Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. 17 íslensk böm fædd eftír tæknifrjóvgun — 25 konur alls orðið þungaðar frá ársbyrjun 1980 Frá því í ársbyrjun 1980 hafa 25 íslenskar konur orðiö þungaðar eftir tæknifrjóvgun. Sautján hafa þegar fætt, ein hefur misst fóstur og sjö eru bamshafandi. Þessar upplýsingar komu fram í viötali við Jón Hilmar Alfreðsson kvenskjúkdómalækni, sem birtist nýlega í tímaritinu Heilbrigöismál. Meö tæknifrjóvgun er átt viö aö sæöi er sprautað upp í legháls kon- unnar. I þeim tilvikum hefur verið notaö djúpfryst sæöi sem Ríkisspítal- arnir hafa keypt frá Danmörku. Þar er eini sæöisbankinn á Norðurlönd- um og er hann jafnframt einn sá stærsti í Evrópu. Sæöiö kemur hingaö til lands í strái (plaströri) og er geymt í Blóö- bankanum viö —196° C. Aðferöin viö frjóvgunina er síöan sú aö sæöinu er þrýst úr stráinu og upp í legháls kon- unnar. Skilyröi fyrir því aö tæknifrjóvgun sé beitt er aö ekkert sé því til fyrir- stööu aö konan geti átt bam, en sæði eiginmannsins sé ekki nógu virkt. JHAItNS ttox Tæknifrjóvgun, ný tækni tíi að ráða bót á bamleysi, hefur verið notuð hár á landi siðastíiðin þrjú ár með góðum árangri. 25 konur hafa orðið þungaðar og 17 böm hafa þegar fæðst. Eftir aö ákvöröun hefur veriö tekin um aö reyna þessa aöferð er valiö sæði frá gefanda sem líkist eigin- manni konunnar. Meöal annars er tekiö miö af líkamsbyggingu, háralit ogaugnalit. Áöur en meðferð hefst gefur eigin- maðurinn skriflega yfirlýsingu um aö hann muni gangast viö væntan- legu barni sem sínu, tryggja fram- færslu þess og gera þaö aö iögerf- ingja. Gefendur þess sæðis sem kemur hingaö til lands eru taldir danskir stúdentar, en aö sjálfsögöu er öllum nöfnum haldiö Ieyndum. Sæðis- gjafamir hafa verið valdir þannig aö heilsufar þeirra sé gott og þeir hafi ekki arfgenga sjúkdóma. I, fyrmefndu viötali viö Heil- brigöismál segir Jón Hilmar Alfreös- son Iæknir aö afköstin við aðgeröir þessar hérlendis séu ekki oröin nógu mikil því aö nú eru 30—40 konur á biðlista, sem þýðir aö sumar veröa að bíöa í allt aö tvö ár. -SþS Pétur Sigurgeirsson biskup: „Ég skil þau hjón er lang- ar í bam” „Ég hef fullan skilning með þeim hjónum sem langar til að eignast barn," segir séra Pétur Sigurgeirsson biskup. Hér má sjá strá (piaströr) með djúpfrystu sæði eins og það kemur erlendis frá. Sæðinu er siðan þrýst úr stráinu upp i legháls konunnar. Islenskt sæði yrði of dýrt — segir lón Hilmar Alf reðsson læknir „Það eru kostnaöarástæöur sem liggja að baki því að sæöi er keypt inn frá Danmörku en ekki fengiö hér- lendis,” segir Jón Hilmar Alfreösson kvensjúkdómalæknir, er DV innir hann eftir því hvort ekki sé hægt að notast viö sæöi úr íslenskum sæöis- gjöfum viö tæknifrjóvganir. „Það er mikið rannsóknarstarf aö útiloka erföagalla, virusa og aöra sjúkdóma úr sæðinu og því fylgir mikil starfsemi sem ekki borgar sig fyrir okkur á meðan þessar aðgeröir em ekki algengari en raun ber vitni,” segir JónHiImar. Sem dæmi um það rannsóknar- starf sem þessu fylgir nefnir hann aö úr hundrað manna hópi eru yfirleitt ekki nema um 15 sem eru nothæfir sem gefendur. Ekki sé nóg að sæöiö sé gallalaust heldur þarf þaö einnig að þola frystingu. Meöal annarra ástæöna sem liggja aö baki því aö sæöið er flutt inn er fámenni okkar Islendinga. Vegna þess yröi erfiöara aö halda gjöfumm leyndum og þar aö auki em hætturn- ar á tengslum milli gjafara og þiggj- anda of miklar. Hvaö varöar notkun á fersku sæði viö tæknifrjóvganir, segir Jón Hilmar að sú aöferö sé áhættumeiri vegna þess aö ekki sé unnt aö rann- saka sæöiö nógu vel á þeim stutta tíma, sem líður frá því aö það er gef-' iö og þangaö til veröur aö nota það. Einnig sé mjög erfitt aö tryggja báö- um aðilum leynd vegna þess aö þeir eru báöir staddir í sama húsinu á sama tíma. -SþS „Þetta mál er svo nýtt hérlendis, að ég treysti mér ekki til að úttala mig um það,” segir Pétur Sigur- geirsson biskup, erDV spyr hann um afstööu hans til tæknifrjóvgunar. Hann segir aö um afstöðu þjóö- kirkjunnar hafi ekki veriö rætt, en hann vonast til þess aö þessi mál verði fljótlega tekin til umfjöllunar innankirkjunnar. ,,Ég skil hins vegar þá löngun sem hver h jón hljóta aö hafa til aó eignast barn,” segir biskup. Þess má geta aö í þeim löndum þar sem tæknifrjóvgun hefur veriö beitt lengi hefur kirkjan hvergi verið verulega á móti þessum aögeröum þrátt fyrir aö Píus páfi tólfti hafi lýst því yfir 1949 aö þær væru í andstööu viö meginreglu og siðfræöi kirkjunn- ar. -SþS „Lagaiegar reglur varðandi böm fædd eftir tæknifrjóvgun eru ekki fyrir hendi, en fyigst verður með framvindu þessara mála á hinum Norðuriöndunum," segir Ólöf Pétursdóttir deildarstjóri. Ólöf Pétursdóttir: „Engar lagareglur til varðandi tæknifrjóvgun” „Þaö eru engar beinar lagareglur til hvaö varöar tæknifrjóvgun,” segir Olöf Pétursdóttir, fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu, en hún hefur sérstaklega kynnt sér sif jarétt. „Mál þessi eru til umræðu og athugunar á hinum Norðurlöndunum og viö munum að sjálfsögöu fylgjast meö framvindu þeirra þar.” Eins og í öörum hjónaböndum get- ur eiginmaöur konu sem eignast hef- ur bam eftir tæknifrjóvgun höföaö vefengingarmál til aö fá þaö staðfast aö hann sé ekki faöir aö barninu ef til skilnaöar kemur. Hvemig á aö færa bam í slíku tilfelli getur veriö mjög vandasamt, telur Olöf. Eins og máliö er í dag getur móöirin ekki feðrað barniö vegna þess aö hún getur engan veginn fengiö uppgefið nafn sæðisgefandans. Hver á þá að sjá um framfærslu bamsins er óljóst og fæst líklega ekki úr því skorið fyrr en og ef á þaö reyn- ír.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.