Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 29

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 29
Erla Jónsdóttir bæjarbókavörður, Bókasafni Garðabæjar Bókasafn Garðabæjar — samsteypusafn Bókasafn Garðabæjar, sem staðsett er í Garðaskóla, er elsta samsteypusafnið hér á landi. Safnið var stofnað árið 1971 úr litlu hreppsbókasafni, sem var til húsa í barnaskólanum, og úr vísi að skólabókasafni gagnfræða- skólans. Hefur greinarhöfundur verið forstöðumaður þess frá upphafi. Ástæðan fyrir því að þessi leið var valin í bókasafnsmálum Garðabæjar var þörfin fyrir gott bóka- safn í ungu og metnaðarfullu hreppsfélagi, hreppsfélagi sem var í örum vexti og gerði miklar kröfur varðandi menntun unga fólksins. Ákveðið var að nýta sem best húsnæði, starfsfólk og þann bókakost sem til var í sveitar- félaginu og að sameina það fjármagn sem veitt yrði til bókasafnsþjónustu á einn stað í hreppnum. Fyrir tuttugu árum þótti það óðs manns æði að láta sér detta í hug að fara með starfsemi almenningsbókasafns inn í gagnfræðaskólann og ætla sér að reka þar menningar- starfsemi að einhverju viti. En sem betur fer reyndust flestar hrakspár úr lausu lofti gripnar því að þeir sem þurftu á góðri bókasafnsþjónustu að halda, svo sem nem- endur, kennarar, foreldrar og bókelskt fólk kunnu fljót- lega að meta þessa þjónustu og gera enn. Reynslan hefur sýnt okkur að flestar þær forsendur, bæði jákvæðar og neikvæðar, sem gefnar voru í upphafi voru réttar. Notagildi safnsins er ótvírætt Safnkosturinn allur er jafnt til afnota fyrir Garðaskóla og almenning í bænum að undanskildum þeim bókum sem staðsettar eru í fagstofum Garðaskóla og eru ein- göngu notaðar við kennslu. Alltaf er sama þörfin á fé til bókakaupa. Þó dregið hafi úr útlánum á afþreyingarbókum miðað við árin fyrir myndbandavæðingu þá eykst þörfin fyrir auknu úrvali handbóka, fræðibóka og sígildra fagurbókmennta. Safn- kosturinn telur rúm 32 þúsund bindi bóka og innbund- inna tímarita. Aðrir miðlar verða fjárfrekari með hverju árinu sem líður. Við reynum að koma til móts við kröfur unga fólksins okkar um úrval af tölvubúnaði bæði til afnota á safninu og til útláns. Myndbönd eru einnig til útláns en það er helst fræðslu- efni, tónlist, íþróttir og svo teiknimyndir fyrir yngstu notendur safnsins. Tónlist á geisladiskum er keypt í sam- ráði við tónlistarkennara í Garðaskóla og í safninu er aðstaða til hlustunar, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Mikið annríki á skólatíma Safnið er opið 10 tíma á dag. Þar sem innangengt er úr skólanum í safnið allan daginn sækja nemendur mikið á safnið, einkum í frímínútum og matarhléum. Þess á milli eru sæti safnsins, sem eru 50, nýtt að meira eða minna leyti af nemendum sem hafa göt í stundatöflum sínum. Ellilífeyrisþegar og mæður og fóstrur með ung börn koma einnig talsvert í safnið fyrri hlúta dagsins. Á milli þessara ólíku lánþega hefur aldrei á þessum tuttugu árum komið til árekstra, að því er ég best veit. Fullorðna fólkinu finnst það fremur forvitnilegt að hitta fyrir um eitthundr- að unglinga í safninu, sitjandi og standandi í rólegheitum hvar sem rými finnst. Seinni hluta dags koma svo þeir sem stunda nám við hina ýmsu framhaldsskóla og í þeim hópi er oft talsvert um fullorðna lánþega. Hin almennu útlán fara fram allan daginn en þó mest seinni hluta dags og fram á kvöld. Af þessu má eflaust sjá að vinnuálagið er mikið hjá starfsfólkinu og er það einn af veikustu hlekkjum samsteypusafnsins. Að halda uppi aga á vinnustað sem þessum svo vinnufriður sé fyrir safngesti og starfsfólk er ekki heiglum hent og gerir miklar kröfur til starfsfólksins. Benda má á að þarna reynir á samstarf skólans og bóka- safnsins einna mest. Um samstarf skóla og bókasafns Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli stjórnenda þessara stofnana og þurfa þeir að vera samstíga þegar settar eru reglur og hvernig taka skuli á brotum á þeim. Einfaldar og skýrar reglur þurfa að vera í gildi sem nemendur og starfs- fólk eiga að þekkja og fara eftir, skilyrðislaust. Ef vel á að vera þurfa einnig að vera í gildi ákveðnar samskiptareglur ef samstarfið á að vera í lagi og vil ég geta nokkurra sem eru í gildi við Bókasafn Garðabæjar. Fundir með fagkennurum skólanna og bókavörðum eru haldnir í upphafi hverrar annar þar sem rætt er um námsefnið, heimilda- og kjörbókaritgerðir, einnig fyrir- huguð ferðalög nemenda og ýmsar uppákomur sem bóka- safnið tekur þátt í. Kennarar kynna sér tímarita- og bóka- kostinn, gerðar eru tímaáætlanir og síðan er hafist handa við að afla heimilda, útvega gögn og hafa þau aðgengileg á ákveðnum stað á tilteknum tíma. Þetta tiltekna efni er bundið inni á safninu í ákveðinn tíma en er engu að síður tiltækt og aðgengilegt öllum þeim sem þurfa á að halda á safninu. Það þarf að halda vel utanum þessa vinnu svo hún fari ekki úr böndunum. Rekstur, stjórnun fjármála og ráðning starfsfólks er á einni hendi, þ.e. bæjarbókavarðar sem ráðinn er af bóka- safnsstjórn. Bæjarbókasafnið er sjálfstæð rekstrareining innan skólans, í ákveðnu húsnæði, með eigið starfsfólk og með fjárhagsáætlun sem samþykkt er af bæjarstjórn. Það fé sem Garðaskóli leggur til starfsemi bókasafnsins er bókhaldsatriði og er í höndum bæjarstjórnar og bæjarrit- ara. Kennarar skólans vinna ekki á safninu sjálfu en koma BÓKASAFNIÐ 29

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.