrisnir af sjúkrabeði í frystihúsi Dauðans. Snjóhvítar skýslæður hnökra sig á vesturloftinu, nálægt sól- inni. Fjarlægur stormur þæfir þessa hnökra í heiðríkjuna og slær á þá eldrauðum bjarma, sólarmegin. Eg er gleraugnalaus og hlífi augunum við snjóbirtunni með þeim hætti, að ég kipra saman umgjörð augnanna á víxl og geng eineygður móti stormi og skini. Sveljan næðir um mig og kemst inn á mig, þar sem land- varnir klæðnaðarins eru miður gerðar en skyldi. Mér finst þó ekki til um næðinginn. — Pað fylgir lífinu: að kenna til. »Og heldur vil ég kenna til og lifa,« segir skáldið —, »en liggja eins og leggur uppi í vörðu.« Eg er á ferð úr kaupstaðnum, suður frá Kaldbak, og verður mér litið suður á Skarðháls. Par eru vörðurnar fentar í kaf, orðnar úti. Hvergi sér á dökkan dll, nema svarðarhlaðana, sem standa á melnum, fram með brautinni. En þeir eru nú að baki mínu. Snögglega bregður fyrir dökkum hnoðra, þar sem sólskinið glóir fram undan á flatneskjunni. Hvaða hnoðri getur þetta veriðf Hver einasta lyngtætla er lögð í læðing snævarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.