Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 7
Ólafur og fjölskylda. Sigríður með Þóru og synirnir Sverrir og Svavar. Pedersen og Ellen Koch Knudsen. Stephanie var trúlofuð en við Ellen fórum oft á böll og skemmtum okkur. Step- hanie er nú bókavörður við Bókavarðaskólann í Noregi en Ellen, sem var frá Bodö, varð síðan kennari við sama skóla. Sambandið við Ellen hélst alltaf og árið 1984, þegar norræna bókavarðaþingið var haldið hér á Islandi, komu Ellen, Stephanie og fleiri hingað heim. Ellen tók þá í orgelið enda var hún mjög músikölsk. En hún er nú dáin. En hvernig var námið? Fyrir mig var námið þyngra en ég hafði búist við að því leyti að ég hafði ekki neina starfsreynslu í bókasafni. Fyrir norsku stúlkurnar var námið léttara því þær höfðu báðar unnið í bókasafni. Mest sá ég eftir að hafa ekki reynt að ná mér í starfsreynslu, til dæmis í Ealing sem hafði ágætt safn og fá að vinna þar því það hefði létt mér námið. Meðal greina sem ég tók voru skráning, flokkun, almenn safn- stjórn og safnstjórn almenningsbókasafna, bókaval og leiðsögn. I páskafríinu fór allur bekkurinn til Frakklands og var gaman að fá tækifæri til að skoða Parísarborg með öllu því sem hún hefur upp á að bjóða. Eg var í London einn vetur. Þá var ég orðinn svo blankur að ég beið ekki einu sinni eftir að prófseinkunn- irnar kæmu og bjó mig til heimferðar. Eg hafði sótt um styrk til námsins og voru það þeir Jónas frá Hriflu og Barði Friðriksson sem sáu um úthlutanir. Þeim þótti að bókavarðanám væri óþarft og engan fékk ég styrkinn. Heim fór ég aftur með togara frá Hull og vann fyrir farinu sem lempari. Þar fékk ég marga byltuna í kolamokstrinum. Hvað beiðþín við heimkomuna? Þegar ég kom heim 1947 falaðist ég eftir vinnu hjá dr. Birni Sigfússyni háskólabókaverði. En þá var svo lítið lagt til safnsins að fjárveitingin entist aðeins í fjóra mánuði. Eg varð því að kenna meðfram vinnunni á Háskólabókasafni, ég kenndi m.a. í Stýrimannaskólanum, Námsflokkum Reykjavíkur og víðar og fór á milli á hjóli. Það gerði reyndar dr. Björn líka og hann sótti til dæmis allan póst- inn til Háskólabókasafns á hjóli. Eg var alltaf lausráðinn á Háskólasafninu og varð að víkja þegar peningarnir voru búnir. Eg var á Háskólabókasafni til 1953 en þá var ég langt kominn með B.A.-próf í ensku og dönsku sem ég lauk 1954. Þessi fyrstu ár voru heldur erfið enda hafði ég stofnað heimili þegar ég kom heim frá náminu. Við giftum okkur 27. desember 1947 og elsti sonur okkar, Svavar, er fæddur 1951. Síðan kom Sverrir 1955 og loks Þóra sem er fædd 1960. Til gamans má geta þess að ég fékk eitt sinn boð um að laus væri staða í Landsbókasafni og sótti ég um hana en annar fékk stöðuna þá, en það var einmitt 1951. Ég hélt því áfram að kenna og kenndi m.a. við Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar, Kennaraskólann og Verzlunarskólann. Fyrsta fasta bókavarðarstarfið sem ég fékk var í Bæjarbókasafni Reykjavíkur, eins og Borgarbókasafnið hét þá, árið 1957. Ég hafði þá umsjón með útibúinu í Hólmgarði. Ég var þar í raun aðeins í eitt ár. Þá losnaði staða í Landsbókasafni þegar Þórhallur Þorgilsson lést og ég fékk þá stöðu. Það var 1958. Finnur Sigmundsson var þá landsbókavörður. A Landsbókasafni var ég í sama herbergi og Asgeir Hjartarson og hann sá um íslensku bækurnar. Það kom því eins og af sjálfu sér að mér var falið að sjá um erlendu bækurnar. Ég valdi þó ekki bækur til safnsins. Það sá landsbókavörður um. En flokkunin og skráningin var í mínum höndum. Ég varð síðan deildarstjóri í Landsbóka- safni 1973 og vann í safninu allt þar til ég fór á eftirlaun. Þú hefur mikið fengist við ritstörf með bókavarðastarfinu Þegar ég kom til Landsbókasafns glæddist líka áhugi minn á því að skrifa um ýmislegt en áður höfðum við dr. Björn Sigfússon gefið út Bókasafnsritið árið 1952. BÓKASAFNIÐ 7

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.