Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR9. MAl 1983. 9 Útlönd Utlönd Utlönd Utlönd Josef Glemp kardináli leggur að stjórnvöldum aö virða vilja þjóð- arinnar. Spenna hefur magnast í Póllandi eftir mótmælaaðgeröirnar 1. mai þar sem lögreglan tvistraði göngum Einingar- manna og hleypti upp fundum þeirra. Thatcherveltir fyrírsérnýjum kosningum Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, átti í gær langa fundi með ráögjöfum sínum en engin til- kynning var gefin út í gærkvöldi um næstu þingkosningar sem menn búast við að verði boðaðar í sumar. Urslit bæjar- og sveitarstjómar- kosninganna í sl. viku þóttu benda til þess að Ihaldsflokkurinn nyti nægilegs fylgis meðal kjósenda til þess aö halda velli ef þingkosnngar færu fram núna. Flokksbræður Thatcher eru sagðir leggja mjög fast að henni að bíða ekki með kosningamar til næsta árs, þegar kjörtímabilið rennur út, heldur nota tækifæriö meðan byr er hagstæður. IVa/esa undir ströngu eftirliti og félagar hans yfirheyrdir Jozef Glemp kardínáli skoraöi eindregið á pólsku yfirvöldin að fara að vilja þjóðarinnar en spenna hefur mjög magnast í landinu eftir uppþotin 1. maí og tíðar yfirheyrslur yfir Lech Walesa og fleiri fyrri foringjum Einingar, hinna óháðu verkalýös- samtaka. Walesa var um helgina undir ströngu lögreglueftirliti í íbúð sinni í Gdansk og hafði sími hans verið tekinn úr sambandi. Hann og að minnsta kosti níu aðrir fyrri forsvarsmenn Einingar voru færöir á lögreglustöðvar í Gdansk og í Varsjá eftir aö hafa átt fundi með fyrri forsprökkum annarra óháðra verkalýðssamtaka, sem bönnuð vom eins og Eining við gildistöku herlaganna. Til fundarins hafði verið efnt til þess að semja opið bréf til pólska þingsins með áskorun um að leyfa starfsemi fleiri verkalýðsfélaga en þess eina sem kommúnistaflokkurinn hefur tögl oghagldirí. Glemp söng messu úti undir berum himni í Krakow í gær og hlýddu þar um 60 þúsundir manna á ræðu hans. Varði hann kirkjuna pólsku fyrir ásökunum yfirvalda um að hún styddi aðgerðir andófsaðila. — Oft varö erkibiskupinn að gera hlé á máli sínu vegna lófataks og góðra undirtekta áheyrenda. Krafðist hann þess að sósíalistaríkið sýndi kirkjunni meiri viröingu. Sagði hann, að kirkjuvaldiö vildi ekki pólitískar óeirðir í guðshúsi eöa mót- mælaaðgerðir, en heldur vildi það ekki að þangað inn væri varpaö táragas- sprengjum. — Þótti hann vísa þar til þess, að fimmtán ungir menn réðust inn í safnaðarheimili í Varsjá þar sem staðið er fyrir hjálp við þá sem hand- teknir hafa verið eða ofsóttir undir her- lögunum. Fjórir menn og tvær konur meiddustíárásinni.Eitt þeirra erenn á sjúkrahúsi. Sölubann kom sér illa fyrir Bandaríkin Viðskiptabannið, sem Bandaríkin settu á Sovétríkin, kann að hafa valdið meiri skaöa á bandarísku efnahagslífi en sovésku, samkvæmt skýrslu sem opinberuð var hjá Bandaríkjaþingi í gær. Jafnframt þykir hugsanlegt að bannið hafi fremur verið vatn á myllu Kremlar með því aö það leiddi til óeiningar meðal Vesturlandanna. I skýrslunni segir að sölubannið á korni, olíu- og gastæknibúnaði hafi leitt í ljós hve erfitt sé að reyna að beita Sovétmenn viðskiptaleeum þvingunum. Sölubannið hafi að vísu komið illa við mikilvæga þætti sovésks efnahagslífs en þó ekki svo að neinum sköpum skipti. Bent er á að sölubannið hafi um leið skaðað mjög bandarískt efnahagslif en þó engu áorkað til þess að hafa áhrif á stefnu Kremlstjómarinnar gagnvart Afghanistan eöa Póllandi. Júgóslavíu ----- býður ísienska sóí^v \ \ dyrkendurennáný 'X kflú' \ \ ve'komna. Dvalisterá \ “ . \ hinum góðkunnu hótelum\. \ Grand Palace Neptunog n. \ Apollo. Boðiðeruppágistingu j \ með háltu fæði eða sérstök fjölskyldu^M^^p J \ herbergi á Apollo með morgunverði. \ Skoðunarferðirtil Feneyja, Bled, Plitvice- \ þjóðgarðsinso.fl. \ Portorozertvímælalaustréttistaðurinn fyriralla þá \ sem kjósa sér rólegt sumarleyfi og algjörahvíld í gullfallegu' \ umhverfi með fyrsta flokks sólarströnd í seilingarfjarlægð. \ Brottfarardagar - 3 vikur: \ Maí: 23 Júni: 13 Júli: 4,25 Ágúst:15 SepU5_____ Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 fridsæl,fallegog fyrsta flokks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.