Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 40

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 40
Að lokum verða tekin hér sem dærni nokkur atriði urn hvernig aðferðir mætti nota í þessu sambandi við sarnein- ingu Landsbókasafns og Háskólabókasafns í Þjóðarbók- hlöðu. Þegar samruni tveggja stærstu bókasafnanna á sér stað þarf að mörgu að hyggja, ekki aðeins út á við heldur einnig inn á við. Taka þarf ákvörðun urn hvernig safn á að vera í þjóðarbókhlöðu, hvaða hlutverk það á að hafa og hvers konar ímynd. Akveða þarf heiti á safninu. A nafnið að vera upp úr gömlu heitunum eða á að búa til nýtt heiti á safnið? A nafnið að bera í sér staðsetningu eða hlutverk? Nafnið þarf að nota við alla kynningarstarfsemi varðandi sameininguna þannig að hún sé almenningi töm löngu áður en söfnin flytja. Marka þarf heildarstefnu í kynning- armálum og hvernig staðið skuli að því að skapa safninu ímynd í þeim tilgangi að forðast opinbera andstöðu gegn samrunanum, bæði innan safnanna og utan. Mikilvægt er að upplýsingastreymi um framgang mála sé til allra starfs- manna innan þessara tveggja safna til að fyrirbyggja mis- skilning og þekkingar- og áhugaleysi. Almenningur, not- endur safnanna og bókaverðir annarra safna þurfa að fá upplýsingar um framgang mála við sameininguna. Eins þarf að virkja hinn almenna kjósanda til að hafa áhrif á gang mála á þann hátt að honum finnist mikilvægt að þessi stofnun kornist á laggirnar. I þessu sambandi mætti gefa út fréttabréf sem héti væntanlegu nafni safnsins og þar sem ofangreindir aðilar auk fjölmiðla fengju upplýsingar beint og á þann hátt sem stjórnendur sameiningarinnar óska eftir. Með slíkum upplýsingum skapast jákvætt viðhorf til sameiningarinnar. HEIMILDIR Góð ímynd — nauðsyn eðaþarflaus?: ráðstefna Hótel Sögu, 27. mars 19901990. Reykjavík : KOM. Kotler, Philip 1982. Marketing for nonprofit organizations. 2nd ed. Englewood Cliffs, NJ. : Prentice-Hall. Leerburger, Benedict A. 1989. Promoting and marketing the library. Rev. ed. Boston, Mass. : G.K. Hall & Co. (Professional librarian series). Weingand, Darlene E. 1984. Marketing/planning library and infor- mation services. Littleton, Col. : Libraries Unlimited. SUMMARY Marketing libraries It is suggested that to meet growing competition from all quarters of life it appears necessary for libraries to introduce marketing pol- icies as a new management tool. The concept of marketing is effec- tively defined in terms of analysis, planning, procedure, evaluation and control. A particular feature for libraries must be the goal of targeting predetermined groups. Marketing nonprofit organizations like libraries also means the capability to work with multiple groups and to achieve multiple objectives. The necessity to maintain service- oriented policies even at the front of collection development should also be kept in mind. Another factor to reckon with, which is espe- cially relevant for libraries, is the insecurity which derives from potential social and administrative pressure. The article concludes with an example chosen from the Icelandic library scene which is intended to illustrate the power of marketing in the face of future expectations. VATNS ER ÞÖRF eftir Sigurjón Rist Allt um ár og vötn á íslandi ER I ÞÖRF Sigurjón Rist • f --------------------------- k IIB BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS SKÁLHOLTSSTIG 7 • SIMI 91-621822 40 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.