Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MANUDAGUR 9. MAl 1983. Rallvertíðin hafin: Omarog Jón unnu enn á ný Sigurvegararnir i raiiinu, bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir á Renauit-bii sínum. Eika-grill rallí er fyrsta rallið sem gefur stig til Islandsmeistara og var haldiö á laugardag af nýstofnuöum Bifreiöaíþróttaklúbbi á Suöumesj-, um. Keppnin var um 280 km löng og þar af voru sérleiðir um 114 km. Bræðurnir Omar og Jón Ragnars- synir sigruðu. Fyrsti bíllinn var ræstur kl. 07.00 frá Lögreglustöðinni í Keflavík en þaðan var ekiö yfir Stapa og síöan hjá Seltjöm. Á sérleiöinni viö Sel- tjörn sprakk í beygju hjá þeim Ævari og Halldóri svo þeir óku á stein og stórskemmdu bílinn. Frá Seltjörn var ekiö út á Reykjanes en þar var sérleiö aö Grindavík. Á Reykjanesi brutu þeir Jón og Hákon drifiö í BMW-inum og uröu aö hætta keppni. Gunnlaugur og Tómas veltu Escortinum og lentu í basli viö aö rétta hann viö aftur. Escortinn stöövaöist á toppnum en þegar búið var að koma honum á hliöina rann hann niður Ianga brekku á hliöinni og skemmdist ennþá meir. En á hjólin komst hann og þeir félagar héldu ótrauöiráfram. Frá Grindavík var ekið út á Isólfs- skálaveg og snúiö þar viö og Isólfs- skálavegur ekinn til baka aftur. A þeirri leið fór drifskaftiö hjá Braga á Lancemum og einu kven- keppendurnir lentu í miklu basli, því aö bensínstífla fór aö hrjá BMW- inn þeirra. Þeim tókst þó aö klára þessa sérleið og komast upp aö Kolviðarhóli en á þeirri leiö gáfust þær upp og hættu keppni. Hlynur og Guðvaröur, sem háöu sína fyrstu keppni og voru á Fíat 125P, bræddu úr honum eftir mikiö basl og hættu þá keppni. Aörir nýliöar, þeir Ragnar og Ásmundur á Celeste, bræddu líka úr sinni vél og hættukeppni. Alls luku 13 keppendur keppni eftir harða baráttu, sem endaöi meö því aö Omar og Jón Ragnarssynir unnu einu sinni enn. I ööm sæti úröu þeir Halldór Ulfarsson og Tryggvi Aöalsteinsson á Toyota. I þriöja sæti urðu Steingrímur og Svavar á Datsun, en þeir komu frá Húsavík til að keppa. I fjóröa sæti uröu þeir Jón S. Halldórsson og Hjalti Hafsteins- son á BMW. Næsta rall verður í Borgamesi um næstu mánaöamót og veröur sú keppni einnig liöur í Islands- meistarakeppninni. -Ámi Bjaraason. Haiidór Úlfarsson og TryggviAðaisteinsson urðu i öðru sæti á Toyota. D V-myndir Árni Bjarnason. Árni Ó. Friðriksson og Walter Kristjánsson á fullu á Escortinum. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði YFIR-GURU ALLRA RIKISSTJORNA Efnahagsmál, sem enginn virðist skilja, hafa veriö aðalviðfangsefni stjórnmálamanna svo lengi menn muna, en þó aldrei eins og nú, þegar þeim hefur tekist aö koma verðbólg- unni upp í hundrað prósent eöa meir. Þessi elja viö að skapa ófarnað í efnahagsmálum hefur verið meö ein- dæmum hjá þjóð, sem býr ekki við mannfjöldavandamál og rekur ekki flókin fjármálafyrirtæki, sem erfitt er aö fylgjast meö. Meö einföldum hætti mætti segja, aö þegar prentun peningaseöla hafi ekki dugað til, hafi verið tekin erlend eyðslulán til aö halda uppi lífskjöram, sem hvergi komu nærri raunveruleikanum, uns ísland er oröið aö einskonar brúöuhúsi, þar sem fólk lifir í þykjustunni. Aö loknum kosningum er eölilegt að menn hugsi til nýrrar stjórnar, en myndun hennar er ritúal, sem aðeins er á færi innvígðra að skilja. Þetta ritúal er með dularfyUra móti nú um stundir vegna þess aö niðurstaða kosninganna var engin. En þaö sem vekur furðu leikmanna er sá ókunnugleiki, sem stjórnmálamenn hafa aUt í einu á þjóömálum. Liöin er vika í gagnasöf nun og prósentureikn- inga, og er þá alveg ljóst að forustu- menn stjórnmálaflokkanna hafa komið til viðræðnanna án þess aö hafa hugmynd um hver staða þjóðar- búsins var. Munu þeir vera í hópi örfárra, sem ekkert vita um þjóöar- hag þegar til stykkisins kemur, a.m.k. mætti ætla það eftir allrl þcirri ógurlegu gagnaöflun, sem er nauðsynleg nú til aö menn geti talaö saman. í raun er það svonefnd þjóðhags- stofnun sem stjórnar stjórnmála- kórnum. Þar situr maður aö nafni Jón Sigurðsson með margar reikni- vélar í gangi til að reikna út vitið í stjórnarsamstarfið. Forstöðumenn þjóðhagsstofnunar hafa verið eins- konar yfir-gúrús allra ríkisstjórna síðustu tvo áratugina, en ekkert hefur vcrið gert í efnahagsmálum nema eftir útreikningum þeirra. Við höfum svo árangurinn fyrir aug- unum. Núverandi gúrú fræðir stjórnarmyndunarmenn á prósentu- staðreyndum, vegna þess að þeir virðast ekki hafa kynnst ástandi almennings í landinu, þörfum hans og vonum. Þeir eru ekki einu sinni runnir upp úr jarðvegi sem gerir þetta fært, Alþýöubandalagsfor- ustan ekki heldur. Yfir-gúrú við- ræðnanna getur aftur á móti reiknað út ástand sjávarútvegs og landbún- aðar og iönaðar, og byggir þá væntanlega á þeim grunni, sem fyrir er. Það eitt út af fyrir sig lokar stjórnmálamenn inni í sömu flækj- unni og var enda ættu menn ekki að binda miklar vonir við nýjar ríkis- stjórair. Sjávarútvegurinn er rekinn með tapi, en ljóst er að þar viðgengst eftirlitslaust fjármuna- skrið, þar sem menn lifa vel þótt þeir þurfi skilyrðislausan fjárstuðning jafnvel á mánaðarfresti. Þá er alveg eins gott að hætta þessu. Sjávarút- vegurinn hefur sett þrýsting á stjórn- völd undir yfirskini gjaldeyrisöfl- unar. Þessum þrýstingi verður að svara fyrr eða síðar meö ríkis- rekstri, ef menn vilja það heldur en hiö snotra bókhald. Verðmyndunin í landbúnaöi er gerð á ábyrgð ríkisins. Ef henni linnir fara bændur bara að verð- leggja eins og þeir geta, og verði þeim'að góðu. Það getur varla verið skylda ríkisins að iögvemda ákveðnar verðhækkanir á þriggja mánaða fresti. Iðnaðurinn er flóknara mál vcgna erlendrar samkeppni. En þó er ljóst að þar flækjast ekki háar kaupgreiðslur fyrir mönnum. Gúrú þjoðhagsstofnunar fræðir menn um þær staðreyndir í s jávarút- vegi og landbúnaði, sem stjórnvöld á síðari tímum hafa komið sér upp. Þaö er eflaust vandaður prósentu- reikningur. En hann kemur bara málinu ekki við ætli menn að breyta einhverju til batnaðar. Til að svo megi verða þarf að leggja gúrú- embættiö niður og segja stjórnmála- mönnum að líta í kringum sig úr fíla- beinsturnunum. Þá kannski væri hægt að segja þrýstihópunum að þegja eða fara á hausinn. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.