Eimreiðin - 01.01.1916, Page 51
5i
Par sem nú vísnablaðið, er að framan getur, er komið frá
Matthíasi syni Sigurðar (og bróður séra Olafs), þá er líklegast(
að það sé einmitt ritað af Sigurði sjálfum. Og þar sem af því
má sjá, að það er nokkuð orðum aukið í Fræðimannatali, að-
séra Pétur hafi snúið »mestum partic af 1001 nótt, með því að
þýðing hans hefir ekki náð lengra en yfir 198 fyrstu næturnar,
en. það hinsvegar er tekið fram í Fræðimannatali, að Sigurður
hafi snúið »mestallri« 1001 nótt, þá virðist líklegast, að hér
sé um sömu þýðinguna að ræða, og þrír menn átt þátt í henni
(eða fjórir, ef séra Ólafur í Flatey er talinn með), þannig, að
séra Pétur hafi þýtt 198 fyrstu næturnar, þá »séra Jón« (hver
sem hann nú hefir verið) einhvern lítinn kafla (máske ekki nema
»eitt langt æfintýri*), og loks Sigurður á Fjarðarhorni það, sem
eftir var, mikinn meirihluta allrar bókarinnar.
Pó er helzt svo að sjá, sem til hafi verið fleiri þýðingar af
1001 nótt en þessi eina. Pví í Fræðimannatali (bls. 619) segir,
að Jón Porkelsson, bóndi á Nesjum í Skaftafellssýslu, hafi
kveðið rímur yfir seinasta æfintýrið í 1001 nótt, og er þá miklu
líklegra, að hann hafi haft fyrir sér þýðingu af bókínni, heldur
en að liann hafi kveðið rímur sínar út af danska textanum. Og
það gæti þá hafa verið sama þýðingin og sú, sem Puríður gamla
í Laugardælum hafði kynst í Grímsnesinu.
Að til hafi verið »Púsund og einn dagurc, er líka
rétt, og er svo að sjá, sem einnig hafi verið til fleiri þýðingar af
þeirri bók. Pví í Fræðimannatali (bls. 465) stendur:
»Sigfús Sigurðarson, prests Einarssonar og Ragn-
hildar Guðmundardóttur, prestur síðast að Felli í Sléttuhlíð frá
1769—1796, deyði vestur á Porkelshvoli hjá Sigfúsi Bergmann,
syni sínum, 85 ára gamall 1816. Hann var ritari góður, dró upp
prýðilega stafi í upphafi bóka, rósir og bókahnúta, skrifaði mikið
af sögum, rímum, Biskupa-æfisögur Jóns prófasts Halldórssonar
og margt fleira. Hann snéri á fslenzku 1. sögu af Theaganes og
Kanoleó; 2. sögu af Don Cyrilló de Valeró; 3. Púsund og
e i n n d a g. «
Ennfremur segir í Fræðimannatali (bls. 619) svo:
»Jón Porsteinssson, bóndamaður í Hrolleifsdal, snéri
á íslenzku af dönsku bókinni Einn dag og þúsund« (og er
fyrir því borinn Daði Níelsson fróði).
Par sem séra Sigfús lifði hin síðustu æfiár sín á Porkelshóli
4'