Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Page 20

Bókasafnið - 01.03.1991, Page 20
Sólveig Þorsteinsdóttir forstöðumaður, Bókasafni Landspítalans Samstarf læknisfræðibókasafna ar sem engin lög eru til um læknisfræðibókasöfn hefur öll samvinna þeirra hingað til verið háð vilja og áhuga starfsfólks safnanna og þeirra stofnana sem reka þau. Þörfin fyrir samstarf hefur verið mikil. Heilbrigðis- stéttir, sem söfnin þjóna, þurfa aðgang að miklu efni og oftast fljótt. Til að bregðast við þessari þörf hefur verið reynt að samnýta efniskost safnanna sem mest. Allur þessi hraði hefur leitt til þess að söfnin hafa leitast við að skrá efniskostinn sem best og samræmt sig í þeim efnum. Þau hafa einnig sameinast um að nýta sér til fullnustu tækni nútímans. Upphaf samvinnu Hornsteinn að góðri samvinnu var lagður af elstu lækn- isfræðibókasöfnunum, safni Borgarspítalans (stofnað 1967) og safni Landspítalans (stofnað 1968). Höfðu þessi söfn með sér samstarf á ýmsum sviðum sem söfnin, er á eftir komu, tóku þátt í. Kristín H. Pétursdóttir, bóka- safnsfræðingur, átti veg og vanda af skipulagningu Borg- arspítalasafnsins. Bókasöfnin, sem á eftir komu, byggðu öll á frumraun og reynslu bókasafnsins á Borgarspítalan- um. Þessi söfn tóku upp sömu reglur og Borgarspítala- safnið og má þar nefna að skrá safnkostinn og raða honum upp á sama hátt. I flestum íslenskum söfnum er safnkost- urinn flokkaður samkvæmt Dewey-kerfinu en það kerfi hentar ekki fyrir læknisfræðibókasöfn og því varð Nat- ional Library of Medicine (NLM) flokkunarkerfið fyrir valinu. Bækurnar eru efnisskráðar samkvæmt Medical Subject Headings (MeSH) frá National Library of Medicine í Bandaríkjunum. Tímaritunum er raðað í staf- rófsröð í hillur samkvæmt röðunarreglum frá National Library of Medicine. Læknisfræðibókasafn Borgarspítal- ans lagði grunninn að góðri samvinnu. Starfsmenn hinna safnanna leituðu þangað eftir fræðslu og góðum ráðum og var þeim vel sinnt. Millisafnalán voru strax virkur þáttur í starfi þessara safna, bæði innlend og erlend lán. Komið var á góðri samvinnu við Norðurlöndin og þá einkum Svíþjóð og British Lending Library (BLL) í Bretlandi. Þessi milli- safnalán eru að langmestu leyti ljósritaðar tímaritsgreinar. Til að auðvelda millisafnalán héldu Borgarspítalasafnið og Landspítalasafnið spjaldskrá yfir erlend læknisfræðitíma- rit sem til voru hér á landi, bæði á söfnum og í eigu einstaklinga. Á þeim tíma var Samskrá um erlend tímarit ekki farin að koma út. Samskráin, sem stuðst var við fyrir Norðurlönd, var List BIO-MED. Nútíminn I dag eru starfandi 11 læknisfræðibókasöfn á landinu. Öll starfa þau á Stór-Reykjavíkursvæðinu nema Læknis- fræðibókasafn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Söfn þessi hafa myndað Samstarfshóp læknisfræðibókavarða og starfar hann innan Félags bókavarða í rannsóknar- bókasöfnum. Hópur þessi starfaði óformlega þar til árið 1985 að hann var stofnaður formlega. Kosinn er forsvars- rnaður og ritari fyrir hópinn. Fundir eru haldnir tvisvar til þrisvar á ári, á söfnunum til skiptis, til þess m.a. að kynn- ast nýjungum í starfsemi. Eitt af helstu verkefnum hóps- ins er að stuðla að góðri samvinnu og efla samskipti við erlenda kollega. Hópurinn hefur stundum skipt með sér verkum og unnið í minni hópum. Þessi verkefni hafa meðal annars verið geymslumál, millisafnalán og tölvu- mál. Geymslumál Fyrir all nokkrum árum komu söfnin sér saman um að deila með sér geymsluskyldu eldri árganga nokkurra tímarita og er svo enn. Um er að ræða tímarit sem fleiri en eitt safn er áskrifandi að. Sérhvert safn ber ábyrgð á því að varðveita ákveðin tímarit og þá geta hin söfnin með góðri samvisku losað sig við eldri árganga. I flestum tilfellum er miðað við að ritin séu eldri en 10 ára. Fyrir u.þ.b. fimm árum var markvisst unnið að því að koma upp sameiginlegu geymslusafni fyrir öll söfnin. Sú hugmynd fékk góðan rneðbyr en því miður varð ekki úr að samvinna tækist um það mál. Uppbygging safnkosts Söfnin hafa ætíð til hliðsjónar tímaritaeign hinna safn- anna þegar nýtt tímarit er tekið í áskrift. Ef eitt safnanna hefur þegar tekið tímaritið í áskrift er reynt að samnýta þá áskrift t.d. með því að fá send efnisyfirlit úr viðkomandi tímariti. Millisatnalán Söfnin hafa góða samvinnu hvað varðar millisafnalán. Sérstaða læknisfræðibókasafnanna kemur vel fram í könnunum sem gerðar hafa verið um millisafnalán hér á landi og eru millisafnalánin hvergi eins mikil og hjá þess- um söfnum. Nokkur þúsund greina fara á milli þeirra á ári hverju. Samkomulag er um að láta þessa þjónustu ganga fljótt fyrir sig og afgreiða beiðnir samdægurs ef kostur er. Greinarnar eru boðsendar á Reykjavíkursvæðinu og eru að jafnaði farnar tvær ferðir á dag með sendingar á milli sjúkrahúsanna. Millisafnalánin ganga því mjög greiðlega. Ef mikið liggur við eru greinar sendar með telefaxi. Millisafnalán hafa alla tíð verið ókeypis milli læknis- fræðibókasafna en í samræmi við stefnu Ríkisspítala var bókasafni Landspítalans gert að verðleggja og rukka fyrir alla sína þjónustu, og þar á meðal millisafnalán, árið 1990. Er þessi ráðstöfun tímafrek og varpaði nokkrum skugga á þá góðu samvinnu sem verið hefur á milli læknisfræði- bókasafnanna. I kjölfar þessa fóru önnur söfn einnig að rukka Landspítalann. Upplýsingaleitir Upplýsingaleitir eru stór þáttur í starfsemi safnanna og hafa söfnin haft með sér samvinnu hvað varðar upplýs- ingaleitir í tölvu. Bókasafn Landspítalans hóf upplýsinga- 20 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.