Aldamót - 01.01.1900, Síða 164
164
arrit sitt. Sú bók er 108 bls. a5 stærð í stóru broti.
það er varpað nýju ljósi yfir alt það, sem stendur í
sambandi við kristnitöku feðra vorra. Mennirnir,
sem fyrst boðuðu feðrum vorum kristni, ummyndast
í huga manns við að lesa bókina. Framkoma þeirra
öll verður margfalt skiljanlegri eftir en áður; einkum
stendur nú kristnitakan sjálf og ástæðan fyrir því,
hvers vegna hún náði fram að ganga á svo friðsamleg-
an hátt, í öldungis nýju sögulegu ljósi. Menn hafa
aldrei áður skilið, hvaða kröfur það voru, sem kristnir
menn urðu að gefa upp til þess að fá því framgengt,
að heiðingjar tækju það í mál, að kristni yrði lögleidd
í landinu. En hér er sýnt fram á, að kristni flokkur-
inn var pólitiskur flokkur um leið, sem smám saman
hafði vaxið upp í landinu, en verið algjörlega fyrir
borð borinn af hinum heiðnu goðum, að því er hlut-
töku í stjórn landsins snerti ; þegar báðir flokkarnir
segja sig úr lögum hvor við annan á þingi, þýðir það,
að lýðveldin hefðu orðið tvö í landinu. Við hlið hins
gamla heiöna lýðveldis hefði þá staðið annað kristið
lýðveldi, og þetta hefði orðið þeim mun hættulegra,
sem engin landamerkjalína hefði orðið á milli þeirra,
heldur voru hinir kristnu og hinir heiðnu höfðingjar
dreifðir um land alt, hvorir innan um aðra, svo eldur-
inn hefði logað jafnt í öllum sveitum landsins milli
þessara tveggja lýðvelda. En til þess nú að fá sínu
máli um kristnitökuna framgengt gefa hinir kristnu
höfðingjar allar kröfur um hluttöku í landsstjórninni
upp. þeir beygja sig aftur undir hina gömlu stjórnar-
skipun og lög og viðurkenna veldi gömlu goðanna.
þessa miklu sjálfsafneitun verða þeir að sýna til þess
að fá þá ívilnun af hendi heiðna flokksins, sem var
fjölmennari, að kristna trúin sé viðurkend. Heiðnir
menn bíða ósigur, að því er trúna snertir. En kristn-
ir menn biðu aftur ósigur að því, er hinar pólitisku
réttarkröfur þeirra snertir. I þessu ljósi verða samn-
ingarnir milli þeirra Halls af Síðu og þorgeirs Ljós-
vetningagoða fyrst skiljanlegir. því miður leyfir rúm-