Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 76
76 Og í kvæði Erl. Gíslasonar: Í*ið minnið mann á aldnar eikur tvær, sem ungar höfðu greinum saman fléttað, svo vindar gátu’ ei beygt né brotið þær. Þið bæði voruð. sómi ykkar stéttar, og studdust vel, þótt einatt áfall kæmir og öðrum jafnan gáfuð fagurt dæmi. Og niðurlagið á kvæði Kristins Stefánssonar hljóðar svo: Kveldið bjart sé ykkur yfir, 7— enn þá ljós í vestri lifir — leiðir á til ykkar ranna ást og virðing góðra manna Nú þó fölvi feli teiginn, færir ykkur blómasveiginn happadís og heillamerkið hefur eftir dagsins verkið. V. G. GUNNAR GUNNARSSON: LIVETS STRAND. Khöfn 1915 (Gyldendal). í^essi nýja skáldsaga G. G. er heljarmikil bók, 307 bls. þéttprentaðar og í allstóru broti. Og efnið er svo margbreytt, að örðugt er að skýra frá því í stuttu máli. Aðalpersónan er trúaður prestur, sem veiiður fyrir svo miklum mótgangsáföll- um, að hann loks verður vitstola og formælir guði. Það er sálarstríð þessa prests, sem er aðal-uppistöðuþráðurinn í bókinni. En auk þess er þar lýst aðförum vold- ugrar danskrar skuldaklafaverzlunar, og hvernig verzlunarstjórinn notar skuldaklafann til að afla sér kjörfylgis til þingmensku, t*ar er og lýst kaupfélagsbraski, harðind- um, slátrunaraðferð, fiskiveiðum og fiskverkun, skipstrandi o. s. frv. Og yfirleitt má segja, að þessar lýsingar séu snildarlega gerðar og frásögnin í bezta lagi. í henni eru svo mikil tilþrif og list víða hvar, að mann. furðar að sjá svo fullkominn stíl og framsetning hjá jafn-ungum höf. á erlendri tungfi. l*að er óhætt um það, að þessi bók G. G. spillir ekki þeim ritheiðri, sem hann þegar hefir áunnið sér, því hún er að mörgu leyti fullkomnari en hinar fyrri bækur hans. Hún verður keypt og lesin og sjálfsagt þýdd á fleiri tungur. Og ólíklegt er, að ekki verði séð um, að hún komi út á íslenzku. Gunnar Gunnarsson er nú að komast upp í öndvegissætið meðal skáldsagnahöf- unda á danska tungu. Og það er spá vor, að honum verði ekki þaðan þokað úr þessu. En sá sómi, sem hann vinnur sér, verður líka sómi íslands; því hann dylur ekki á sér markið. V. G. ALEXANDER JÓHANNESSON: DIE \VUNDER IN SCHILLERS »JUNG- FRAU VON ORLEANS«. Halle 1915. í'yrir ritgerð þessa (ásamt munnlegu prófi 15. júní 1915) hefir höf. hlotið doktorsnafnbót við hinn sameinaða Friðriksháskóla í Halle-Wittenberg. Eru þar tekin til rannsóknar undrin eða hin yfirnáttúrlegu atriði í leikriti Schillers »Ungfrúin frá Orleans«, og þau skýrð í sambandi bæði við viðburðasögu hennar og þau heim- ildarrit, sem Schiller hefir notað. Kemur höf. þar víða við, því margt hefir verið um þetta skrifað, og sýnir jafnframt mikinn lærdóm í samanburði sínum við önnur skáldrit á ýmsum tungum, bæði að fornu og nýju, enda öll ritgerðin í fullkomnum 1 ýzkum vísindastíl. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.