Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 19
!9 allra fugla að landinu — íslenzkastur allra fugla og fjarstur þeirri hugsun að flýja landið, sveitina þína, móðurmoldina, sem nú virðist vera köfnuð í snjó. — Sólin gengur undir snæfjöll Köldu-Kinnar. Mjöllin snýst í náhvítu upp úr bálhvítunni. Frostið harðnar og renningurinn hækkar. Engin hætta er nú á því, að myglublettum slái á kosningavizkuna til næsta dags. Hún getur borðað frosið slátur í fyrramálið og stækan hákarl. fað er þjóðlegur matur. Hugurinn hvarflar víða — fram í ókomna tímann, og aftur á bak inn í land endurminninganna. Hann rifjar jafnvel upp fyrir sér þá atburði, sem kunnir eru aðeins af frásögn. Laugardaginn fyrir páska 1859 var faðir minn (unglingur þá í vinnumensku) við fjárskurð. Sá vetur er ýmist kallaður »sumarpáskaveturinn«, »skurðarvetur« eða »blóðvetur«. Pá voru hýbýli manna og dýra í kafi og langatöng Dauð- ans krept fyrir hvers manns dyrum; heylausar sveitirnar, kaup- staðirnir matvörúlausir. Pá var um að kjósa: hnífskurðinn eða horfellinn. Nú á að kjósa til alþingis; á morgun verður kosið og barist um þá menn, sem — sem eru í boði. Sólin er horfin fyrir löngu. Geislar hennar eru þurkaðir burt af fjallahnjúkunum. Kínverskur skýjamúr er yfir öllu Ishafinu — austan klakkabakki, sem stormurinn drílar upp í hvassar totur. Kosningadagurinn verður hvass, og sólinni mun verða stefnt til óhelgi næsta dag. Hún skín enn þá uppi í rjáfri veðráttunnar — verpur víg- roða á skýin. Skyldi vera eldur uppi í suðvestrinu? Eða er þetta benrögn í skýjunum, sem boðar ný Fróðár- undur, nýjan Brjánsbardaga? Morgundagurinn leysir úr þeirri spurningu. GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON. 2'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.