Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Side 16

Eimreiðin - 01.01.1916, Side 16
i6 Mjöllin hefir drepið í Dróma hvert laufblað og mosató. Gaddurinn hefir felt Gleipni sinnl á* hvern dökkan díl þúfna- holtanna og mosavaxinna hæða. Getur þetta verið snjótitlingur, sem hoppar og skoppar á fönninni? Hvað er hann að gera þarna á bjargleysunni? Hann hefir enga agnarögn að tína í sarp sinnjþarna. Petta hnyðrildi flöktir undan kulinu, sem ég sæki móti. Við færumst hvort öðru nær og nær. Fönnin ískrar undir skíðum mínum í hverju spori og marrar ámátlega. Renningsskrið fylgir storminum, og þá ganga skíðin af nauðung. Hnyðrildið virðist fjúka með rennidrifinu. Það kemur í námunda. Stundum hoppar það upp eins og laufblað í vindi. Stund- um staðnæmist það. Svo lyftist það á ný og skoppar skeiðið til mín. Og nú sé ég, hvað þetta er. Pað er mús.-----------r — Hvaðan kemur þú, vesalingur? Beint úr sólargeislanum, eins og þú sást, mæltig húní og sagði þó ekkert. - Já, ég sá það. Eg sé, hvaðan þú komst. Eú komst úr sól- skinsáttinni — úr sólargeislanum, sem nú er orðinn ósjálfstæður og valdlaus í sínu »sjálfstæða fullveldi«. — Nú ert þú, glóandi geisli, gjallkaldur og líflaus. Hvar eru nú ríkisréttindi þín? Þau eru öll brotin á bak aftur á fannbreiðunni. ?ú ert ekki fullvalda — þú ert háður. Aumingja hungraða mýsla! Fú ert farflótta, landflótta, ljós- flótta. Pú flýrð undan sólargeislanum, sem dansar nú á fönninni með feigðarfálmi. Vesalings berfætla! Allir hafa nú gleymt þér: guð, sólin og jörðin. En þú hefir ekki gleymt jörðinni, þó að hún sé hulin og innýfli hennar læst fyrir þér með mittisdjúpri fönn á jafnsléttunni. Ég sé, hvert þú stefnir. Pú ferð sjónhendingu á svarðar- hlaðann — eina markið, sem er sýnilegt um jarðveg og mold. Eú hyggur, að þar sé unt að hola sér niður undir jökulskýlu jarðarinnar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.