Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Síða 34
DV: LAUGARDAGUR 23. APRIL1983. Ólafur Thors sat á þingi frá 1926 tii 1964. Hann gegndi ýmsum ráðherra- embættum á sinni tið, var skipaður forsætisráðherra fimm sinnum og var formaður Sjálfstæðisflokksins 1934— '61. Hermann Jónasson var þingmaður 1934— '67. Meðal annars var hann þrisvar skipaður forsætisráðherra auk ýmissa annarra trúnaðarstarfa á Alþingi. Hann var formaður Framsóknarflokksins '44—'62. Þá vann hannsárþað tilfrægðarað verða glímukóngur íslands 19211 Ingólfur Jónsson sat á þingi fyrir sjálfstæðismenn 1942— '59 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, meðal annars varhann viðskipta- og iðnaðar- ráðherra um skeið og landbúnaðar- og samgönguráðherra í annan tima. Jóhann Þ. Jósefsson ávarpar þingheim. Hann var þingmaður Sjálf- stæðisflokksins 1923—'59. Á sinni þingmannstið gegndi hann meðal annars embætti fjármála- og atvinnumálaráðherra. Einar Olgeirsson sat á þingi 1937 til '67. Hann átti smti í óteljandi ráðum, stjórnum og nefndum á sinni þingmannstið. Einnig var hann formaður Sameiningarflokks alþýðu — Sósialistaflokksins '39— '68. Jón Pálmason sat á þingi fyrir Sjálfstæðísflokkinn 1933— '59. Hann var meðal annars landbúnaðarráðherra um skeið. Þeir sigldu þýóðar- shútunm í dentíð! Enn er runninn upp kjördagur, dagurinn sem íslenskir kjósendur ganga aö kjörborðinu til aö ráöa mannskap á þjóðarskútuna. Sumir ganga nú í fyrsta sinn aö kjörborö- inu, flestir eru þó eldri í hettunni og hafa kosið oft, oft áöur. Hvaö um þaö, kosningum fylgir alltaf viss spenna og eflaust veröa þeir margir sem fylgjast meö kosningatölum í nótt og unna sér ekki hvíldar fyrr en þeir vita hver úrslit verða aö þessu sinni. Kosningabaráttan hefur verið óvenju löng aö þessu sinni. Samt eru margir þeirrar skoðunar aö aldrei hafi hún verið litlausari og meiri deyfð ríkjandi en einmitt nú, þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri listar eöa fleiri þingmannsefni boðið sig fram en einmitt nú. Sannast þar hiö forn- kveöna aö margir eru kallaðir en fáir útvaldir. En látum þaö liggja milli hluta. Kosningar eru alltaf spennandi og yfir kjördegi svífur viss stemmning, sem eflaust fáir vildu missa af þegar alltkemurtil alls. Viö birtum hér til gamans myndir af gömlum stjómmálakempum, flestum ef ekki öllum þjóökunnum, svona rétt í tilefni dagsins. -KÞ Sigurður Einarsson i Holtí gerði stuttan stans á þingi, eins og oft vill verða, þvi eins og alþjóð veit er þingmannsstarfið ekki ævi- starf. Sigurður átti aðeins sæti á þingi um þriggja ára skeið, 1934— '37, fyrir Alþýðuflokkinn. Steingrimur Steinþórsson var þingmaður Framsóknar meira og \ minna á árunum 1931—'46. Hann gegndi meðal annars forsœtisráð- herraembætti um þriggja ára skeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.