Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 39

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 39
2. Skipulagning Hvert skal stefnt, fyrir hverja, með hvað og í hvaða átt, fyrir hvaða peninga og hversu langt skal stefnt og hversu lengi. Til dæmis getur sérfræðisafn ákveðið að bjóða tíu völdum fyrirtækjum á sínu sviði í kynningarskyni ákveð- inn fjölda af ókeypis tölvuleitum í ákveðnum gagnabönk- um. Gera þarf áætlanir til þess að byggja markaðssetn- inguna á, svo sem fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun með tímasetningum. Markmiðasetning þarf að vera mjög skýr, skilgreina þarf markmið á hnitmiðaðan hátt og þannig að árangur þeirra sé mælanlegur. 3. Framkvæmd Aætlanir skal framkvæma á hnitmiðaðan hátt þannig að öllum sem að framkvæmd standa sé ljóst að hverju sé stefnt. Ekkert í framkvæmd á að vera tilviljunum háð heldur skal stefnt að fyrirfram ákveðnu marki með fyrir- fram ákveðinni aðferð í fyrirfram ákveðinn tíma fyrir ákveðinn notendahóp og fyrir ákveðið fjármagn. Lengd, dýpt og breidd þess sem boðið er upp á verður að vera ákveðin fyrirfram svo og hvernig, hvar og af hverjum og fyrir hvaða fé. 4. Eftirlit Sífellt mat á framgangi markmiða þarf að vera í gangi og stöðugt eftirlit þarf að eiga sér stað svo hægt sé að endur- skoða framkvæmd til að ná fram settum markmiðum. Allt er breytingum undirorpið og því þarf stöðug endurskoð- un og mat að eiga sér stað. 5. Sjálfviljug verðmætaskipti Með markaðssetningu er leitast við að skapa þann ávinning fyrir ákveðinn hóp manna að þeir vilji sjálfvilj- ugir gjarnan öðlast það sem boðið er upp á. Það er ekki átt við að neyta eigi allra meðala til að ná fram settu marki því slíkt hefur ekkert upp á sig til lengri tíma litið. Bjóða þarf upp á það sem markaðurinn þarfnast og óskar. Ætíð skal taka mið af notendum því fyrir þá eru söfnin og það eru þeir sem gera þau að lifandi og virkum stofnunum. 6. Markhópur Bókasöfn geta aldrei þjónað öllum markaðinum á sama hátt. Því þarf að greina mögulegan markað og ákveða síðan hvers konar þjónustu skuli veita og með hvaða hætti. Slíkir markhópar geta verið afmarkaðir eftir búsetu, kyni, aldri og áhugamálum svo eitthvað sé nefnt. Hvað er einkennandi fyrir markaðssetningu bókasafna og annarra stofnana sem ekki eru reknar í ágóðaskyni? Tilgangur markaðssetningar fyrir allar stofnanir er að hjálpa þeim að tryggja stöðu sína við að þjóna markaðin- um á sem árangursríkastan hátt. Slíkt er ekki nýlunda fyrir bókasöfn. Segja má að það hafi verið stundað á söfnunum í formi almannatengsla og almennrar kynningarstarfsemi. Weinberg og Lovelock hafa skilgreint fjóra meginflokka sem eru einkennandi fyrir stofnanir eins og bókasöfn, sem ekki eru rekin í ágóðaskyni, og taka þarf tillit til við markaðssetningu þeirra. 1. Margþættir hópar Bókasöfn þurfa út frá markaðslegu sjónarmiði að vinna með tvo meginhópa. Það eru notendahóparnir, núverandi og væntanlegir, og síðan hóparnir sem fjármagna safnið eða styðja það á annan hátt. Báða hópana þarf að minna á safnið, annan til að nýta sér efni þess og þjónustu, hinn til að útvega efni og annað sem safnið þarfnast. Tökum dæmi um bókasafn við háskóla: I fyrri hópnum eru til dæmis núverandi nemendur, fyrrverandi nemendur, starfsfólk, fræðimenn og sérfræðingar við aðrar stofnanir, önnur bókasöfn og almenningur. I síðari hópnum er fjárveit- ingavald, skattborgarar og þeir sem ráða styrkjakerfi hins opinbera og góðgerðafélaga og væntanlegir gefendur. Þessa hópa má síðan greina niður í smærri einingar. 2. Margþætt markmið Bókasöfn þurfa að ná fram mjög mörgum og fjölbreytt- um markmiðum og því er erfitt að finna aðferðir til að fullnægja þeim öllum á árangursríkan hátt. Tökum aftur dæmi um bókasafn við háskóla: Markmið þess er að styðja menntun nemenda á öllum stigum háskólanámsins, í að minnsta kosti öllum námsgreinum, jafnframt að sjá kennurum, bæði föstum og lausráðnum, fyrir upplýs- ingaefni til notkunar við kennslu og einnig til að stunda rannsókna- og vísindastörf. 3. Þjónustan vegur þyngra en safnkosturinn Þetta er tvíþætt hvað varðar bókasöfn. I fyrsta lagi þarf upplýsingaefni ekki að vera til á staðnum heldur að það sé aðgengilegt með einhverjum hætti. I öðru lagi geta gæði þjónustunnar oft farið eftir því hver veitir hana því ýmsir mannlegir þættir hafa áhrif á bæði þann sem veitir þjón- ustu og þann sem tekur á móti henni og gerir hana þar með breytilega. Þetta verður að hafa í huga þegar þróaðar eru aðferðir við markaðssetningu bókasafna. 4. Óstöðug tilvera Þar sem flest bókasöfn eru rekin af almannafé þá eru þau háð pólitískum sveiflum, þrýstingi eða afskiptaleysi. Þetta getur haft áhrif á langtímaáætlanir við markaðssetn- ingu bókasafna ef óljóst er hvort til hennar fæst nægjan- legt fé. Opinber þjónusta er einnig undir smásjá almenn- ings sem getur verið mótfallinn því að fé sé eytt til mark- aðssetningar, eins og auglýsinga, og einnig getur hann haft breytilegar skoðanir á hvernig markaðssetja eigi bóka- söfnin. Að þessu öllu verður að huga þegar aðferðir og áætlanir eru gerðar við markaðssetningu bókasafna (Kotl- er: 1982). Hvaða meginvandamálum standa bókasöfn frammi fyrir við markaðssetningu og hvers konar gagnrýni má búast við? Hvert safn verður að greina sín sérstöku vandamál varðandi markaðssetningu og taka tillit til þess að um- hverfið er alltaf að breytast. Flest söfn þurfa þó að gera átak og leggja rækt við að halda jákvæðri ímynd í samfé- lagi sínu. Aðeins á þann hátt getur safnið haldið í við samkeppnisaðila sína hvað varðar aðsókn og fjármagn. Margir líta svo á að bókasöfn eigi að vera óháð markaðslög- málum því það liggi svo í augum uppi hve mikilvæg þau séu. BÓKASAFNIÐ 39

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.