Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 21
Frá Bókasafni Landspítalans.
leitir í tölvu árið 1981 en slíkar leitir fyrir læknisfræði-
bókasöfnin höfðu áður farið fram í gegnum erlenda aðila.
Fyrstu árin eftir að tölvuleitir hófust á Landspítalasafninu
sá bókasafnið um leitir fyrir hin læknisfræðisöfnin eða þar
til þau hófu að gera eigin leitir.
I ársbyrjun 1989 keypti Læknisfræðibókasafn Landa-
kotsspítala áskrift að MeDLINE á geisladiskum frá Ebsco
Subscription Services. Bókasöfn Borgarspítala, Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri og Landspítala fylgdu í
kjölfarið vorið 1990 og keyptu MeDLINE geisladiska frá
Silverplatter. Samkomulag var um þetta og kom það til af
hagkvæmni í innkaupum.
Rita- og tímaritaskrár
Matthildur Marteinsdóttir, yfirmaður safnsins á Borg-
arspítalanum, hefur haldið skrá yfir efni Læknablaðsins
(frá 1946-) í spjaldskrárformi og hafa hin söfnin notið
góðs af þar sem þau hafa getað hringt og fengið upplýsing-
ar um höfunda og efni. Til er skrá yfir Læknablaðið frá
upphafi til ársins 1946 sem Sigurjón Jónsson, læknir, tók
saman. Skrá Matthildar hefur nú öll verið sameinuð Rit-
skrá lækna sem kemur út á næstunni. Ritskráin var unnin
að tilstuðlan Læknafélags íslands og er skrá yfir ritverk
núlifandi lækna sem sent hafa ritskrár sínar til Læknafé-
lagsins. Ennfremur inniheldur hún ýmis tímarit um heil-
brigðismál. Ritstjóri Ritskrárinnar er Sólveig Þorsteins-
dóttir en aðrir sem unnu að skránni eru, auk Sólveigar og
Matthildar, Ásdís Hafstað og Halldóra Haraldsdóttir.
Skrá yfir efni Tímarits Hjúkrunarfélags Islands 1925-
1979, sem Hervör Hólmjárn tók saman, var gefin út af
Hjúkrunarfélagi Islands 1981 og framhald skráarinnar þ.e.
1980- er til í spjaldskrárformi á Landakoti. Skrá yfir efni
Læknanemans 19401974, sem Erla Kristín Jónasdóttir tók
saman, kom út 1977 og er framhald hennar unnið á Lækn-
isfræðibókasafni Borgarspítalans. Skrá yfir efni Heil-
brigðismála er til í ljósriti frá upphafi og á spjöldum,
höfundur er Sigríður Sigtryggsdóttir.
Söfnin hafa flest öll gefið út tímaritalista árlega og hafa
sumir þessara lista verið tvískiptir, þ.e. titlaskrá og efnis-
flokkuð skrá. Hervör Hólmjárn, annar yfirmaður Landa-
kotssafns, hefur gefið út samskrá yfir hjúkrunartímaritin í
landinu og hefur skráin nýst söfnunum vel. Listar þessir
hafa verið gefnir út, þrátt fyrir Samskrá um erlend tímarit,
þar sem hún hefur ekki komið nægilega oft út til að
gagnast söfnunum til fulls.
Erlend samvinna
Söfnin hafa góða samvinnu við söfn á Norðurlöndun-
um, bæði hvað varðar millisafnalán, upplýsingaleitir í
tölvu og skrif í samnorrænt blað, MIC Nytt sem gefið er
út í Svíðþjóð. Bókaverðir hafa sótt fundi fyrir læknis-
fræðibókaverði á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.
Tímaritaforði íslenskra safna er skráður í List BIO-MED,
sem er í bókaformi, og NORDSER sem er tölvuvædd
BÓKASAFNIÐ
21