Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR9. MAl 1983. 43 Sandkorn__________Sandkorn_________________Sandkorn Ekki í vinnunni Þaö vakti athygli aö þegar ölóöur maöur gekk berserks- gang um Skólavörðustigiun í síðustu viku flutti Morgun- blaðið hncykslunarfréttir af því að enginn hefði haft upp- burði í sér til þess að stöðva manninn. Síst af öllu ljós- myndari Morgunblaðsins sem elti manninn og ljós- myndaði allt saman. Til háðungar? Fyrstu dagana semheíms- meistaramótið í badminton stóð í Kaupmannahöfn flutti sjónvarpið reglulega fréttir af því hversu auðveldlega íslensku keppendurnir hefðu verið slegnir út cn sá eini þeirra scm komst í aðra um- ferö náði svo langt vegna þess að andstæðingur hans i fyrstu umferð mætti ekki til keppni. Ekki nóg með það að hin hræðilega útreið væri nákvæmlega tíunduð heldur voru birtar myndir af íslend- ingunum um leið. Einn sjónvarpsglápandi varð svo þreyttur á þessu að hann spurði: „Hvað eiga þcssar fréttir að þýða? Er verið að gera þetta fólkinu til háðungar?” Laun heimsins .... Það hefur vakið athygli hversu mjög Albert Guð- mundsson er skammaður á siðum Morgunblaðsins fyrir lélega frammistöðu Sjálf- Geir: munaðlþvísemþurftitll. stæðisflokksins í Reykjavík. Menn velta því nú fyrir sér hvcrjum hcfði verið þakkað hefði flokknum gengið vel. Svarið er auövítað: mann- inum í baráttusætinu, Geir Hallgrimssyni. Það sem til þurfti.............. Þar sem Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, kom út af fundi í alþingis- húsinu beið hans maður sem þurfti að tala við formanninn. Gesturinn gekk til Geirs, heilsaði honum og kynnti sig. Hann sagðist heita Sigurgeir. Geir sagði þá: „Já, það munar ekki mikJu en þó því sem þurfti til. Forum i kaífi .... Ekki virðast sjálfstæðis- menn vongóðir um það að stjórnarmyndunartilraunir Geirs Hallgrimssonar berí mikinn árangur. Fyrir helgi var þingflokksfundur og þar meðal annarra mættur Albert Albert: bestaftfaraikaífi. Guömundsson. Hann kom út úr fundarherberginu snemma og gekk til þing- manna sem sátu í kaffistof- unni. Albcrt sagði aö hann gerði víst ekkert þarfara cn að fá sér kaffi, hvað hann og gerði. Síðan fór hann burt úr þinghúsinu. Tollarar hund- óánægðir Tollvcrðir í Reykjavík munu ekki vera yfir sig ánægðir með atorku lögreglu- manna um þessar mundir. Nú hafa lögreglumenn tekið sig til og mæta í hvcrt sidp, sem að landi kemur frá út- löndum, með hasshundinn og eru oftast samferða tollþjón- unum sem eiga að afgrciða skipið. Þetta mun ekki vera lögreglumönnum heimilt því að þeir mega víst ekki leita í föggum sjómanna nema með fógetaúrskuröi. Og Sjó- mannafélagið mun víst hafa þctta mál til a thugunar iíka. Umsjón: ÖlafurB. Guðnason Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Tónabíó—Bardaginn um Johnson-hérað: TRÚVERDUGASTI, DÝRASTI OG USTRÆNAST1VESTRINN! Cimino tekst á einstaklega fágaðan hátt að gefa áborfandanum innsýn i andrúmsloft vestursins um síðustu aldamót með Heavens Gate. Þetta er óvenjulegur vestri, kannski einkum vegna þess hversu langt hann er frá þvi að vera ódýr. Tónabfó, Bardaginn um Johnson-hórað (Heavens Gate): Stjórn: Michael Cimino. Kvikmyndahandrit byggt á sannsögulegum atburðum: Michael Cimino. Kvikmyndun: Vilmos Zsigmond. Aðalleikendur: Kris Kristofferson, Christopher Walken, John Hurt, Sam Waterston, Brad Dourif, Isabelle Huppert, Joseph Cotten, Jeff Bridges. Tónlist: David Masfield. Sviðsmynd: Tambi Larsen. Framleiðandi: Joann Carelli. Þaö er sannur vestri sem Michael Cimino hefur búiö til með kvikmynd sinni Heavens Gate. Hann er sannur aö því leyti aö hann nær aö gefa áhorfandanum trúveröuga og sann- færandi innsýn í þaö andrúmsloft, þá lifnaöarhætti og síöast en ekki síst þann aldarhátt sem tiðkaðist í mið- fylkjum Bandaríkjanna skömmu fyrir síðustu aldamót. Sviðsmyndin, búningar og förðun skírskota í smá- atriðum til þess sem gerðist fyrir aldamótin. Til þeirra þátta hefur nákvæmlega ekkert verið til sparað, enda er Heavens Gate dýrasti vestri sem geröur hefur veriö til þessa. (Framleiösla hans kostaöi um 40.000.000 dollara sem þýðir á íslensku tæpar fjögur hundruð millj- ónirkróna). Þá er kvikmynduninni og Iýsingu hennar beint inn á einstaklega fág- aöar brautir en hvort tveggja hjálpar mjög upp á trúverðugleika sviðsmyndarinnar og þess andrúms- lofts sem Cimino hefur leitt inn í verkið. Heavens Gate er kvikmyndaverk sem byggir á sannsögulegum atburði er gerðust í sýslu einni sem Johnson heitir í Wyoming-fylki árið 1890. Ráðandi öfl í sýslunni eru nautgripa- eigendur en þeir hafa meö sér öflugt félag sem viröist ráöa hverju fótmáli íbúanna og hefur gert margt lengi. 1890 taka að flykkjast inn í sýsluna innflytjendur frá Evrópu, einkan- lega frá Prúss- og Rússlandi. Þetta er fátækt fólk sem flúið hefur eymdina frá gamla heiminum og hyggst freista gæfunnar í gjöfulum sveitum miö- og vesturfylkja Banda- ríkjanna. En þessu fólki reynist örð- ugt að fá jarönæði á þessum slóöum, því öflugt félag nautgripaeigend- anna hefur ráðin í sínum höndum og lætur ekki eftir einn einasta skika af ,sínu landsvæði. Þetta eykur því enn á fátækt innflytjendanna, eina bjarg- ráö þeirra veröur að hnupla kjöti frá nautgripaaðlinum. Ástandið leiðir til þess aö nautgripaaðallinn sker upp herör gegn innflytjendunum og ákveður að nota til þess allar leiöir aö flæma þá út úr fylkinu. Þeir skrá niður á lista nöfn hundrað tuttugu og fimm innflytjenda sem hafa orðið uppvísir að kjöthnupli. Byssumenn eru fengnir til aö gera út um þennan f jölda, með einum eöa öðrum hætti. Cimino hefur fariö þá leið að segja söguna í frekar litlum bútum. I fyrstu virðist sambandið milli þeirra óverulegt en þegar á líður verða þeir hver öðrum samtengdari. I heild sinni verður þetta púsl að skemmti- legri og áferðarfallegri stígandi sem nær hámarki sínu í stórkostlegri en jafnframt blóðugri viðureign milli nautgripaaðalsins og innflytjend- anna. Inn í söguna fléttast ýmsar persónur sem mismikil áhersla er lögö á aö skýra eða gegnumlýsa. Sterkustu persónurnar verða þó Averill, fógeti sýslunnar, leikinn af Kris Kristofferson, Champion, eftir- litsmaður nautgripafélagsins, leik- inn af Chris Walken, mellumamman í sýslunni, leikin af Isabelle Huppert og Canton, formaður nautgripa- félagsins, leikinn af Sam Waterston. Þá nær John Hurt að sýna andlit sitt og ágæta meðferð á hlutverki sínu sem fyllirafts innan nautgiýpaklík- unnar. Cimino tekst að stýra þessum aöalleikendum vel, persónusköpunin er skýr í höndum hans og svo virðist sem honum hafi tekist að ná fram hinu besta í hverjum þessara leik- ara. Þar vil ég einkum nefna Chris Walken (lék dópistann í Deer-Hunter Ciminos) sem sýnir framúrskarandi tilþrif í hlutverki sínu. Allmörg fjöldaatriði eru í mynd- inni, sum hver með hundruð einstaklinga. Þessiatriöisýnast eðli- leg, trúverðug eins og myndin er í heildsinni. Þannig veröur sagt um Heavens Gate að hún sé stórmynd í mörgum skilningi þess orðs. Reyndar ræðst Cimino ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í þessu viöfangsefni sínu, en honum tekst að miðla því á einstaklega sannfærandi hátt. Hann missir aldrei marks í stjórn sinni, skýtur aldrei yfir markið, heldur leiðir hann söguþráðinn af nærfærni, vitandi að hann er að miðla sann- sögulegum atburðum. Það veröur að koma hér fram, fyrir áhorfendur þess eintaks sem Tónabíó sýnir okkur af Heavens Gate, að þaö er ákaflega mikiö stytt, skorið og klippt. I sýningu Tónabíós er myndin rúmir tveir tímar að lengd en upprunalega útgáfan er rétt um helmingi lengri. Þetta bitnar auövitað á myndinni, gæðum hennar og efniviöi. Sigmundur Emir Rúnarsson. Færanleg verkfræöiþjónusta Tökum að okkur hvers kyns járnsmíðaverkefni, bæði nýsmíði og viðgerðir. V STÁL-ORKA SIJIMI-OGVilMil’ltnAÞJÞIVIISTAK Sími 78600 á daginn og 40880 á kvöldin. * Notaðir /yftarar I fj\ í mikiu úrvaii Getum afgreitt eftirtalda lyftara nú þegar s'l'H.1. Rafmagns 1.51. 21. 2.51. m/snúningi. 31 m/snúningi. Skiptum og tökui K.JÓNSSÖN&CO.HF. * HÓRAR 4 af helstu málningarvöru og innréttingaverslunum á höfuöborgarsvæöinu Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.