Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 22
samskrá fyrir læknisfræðileg tímarit á Norðurlöndum. Síðan 1983 hafa söfnin hér pantað greinar í gegnum tölvu frá Norðurlöndunum samkvæmt upplýsingum frá NORDSER. Sumarið 1990 komst bókasafn Landspíta- lans í hóp þeirra norrænu safna sem unnt er að panta greinar hjá í gegnum tölvu. Framtíðin Árið 1989 fór Landspítalasafnið að nota tölvukerfið DOBIS/LIBIS. Hin söfnin hugleiða að taka það einnig upp. Það myndi auðvelda allan aðgang að safnefni ef af yrði. Eitt þeirra verkefna sem gæti verið gott samvinnu- verkefni er að hvert safn bæri ábyrgð á að efnistaka ákveð- ið tímarit og skrá í tölvu. Læknisfræðibókaverðir hafa unnið að ýmsum verkefn- um, ýmist innan hópsins eða í samstarfi við aðra, t.d. læknafélögin. Samvinna verður áfram stór þáttur í starfi læknisfræðibókasafnanna og hefur gildi þessarar sam- vinnu sýnt sig í verki á þeim rúmu tuttugu árum sem söfnin hafa starfað. Unnið hefur verið að ýmsum verkefn- um, sem ekki hafa fengið hljómgrunn hjá yfirvöldum, s.s. lögum, stöðium og gæðamati á læknisfræðibókasöfnum. SUMMARY Cooperation among medical libraries There has been a strong cooperative tendency among medical libraries in Iceland based on the pioneering initiative of the library of the Reykjavík City Hospital founded in 1967. Its general arrange- ment, cataloguing policy and subject access system have served as a model for other libraries and laid the ground for wider cooperation. A medical library group has existed as a formal chapter since 1985 and includes now 11 members. Cooperation extends to coordinated stor- age of medical journals, collection development in terms of journal holdings, interlibrary loans, online searching and bibliographic con- trol of Icelandic medical titles. They also participate in Nordic coop- erative schemes. As the National Hospital has already adopted DO- BIS/LIBIS it is suggested that if other libraries joined the same system that would further strengthen cooperation. I Grískir harmlcikir Æskílos - Sófókles - Evrípídes Helgi Hálfdanarson þýddi Harmleikir Forn-Grikkja eru stórvirki sem talin eru meðal hátinda í bókmenntum allra tíma. Mál og menning hefur gefið harmleikina út í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, sem vel er kunnur fyrir ágætar þýðingar sínar. Bókin hefur að geyma alla harmleiki Forn-Grikkja sem varðveist hafa í heilu lagi og eru þeir 32 talsins. Grisku harmleikirnir eru um 1200 blaðsíður. í bókinni er baksvið leikritanna skýrt í sérstökum kafla og einnig er í bókinni skrá yfir helstu manna- og staðanöfn. Mál og menning 22 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.