Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR9. MAl 1983. 23 Allt um íþróttir helgar- innar Gerets til AC Milano Frjálst, óháð dagblað Frá Kristjáni Bemburg, frétta- manni DV í Belgíu. — Eric Gerets, fyrirliöi Standard Liege og belgíska landsliðsins, hefur skrifað undir samning við ítalska liðið AC Milano til þriggja ára. Byrjar að leika með liðinu eftir þetta keppnistímabil. Söluverð var 23 milljónir franka og talið er að árslaun Gerets hjá ítalska liðinu verði 10 milljónir franfea eða 4,5 milljónir islenskra. Þá eru miklar likur á því að belgíski landsliösmaðurinn, Ludo Coeck hjá Anderlecht, fari einnig til AC Milano. Á föstudag keypti Antwerpen Júgósiavann Petrovic frá Ar- senal. KB/hsím. Tvö mörk Péturs í 6-0 sigri Antwerpen — Ragnar Margeirsson skoraði einnigfyrir CS Brugge Frá Kristjáni Bernburg fréttamanni DV í Belgíu. — Pétur Pétursson skoraði tvö mörk þegar Antwerpen vann stórsigur á FC Brugge eða 6—0 í 1. deildinni belgísku í gær og tryggði sér þar með sæti í UEFA-keppninni næsta leiktímabil. Þessi stórsigur var mjög óvæntur, hreint ótrúlegt að Club Bmgge skuli tapa með þessum mun og danski landsliðsmarkvörðurinn hér á ámm áður, Birger Jansen, varð að hirða knöttinn sex sinnum úr marki sínu. Þá skoraði Ragnar Margeirsson annað mark Cercle Bmgge i jafnteflis- leik við Antwerpenliðið Beerschot. Markaregnið byrjaði strax í Ant- werpen. Van der Linden skoraði fyrsta markið og Pétur annað á 8. mín. Gott skot þar sem knötturinn fór í vamar- manninn De Cubbar í markið. Á 15. mín. skoraði Linden aftur og Ungverj- inn Fazekas, besti maöur á vellinum, það fjórða. 4—0 í hálfleik. Pétur' skoraði fimmta markið í byrjun síöari Hvaða leikmaður verður f Ijótastur til að skora mark? — og hvaða lesandi DV spáir rétt um það? Glæsileg verðlaun frá JAPIS í boði Hvaða leikmaður verður fljótastur til að skora mark í leik í fyrstu umferð 1. deildarkeppninnar í knattspyrau, sem hefst 18. maí? Skagamaðurinn Sigþór Ómarsson varð fljótastur að skora 1982 — það tók hann aðeins 10.20 mín. að koma knettinum í netið hjá Breiðabliki. Sigþór vann sér því vegleg verðlaun frá DV fyrir afrek sitt. Nú þegar 1. deildarkeppnin er að byrja, hefur DV í samráði við JAPIS ákveðið að gefa þeim leikmanni 1. deildar, sem verður fyrstur til að skora mark, vegleg verðlaun. Það er glæsilegt útvarps- og kassettutæki, SONY frá JAPIS. Eins og sL sumar þá hafa allir leik- menn jafna möguleika á að vinna sér inn hið glæsilega tæki þvi að það verður tekinn tími á öllum fimm leikj- unum, sem fara fram í 1. umferöinni, en þeir eru Þróttur-KR, Þór-Akranes, Keflavík-Valur, Víkingur-Breiðablik og Vestmannaeyjar-Isafjörður. Lesendur með í leiknum Við höfum ákveðið að gefa lesendum DV kost á að vera með í leiknum að þessu sinni, með því að gefa þeim tækifæri til að spá um það hvaða leik- maður verður fljótastur til að skora mark og birtist fyrsti getrauna- seðillinn hér á síðunni. Lesendur eiga að skrifa þá mínútu sem þeir spá að fyrsta markið verði skorað og einnig eiga þeir að segja til um sekúndu en Sigþór skoraði fyrsta markið í fyrra á 10 mín. og 20. sekúndu. Lesendur mega skrifa nöfn þriggja leikmanna sem þeir telja líklegasta til að verða fyrsta til að skora, eins og sést á atkvæðaseðlinum. GETRAUNASEÐILL Eg undirritaður spái því að þessi leikmaður verði fljótastur til að skora márk í 1. deildarkeppninni: 1)........................................................... 2)........................................................... 3)........................................................... Mínúta:............................................ Nafn:........................................................ Heimilisfang:................................................ Sími:........................................................ Sendið atkvæðaseðilinn til DV Síðumúla 12—14 merktan Knatt- spymugetraun. Seðlinum verður að skila fyrir 18. maí. Þeir seðlar eru ógildir sem koma eftir þann tíma. Glæsileg verðlaun Sá leikmaður sem verður fljótastur til aö skora og sá lesandi, sem spáir rétt um markaskorarann, fá glæsileg verðlaun frá JAPIS. Það er SONY út- varps- og kassettutæki. Hér á myndinni fyrir ofan má sjá unga stúlku, Sigrúnu Ágústu, halda á tækinu, sem er stereo, meö þremur fylgjum — FM stereo, M og L. Tækið er með tveimur mígrafónum, tveimur öflugum hátölumm, lagaleitara og tónstilli. Það gengur jafnt fyrir rafhlööum sem rafmagni og er mjög hentugt ferðatæki. Verð á þessu glæsilega tæki er kr. 7.300, þannig að það er til mikils að vinna. -SOS. Pétur Pétursson. hálfleiks. Brotið var á honum innan vítateigs og dæmd óbein aukaspyrna. Pétur vildi fá vítaspymu og lét það í ljós. Dómarinn bókaði hann þá. Úr aukaspymunni var gefið á Pétur sem spyrnti og af varnarvegg Brugge- manna rúllaði knötturinn í markið á óskiljanlegan hátt. Furðulegt mark. Tveimur mín. fyrir leikslok brunaði Pétur meö knöttinn upp kantinn, gaf vel fyrir markið og Cnops skallaöi í mark. 6—0. Ú rslit urðu annars þessi í gær: Beveren-Anderlecht Antwerpen-FC Bmgge 0-0 6-0 Winterslag-Waregem 0-0 Lierse-Standard 0-1 Molenbeei-Lokeren 0-0 Courtrai-Seraing 2-1 Gent-Waterssehei 4-2 CS Brugge-Beerschot 2-2 FC Liege-Tongeren 2-1 Þeir Sævar Jónsson og Ragnar léku með Cercle Brugge. Liðið komst í 2—0 í fyrri hálfleik og skoraöi Ragnar síðara markið. Ágætt mark en Beerschot tókst að jafna í síðari hálfleik í 2—2. Leikur Molenbeek og Lokeren í Brússel var mjög slakur og ekkert mark skorað. Lítið bar á Arnóri Guðjohnsen í liði Lokeren. Tongeren, liðiö sem Magnús Bergs leikur með, er fallið niður í 2. deild. Láms Guðmunds- son lék ekki með Waterschei vegna meiðsla. Staðan er nú þannig: Benficaog Portoíúrslit Benifica og Porto mætast i úrslita- leik portúgölsku bikarkeppninnar. Benfica vann Portimonense, 2—0, í undanúrslitum og Porto vann stór- sigur, 9—1, yfir 2. deildarliðinu Academico frá Coimbra. Ragnar Margeirsson. Standard Anderlecht Antwerpen Gent FCBmgge Beveren Waterschei Lokeren Molenbeek FCLiege Courtrai CS Brugge Lierse Beerschot Seraing Waregem Winterslag Tongeren 31 20 6 5 72- -31 46 31 19 8 4 71- -31 46 31 19 5 7 53- -29 43 31 15 10 6 51- -39 40 31 15 8 8 50-46 48 31 14 10 7 64- -33 38 31 14 8 9 47- -44 36 31 12 8 11 38-32 32 31 9 13 9 30- -29 31 31 9 10 12 32- -49 28 31 9 9 13 38—48 27 31 7 12 12 37- -48 26 31 9 7 15 30- -46 25 31 8 9 15 41- -54 25 31 6 11 14 37-62 23 31 6 9 16 32- -47 21 31 4 10 17 30- -54 18 31 4 7 20 29-60 15 -KB/hsím. Eyfirðingar ekki með — Víkingur, Samhygð ogFram keppa um 1. deildarsæti í blaki Ungmennasamband Eyjafjarðar sendir ekki lið til þátttöku í 1. deild karla í blaki næsta vetur. Kom þetta fram á ársþingi Blaksambandsins um helgina. Blakþing ákvað að Ungmennafélagið Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi og Fram, sem urðu jöfn í öðm sæti í 2. deild, skyldu leika um réttinn til að mæta Víkingi sem féll úr 1. deild i aukaleik um sæti UMSE. Svo kann að fara að tvö af þessum þremur liðum leiki í 1. deildinni næsta vetur því óvissa ríkir um hvort Ung- mennafélagið Bjarmi í Fnjóskadal treystir sér til að senda liö til keppni í íhaust. -KMU. Karl meiddur á ný — Nantes þarf tvö stig í meistaratitilinn í Frakklandi Meiðsli Karls Þórðarsonar i nára hafa tekið sig upp á ný svo hann lék ekki með Laval í sigurleik í Strasbourg 1—2 í deildinni frönsku á föstudags- kvöld. Þjálfari Laval ætlaði þó að láta Karl leika en læknir sá, sem annast hefur Karl, neitaði þvi algjörlega. Karl hefur leikið með Lavel síðustu vikuraar og Uðið er nú i sjötta sæti. Hefur enn möguleika á UEFA-sætl. Efstu Uðin í deildinni, Nantes og Bordeaux, geröu bæði jafntefli á föstudagskvöld þannig að Nantes hefur enn sex stiga forustu. Nantes þarf nú aðeins tvö stig úr þeim fjóram umferðum, sem eftir em til að tryggja sér meistaratitilinn. Bordeaux nokkuð ömggt um annað sætið, en mikil barátta um það þriðja og UEFA-sætin. Lens og Laval í þeirri keppni en Frakkar fá þrjú lið í UEFA-keppnina. Urslit íleikjunum á föstudagskvöld urðuþessi: Monaco-Nantes Auxerre-Bordeaux Tou louse-Paris SG Rouen-Lens Strasbourg-Laval St. Etienne-Nancy Lille-Brest Metz-Lyon Sochaux-Bastia Tours-Mulouse 2-2 2-2 2-1 1-1 1-2 3- 4 4- 0 4-1 2-1 1-0 Staðan er nú þannig: 34 21 Nantes Bordeaux ParisSG Monaco Lens Laval Nancy Metz Brest Toulouse Auxerre Sochaux Lille St. Étienne Tours Strasbourg Rouen Bastia Mulhouse Lyon 9 34 19 7 34 17 7 34 12 15 34 16 7 34 13 12 34 15 7 34 12 10 34 10 14 34 14 6 34 10 13 34 8 16 34 13 6 34 10 10 34 11 7 34 9 11 34 10 8 34 7 12 34 9 7 34 9 6 4 66-23 51 8 63—42 45 10 56—43 41 7 48—29 39 11 56—50 39 9 37—38 38 13 67—54 37 12 60-59 34 10 50—55 34 14 46—58 34 11 48—42 33 10 46-46 32 15 36-39 32 14 36—46 30 16 54—62 29 14 34—48 29 16 43—52 28 15 38—51 26 18 43—72 25 19 50—70 24 -hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.