Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Side 19

Eimreiðin - 01.01.1916, Side 19
!9 allra fugla að landinu — íslenzkastur allra fugla og fjarstur þeirri hugsun að flýja landið, sveitina þína, móðurmoldina, sem nú virðist vera köfnuð í snjó. — Sólin gengur undir snæfjöll Köldu-Kinnar. Mjöllin snýst í náhvítu upp úr bálhvítunni. Frostið harðnar og renningurinn hækkar. Engin hætta er nú á því, að myglublettum slái á kosningavizkuna til næsta dags. Hún getur borðað frosið slátur í fyrramálið og stækan hákarl. fað er þjóðlegur matur. Hugurinn hvarflar víða — fram í ókomna tímann, og aftur á bak inn í land endurminninganna. Hann rifjar jafnvel upp fyrir sér þá atburði, sem kunnir eru aðeins af frásögn. Laugardaginn fyrir páska 1859 var faðir minn (unglingur þá í vinnumensku) við fjárskurð. Sá vetur er ýmist kallaður »sumarpáskaveturinn«, »skurðarvetur« eða »blóðvetur«. Pá voru hýbýli manna og dýra í kafi og langatöng Dauð- ans krept fyrir hvers manns dyrum; heylausar sveitirnar, kaup- staðirnir matvörúlausir. Pá var um að kjósa: hnífskurðinn eða horfellinn. Nú á að kjósa til alþingis; á morgun verður kosið og barist um þá menn, sem — sem eru í boði. Sólin er horfin fyrir löngu. Geislar hennar eru þurkaðir burt af fjallahnjúkunum. Kínverskur skýjamúr er yfir öllu Ishafinu — austan klakkabakki, sem stormurinn drílar upp í hvassar totur. Kosningadagurinn verður hvass, og sólinni mun verða stefnt til óhelgi næsta dag. Hún skín enn þá uppi í rjáfri veðráttunnar — verpur víg- roða á skýin. Skyldi vera eldur uppi í suðvestrinu? Eða er þetta benrögn í skýjunum, sem boðar ný Fróðár- undur, nýjan Brjánsbardaga? Morgundagurinn leysir úr þeirri spurningu. GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON. 2'

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.