Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 44
44
DV. LAUGARDAGUR 23. APR1L1983.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess
1983 á hluta í Sólheimum 10, þingl. eign Ragnars Vignis Guðmunds-
sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni
sjálfri miðvikudag 27. apríl 1983 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10 tbl. þess
1983 á hluta í Rauðalæk 22, þingl. eign Haralds Ágústssonar, fer fram
eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudag 27.
apríl 1983 kl. 14.45.
Borgarlógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess
1983 á hluta í Ljósheimum 9, þingl. eign Birgis Georgssonar, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans
á eigninni sjálfri miðvikudag 27. apríl 1983 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess
1983 á hluta í Laugateigi 40, þingl. eign Gísla S. Sigurþórssonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Lands-
bankans á eigninni sjálfri miðvikudag 27. apríl 1983 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess
1983 á hluta í Laugarnesvegi 108, þingl. eign Höllu Magnúsdóttur, fer
fram eftir kröfu Borgarsjóðs Reykjavíkur á eigninni sjálfri miðviku-
dag 27. apríl 1983 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess
1983 á hluta í Kleppsvegi 52, þingl. eign Stefáns Gislasonar, fer fram
eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudag 27.
apríl 1983 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10 tbl. þess
1983 á hluta í Kleppsvegi 46, þingl. eign Guðrúnar I. Gunnarsdóttur, fer
fram eftir kröfu Árna Einarssonar hdl. og Helga V. Jónssonar hrl. á
eigninni sjálfri miðvikudag 27. apríl 1983 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Tunguseli 1, þingl. eign Júníusar Pálssonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri
þriðjudag 26. april 1983 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Strandaseli 7, þingl. eign Kristins Þ. Ágústs-
sonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni
sjálfri þriðjudag 26. aprí) 1983 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess
1983 á hluta í Æsufelli 4, þingl. eign Guðmundar Einarssonar, fer fram
eftir kröfu Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri þriðjudag 26. apríl
1983 kl. 14.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess
1983 á hluta í Æsufelli 4, þingl. eign Soffíu Sigfinnsdóttur, fer fram eftir
kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Landsbanka íslands á eigninni
sjálfri þriðjudag 26. apríl 1983 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Tilkynningar
Finnsk vika —
finnsk menning
í Norræna húsinu
Fyrirlestrar og tónleikar.
í sambandi viö finnsku vikuna, sem haldin
veröur í Reykjavík 25.-30. apríl, koma þrír
góöir gestir i heimsókn til Norræna hússins
frá Finnlandi. Þaö eru þau Matti Tuloisela
söngvari, Gustav Djupsjöbaeka pianóleikari
og Barbara Helsingius vísnasöngvari.
Laugardaginn 23. april kl. 13 heldur Matti
Tuloisela fyrirlestur og talar um helstu söng-
verk Finna og tónskáld og kl. 15 talar Gustav
Djupsjöbacka um finnska óperu. Flutt verða
tóndæmi á snældum meö fyrirlestrunum, sem
eruásænsku.
Sunnudaginn 24. apríl kl. 20.30 halda þeir
tónleika í Norræna húsinu. A efnisskránni eru
sönglög eftir Sibelius, Kilpinen, Palmgren og
Kuula.
Mánudaginn 25. apríl kl. 21 vcröa vísna-
tónleikar í Norræna húsinu. Finnska vísna-
söngkonan Barbara Helsmgius syngur eigin
lög og ljóö.
Aðgöngumiðar á 100 kr. veröa seldir í bóka-
safni og við innganginn.
Gallerí Austurstræti 8
Myndlistarmaðurinn Haukur Friðþjófsson,
fæddur 15.08. ’57, opnar sýningu á verkum sín-
um í Gallerí Austurstræti 8 um helgina og
stendur hún í 2 vikur.
Haukur hefur stundað nám við Myndlista-
og handíðaskóla Islands og hefur tekið þátt í
nokkrum samsýningum.
Núna sýnir hann 2 máluð myndverk og er
þá kannski rétt að geta þess að Gallerí Aust-
urstræti 8 samanstendur af 2 bíóauglýsinga-
kössum utan á húseigninni númer 8 við Aust-
urstræti og er sýningin opin öllum þeim sem
leiðeiga hjá.
SÁK
SAK — Samtök áhugamanna um kvikmynda-
gerð, halda sína 5. kvikmyndahátíð aö Hótel
Loftleiðum 23. april nk. kl. 14.
Keppt er í tveim aldursflokkum, yngri en 20
ára og 20 ára og eldri. Bestu myndirnar hljóta
farandbikar sem Hans Petersen h/f hefur
gefiö. Einnig eru veitt gull-, silfur- og brons-
verðlaun.
Bestu myndirnar verða sýndar sunnudaginn
24. apríl kl. 14 á Hótel Loftleiðum og verða þá
veitt verðlaun. Að því ioknu verður haldið
þingSAK.
Þær myndir er þykja bestar verða tilnefndar
sem framlag SAK á norrænni kvikmynda-
hátíð sem verður haldin hér á landi í sumar,
af áhugamönnum á Norðurlöndum.
Kvennadeild Slysavarna-
félags íslands í Reykjavík
hefur starfað með miklum blóma síðastliði
ár. Fjáröflun gengið vel, svo sem merkjasala
sl. vor og hiutavelta og bingó í haust og eiga
höfuðborgarbúar og nágrannar þakkir
skildar fyrir allt sitt framlag til styrktar mál-
efnum slysavarna. Kvd. afhenti Slysavarna-
félagi Islands tvær stórgjafir á sl. ári, sem
voru mjög fullkomin „dúkka” sem höfð
verður við kennslu í skyndihjálp, svo og stór-
slysataska, sem í eru öll möguleg hjálpartæki
ef um fjöldaslys er að ræða, og björgunar-
sveitir SVFl, verða kaliaðar út, til aðstoðar.
Þáttur kvenna í slysavamamálum á Islandi
hefur ávallt verið mikill og Kvd. í Reykjavík
hefur oft á umliðnum árum rétt slysavama-
deildum á afskekktum stöðum hjálparhönd í
sambandi við búnað og tæki. Félagsfundir
vora miög vel sóttir á árinu og ýmislegt gert
til skem tunar. Kvd. bauð félagskonum 65
ára og eldri til kaffidrykkju í húsi SVFI í
haust og var það mjög vel heppnaður gleði-
dagur.
Svd. Ingólfur var heimsótt í tilefni 40 ára
afmælis í vor og þeim færð peningagjöf.
Farið var í tveggja daga ferð um Snæfellsnes
og Borgarfjörð. I stjórn Kvd. SVFI í Reykja-
vik eru þessar konur: Form. Guðrún S. Guð-
mundsdóttir, Jóna Helgadóttir gjaldkeri,
Eygló Olsen ritari, Jóhanna Arnadóttir,
Gréta María Sigurðard., Hólmfríður
Ágústsd., Margrét Halldórsd., Birna Björnsd.
og Andrea Þórdís Sigurðardóttir meðstjórn-
endur.
Næstkomandi mánudagskvöld, 25. apríl,
verður afmælisfundur kvennadeildarinnar
haldinn hátíðlegur á Hótel Heklu, Rauðarár-
stíg 18, og hefst hann kl. 19.30. Aðgöngumiðar
verða seldir, fimmtudaginn 21. apríl (fyrsta
sumardag), frá kl. 14—17 (kl. 2—5) í anddyri
Hótel Heklu.
Konur era beðnar að koma þá og kaupa
miða. Uppl. í sima 44610, 73472 (Jóhanna) og
21241 (Eygló)eftirkl. 17.
Vænst er mikillar þátttöku og öllum konum
velkomið að ganga í deildina.
Fífa skiptir um eigendur
Bamaverslunin Fífa, Klapparstíg 27, sem
starfrækt hefur verið þar í 7 ár og sérhæfir sig
í barnavögnum, -kerrum, -rúmum, -stólum
og -vöggum hefur nú skipt um eigendur. Hinir
nýju eigendur era Rannveg Halivarðsdóttir,
sem jafnframt er verslunarstjóri Fífu, og
Tryggvi Magnússon.
Skammt er um liðið síðan verslunin flutti úr
80 m! í 160 m! húsna»ði og hefur nú aiit það
húsnæöi verið tekið i notkun.
Fifa flytur inn megnið af vöram versl-
unarinnar beint frá erlendum framleiðendum
og hefur kappkostað að hafa eingöngu á
boðstólum vagna og kerrur sem hafa fengið
viðurkenningu þýsku gæðaeftirlitsstofnunar-
innar, en þá viðurkenningu fá eingöngu
úrvalsvörur.
Megnið af vörum verslunarinnar er frá
Þýskalandi, Frakklandi og Englandi.
Merkjasala og kökubasar á
kjördaginn í Seljahverfi
Byggingaframkvæmdir viö kirkjumiöstööina
í Seljahverfi eru um þaö bil aö hefjast. Mikill
áhugi er í þessu yngsta hverfi Reykjavíkur aö
koma upp húsnæöi fyrir hiö blómlega safnaö-
arstarf. Reiknaö er með aö framkvæmdir viö
kirkjubyggingarnar fari af staö snemma í
júnimánuði og í sumar er stefnt aö því aö
ljúka öllum sökkulframkvæmdum. Veriö er
þessa dagana aö ganga frá verkfræðiteikning-
um og ráöningu meistara við verkiö en vilji
framkvæmdaraöila er aö sóknarfólk geti sem
mest lagt fram krafta sína og aöra aðstoð viö
verkiö. Margir hafa þai gefiö góðar gjafir eöa
fyrirheit um þær. Formaöur kirkjubygg-
ingarnefndar Seljasóknar er sr. Valgeir Ást-
ráösson en formaöur fjáröflunarnefndar er
Jón Stefán Ragnarsson.
Afmælisfundur kvenna-
deildar Slysavarna-
félags Reykjavíkur
verður haldinn á Hótel Heklu mánudaginn 25.
april og hefst með borðhaldi klukkan 19.30.
Góö skemmtiatriði.
Frá Félagi Snæfell-
inga og Hnappdæla
í Reykjavík
Vegna alþingiskosninganna fellur niður fyrir-
hugað spila- og skemmtikvöld félagsins sem
áttiaðvera23.þ.m.
Kvenfélag Neskirkju
verður meö kaffisölu og basar á kosningadag-
inn, laugardaginn 23. apríl kl. 15.00 í safnaðar-
heimili kirkjunnar. Tekiö verður á móti kök-
um og basarmunum frá kl. 11 á laugardags-
morgun.
Norræna húsið
Bókasafn opið mánud.—laugard. 13—19,
sunnud. 14—17.
Kaffistofa — opin mánud.—laugard. 9—18,
sunnud. 12—18.
Bókasafn — opið mánud.—laugard. 13—19,
sunnud. 14—17.
Skrifstofa — opin mánud.—föstud. 9—16.30.
Sýningasalur — opinn 14—19/22.
Háskólafyrirlestur
Höskuldur Þráinsson prófessor og Kristján
Árnason lektor flytja opinberan fyrirlestur á
vegum heimspekideildar Háskóla Islands
iaugardaginn 23. apríl 1983 kl. 14 i stofu 201 í
Ámagarði.
Fyrirlesturinn fjallar um málfar Vestur-
Skaftfeliinga og er fimmti fyrirlesturinn í röð
fyrirlestra um rannsóknir á vegum heim-
spekideildar á vormisseri 1983.
öllum er heimill aðgangur.
Málverkasýning
Fríkirkju vegi 11
Dagana 16.-23. aprii 1983, heldur Ketill Larsen
málverkasýnúigu að Fríkirkjuvegi 11.
Sýninguna nefnir hann „Ljós frá öðrum
heimi”. Þetta er 14. einkasýning Ketils. Á
sýnúigunni eru um 45 myndir. Þær eru ýmist
málaðar í olíu- eða akríllitum. Einnig era
nokkrar teikningar. Á sýningunni verður leik-
in tónUst eftir Ketil af segulbandi, til að undir-
strika blæbrigði myndanna. Sýnúigúi verður
opin alla dagana frá kl. 14—22.
AKUREYRI
Blaðbera vantar i innbæ og suðurbrekku. Uppl. á
afgreiðslu DV, sími 25013. Opið kl. 13—19.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess
1983 á hluta í Stifluseli 9, þingl. eign Maríu G. Finnsdóttur, fer fram
eftir kröfu Jóns Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudag 26. april
1983 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaös 1982 og 7. og 10. tbl. þess
1983 á hluta í Engjaseli 84, þingl. eign Erlu Eyjólfsdóttur, fer fram
eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudag 26.
apríl 1983 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess
1983 á hluta í Hraunbæ 176, þingl. eign Vignis Kristjánssonar o.fl., fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri
þriðjudag 26. april 1983 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 24. apríi.
1. kl. 09. Skarösheiðin. Gengið á Heiðarhorn
(1055 m) ef veður leyfir. Verð kr. 300,-
2. kl. 13 Þyrill — Bláskeggsá. Þessi gönguferð
hefst við Síldarmannabrekkur, síðan gengið
með brúnum fjalisins og komið niður hjá Blá-
skeggsá. Verð kr. 200,-
Farið frá Umferðarmiðstöðúini, austan-
megúi. Farmiðar við bíl. Njótið útiveru í góö-
um hópi.
Aðalfundir
Aðalfundur hf. Skallagríms
veröur haldinn laugardaginn 30. apríl 1983 kl.
14 að Heiöarbraut 40 Akranesi (bókasafn
Akraness). Dagskrá: I. Venjuleg aöalfundar-
störf, II. Hlutafjármál (tillaga um innköllun
eldri hlutabréfa og útgáfu nýrra hlutabréfa),
III. önnur mál.
Kvenfélag Neskirkju
verður með kaffisölu og basar á kosningadag-
inn, laugardaginn 23. apríl, kl. 15.00 í safnað-
arheimili kirkjunnar. Tekið verður á móti
kökum og basarmunum frá kl. 11.00 á laugar-
dagsmorgun.
Málarafélag
Reykjavíkur
Aðalfundur Málarafélags Revkiavíkur
verður haldinn að Lágmúla 5, fimmtudaginn
28. apríl kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg
aðalf undarstörf. 2. Önnur mál.
Stjórnin
Afmæli
80 ára er í dag, 23. apríl, Sigurborg
Sumarlina Jónsdóttir frá Suðureyri
Súgandafiröi, nú til heimilis á Hrafn-
istu í Rvk. Hún var gif t Bjama G. Frið-
rikssyni sem nú er látinn. Hún tekur á
móti gestum frá kl. 15—18 í dag að
Síðurmúla 25,3. hæð.