Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR9. MAl 1983. Mál Video-king í Kef lavík þingfest: „Verð aö greida 50 þús- und kránur á mánuéV9 — segir seljandi Video-king sem bíður málalykta Mál þaö sem Tómas Marteinsson hefur höföað gegn Video-king í Kefla- vík hefur verið þingfest hjá bæjar- fógetaembættinu þar. Málaferli þessi eru, eins og DV greindi frá fyrir skömmu, risin vegna sölu á myndbandaleigunni Video-king í Keflavík. I kaupsamningnum var m.a. kveðið á um það aö 240 spólur fylgdu með í kaupunum. Þegar kom til afhendingar á spólunum greindi selj- anda, Tómas Marteinsson, og kaupend- ur á um hvort þar væru á ferðinni réttu spólurnar eða einhverjar allt aörar. Kaupendur létu því tryggingarvíxil, sem Tómas haföi samþykkt, í inn- heimtu. Hann höfðaði aftur mál á hendur þeim, þar sem hann fer fram á að fá endurgreiddar 230 þúsund krón- ur, sem honum hefur verið gert að greiöa þeim. Máliö var þingfest 27. apríl sl. en hefur verið frestað til 18. maí nk. að beiðni kaupenda. Tómas sagöi í viötali við DV að sér kæmi þessi frestur ákaf- lega illa þar sem um stóra upphæð væriaðræða. HfffíUGA GRÓF Vitretex sandmálningin er hæfilega gróf utanhússmálning. Ekki grófari en það að regn nær að skola ryk og önnur óhreinindi af veggjum. Og Vitretex sandmálning er óhemju sterk utanhússmálning og endingargóð, það sanna bæði veðrunarþolstilraunir og margra ára reynsla / NÝ LITAKORT Á ÖLLUM SÖLUSTÖÐUM Slippfélagið íReykjavíkhf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Sími33433 ,,Mér er gert að greiða kr. 50.000 á hann. „Ef ég get ekki innt þær greiðsl- mánuði í næstu þrjá mánuði,” sagði ur af hendi missi ég bílinn minn, þar sem fjámám hefur verið tekið í hon- um.” -JSS „Óheiðarleg hugmynd liggur að baki” — segja stjórnarmenn sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti um undirskriftasöf nun sjálfstæðismanna „Stjómir sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti vilja að gefnu tilefni taka fram aö svonefnd „undirskriftasöfnun sjálfstæðismanna”, þar sem veist er að formanni Sjálfstæöisflokksins og hvatt tU landsfundarboðunar og for- mannskosningar, er í óþökk stjómar- manna.” Svo segir í ályktun, sem var einróma samþykkt á sameiginlegum stjórnar- fundi sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti á laugardag. Og því er bætt viö aö undirskriftasöfnun þessi sé „eingöngu tU skaða fyrir Sjálfstæöisflokkinn og strái eitri og efasemdum inn í yfir- standandi stjómarmyndunarviðræður s jálfstæðismanna ”. Þá segir ennfremur: ,,í frétt DV, Tímans og Þjóðviljans síðastUðinn laugardag, þar sem skýrt er frá svonefndri „undirskriftasöfnun sjálfstæðismanna”, er ranglega sagt, að viðmælandi blaðanna, Guömundur Guömundsson, sé stjómarmaöur í Félagi sjálfstæðismanna í Breiðholti. Hið rétta er, að í Breiöholti starfa þrjú sjálfstæðisfélög og er Guðmundur Guðmundsson annar varamaður í stjóm Félags sjálfstæðismanna í Hóla- ogFellahverfi. Stjórnimar lýsa furðu sinni á aö upphafsmaður þessa ódrengilega og vanhugsaöa tiltækis, Ásgeir Hannes Eiríksson, skuli ekki kynna þaö sjálfur í dagblöðum í stað þess að beita öðrum fyrir vagninum. Sýnir það best ,hversu óheiðarleg hugmynd liggur hér að baki.” -KÞ Frá námskeiði Þjónustumiðstöðvar véladeildar SÍS. Námskeiö í viöhaldi á heybindivélum Akureyri: Þrennt slasaðist Nokkuð harður árekstur varð á Akureyri á laugardagskvöld á mótum Höfðahlíöar og Skarðshlíöar. Skullu þar saman tvær fólksbifreiðar. Einn maður var í annarri bifreiðinni og slasaöist hann talsvert og var fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahús. I hinni bifreiðinni vom fimm manns og slasaðist tvennt lítils háttar. Ekki tókst að fá upplýsingar í gær um líðan mannsins er slasaöist mest. -SþS. Gömul kona varð fyrir bifhjóli Sjötíu og tveggja ára gömul kona varð fyrir léttu bifhjóli á Digranes- veginum í Kópavogi um klukkan hálf- fimm á föstudag. Konan var flutt á slysadeild Borgarspítalans en ekki er vitaö hve mikið hún er meidd. Konan var að fara yfir Digranesveg- inn á móts við Sparisjóð Kópavogs, er hún varð fyrir bifhjólinu, sem ekið var í austurátt. ökumaður bifhjólsins mun hafa sloppið við meiðsli í árekstrinum. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi urðu þrír aðrir árekstrar í bænum á föstudag. -JGH Hnífsdalur: Hellti lakkiá kirkjuorgelið Brotist var inn í Hnífsdalskirkju nýlega og unnin þar töluverð skemmdarverk á orgeli kirkjunnar. Hellt var yfir þaö lakki og einnig reynt að hella lakki í orgelpípumar. Lögreglan á ísafirði hafði hendur í hári þess er verknað þennan framdi og játaði hann eftir nokkurt þóf. Engar skýringar gat hann gefið á skemmdar- verkunum. Gert hefur verið viö orgelíö að mestu. -SþS Nýlokiö er þriðja námskeiöi Þjónustumiöstöðvar véladeildar Sambandsins frá áramótum í viðhaldi og viðgeröum á International Harvester-vélum. Námskeið þetta f jallaöi um viðhald á heybindivélum. 1 stað þess aö boða alla þjónustuaðila til Reykja víkur á námskeið var aðilum á Norður- og Austurlandi boðið til Akureyrar þar sem námskeiöið fór fram í húsakynnum véladeildar KEA. I Reykjavík var námskeiðið haldið í Til þess aö greiða fyrir framleiðslu á skreið fyrir Italíumarkað hefur þaö orðið að samkomulagi milli Seðlabank- ans og þeirra viðskiptabanka og spari- sjóöa sem hafa með höndum veitingu afuröalána að taka upp á ný lánveit- ingar út á skreiö sem framleidd verður fyrir Italíumarkaö. Seðlabankinn mun endurkaupa slík afurðalán. En skilyrði fyrir lánveit- ingu er að lánabeiöni fylgi vottorð frá Framleiöslueftirliti sjávarafuröa samkvæmt reglum sem þar um hafa Þjónustumiðstööinni aö Höfðabakka 9. Sérfræðingur frá International Harvester í Englandi stjórnaði námskeiðunum. I frétt frá Þjónustumiöstöðinni segir aö í lok námskeiðanna hafi menn lokið upp einum rómi að sú þjálfun sem á námskeiðunum hefði fengist myndi leiða af sér aukna endingu tækjanna og verulegan orkuspamaö fyrir viðskiptavini. Námskeiöunum mun veröaframhaldið. verið settar. Framleiðslueftirlitið mun hef ja eftir- lit með ferskum fiski sem hengdur veröur upp á hjalla til verkunar fyrir Italíumarkað frá 6. maí og til 5. júní. Einungis skal hengdur upp ferskur þorskur úr 1. og 2. gæðaflokki og skal hann vera yfir 40 sentímetra sam- kvæmt skreiðarmáli. Heimild bankanna nær aðeins til þess magns sem sennilegt er aö seljist á Italíumarkaði á þessu ári. ÓEF Afurðalán til skreiðarframleiðslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.