Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 57

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 57
57 Einhver kærasta endurminningin, sem ég hefi að heiman, er minningin um landið, þegar það var að hverfa mér sjónum, og hafið smám saman hreif það niður í djúpið. Pað var víst um kvöld, vetrarkvöld, með sterkum, málm- hörðum litum. Síðast sá ég ekki annað en hvítglitrandi þúfu út við sjóndeildarhringinn, í umgjörð elds og koparrauðra lita. Pað var hæsti fjallahnúkurinn á gamla Fróni. Eg sé enn þá fyrir augum mér þessa hvítu þúfu. Hún er eins og sæmerki, sem vísar mér veginn heim. Hún lyftir upp yfir hafið öllum yndisleik landsins míns, fjarlæg og köld, ein- mana, mitt á milli hafs og himins. Petta er ekki annað en minning, einföld mynd, sem við allir könnumst við, sem höfum hafið milli vor og fósturjarðarinnar. En hún geymir, samt sem áður, djúpan innri sannleik. I heimi andans, vísinda, bókmenta og lista eru það líka alt- af hæstu tindarnir, sem lyfta landinu upp úr hafi gleymskunnar og fjarlægðarinnar, og eru oss sæmerki heim til íslenzkrar menn- ingar. Meðal þeirra tinda ber séra MATTHÍAS höfuðið hátt — í umgjörð bjartra lita. Mér er skylt að kannast við, að heima fanst mér ekki svo mikið um hæð eða form þessa hnúks, sem vera bar. Láglendið og smáfjöllin draga oft úr hæðinni, þegar maður stendur á landi. En séra Matthías hækkaði, þegar ég kom út á hafið. Og það eru aldrei lægstu fjöllin, er svo fer um. — Nú er hann einn af hæstu og fallegustu hnúkunum, sem vísa mér veginn heim. Og ég hefi innri þörf til að segja honum það — blessuðum karlinum — við þetta tækifæri. Og að lpkum óska ég honum alls góðs, og margra farsælla ára meðal vor. Hann á langan og fagran dag að baki, og á langt og fagurt sólarlag skilið. Og þjóðinni okkar er það til góðs, að hafa ein- hvern á meðal sín, sem henni þykir vænt um. Khöfn, ii. nóv. 1915. JÓNAS GUÐLAUGSSON.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.