Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 44
44 DV. MANUDAGUR9. MAI1983. Að tjaldabaki eftir vel heppnaða sýningu. Talið frá vinstri Lovísa, Elsa, Matti, Palla, Sigga, Dúddi og Brósi (snýr baki i myndavélina). Og á bak við þau eru módelin. Eins og sjá má taka þau sig vel út í islensku gærunum. Silfurskildina, sem hárgreiðslumeistararnir eru með, smíðaði Stefán Kjartansson, eiginmaður Pöllu. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðslj Alheimsþing alþjóðlega hár- greiðsluklúbbsins Intercoiffure var haldið í Rio de Janerio, Brasilíu, dagana 16. til 20. apríl síöastliöinn. Sjö hárgreiðslu- meistarar frá Islandi sóttu þingiö og komu meðal annars fram á hárgreiðslusýningu sem haldin var í tengslum við það. Mun sú sýning hafa heppnast mjög vel. Hárgreiöslumeistararnir sjö sem fóru út eru Elsa Haralds- dóttir (Elsa), Guðbjörn Sævar (Dúddi), Pálína Sigurbergsdótt- ir (Palla), Marteinn Guð- mundsson (Matti), Sigríður Finnbjörnsdóttir (Sigga), Lovísa Jónsdóttir (Lovísa) og Sigurður Benónýsson (Brósi). Þeir eru allir í Intercoiffure- klúbbnum á íslandi. „Jú, við erum mjög ánægð með ferðina. Hún var stórkost- leg ,” sagði einn sjömenning- anna, Sigríður Finnbjörnsdóttir, þegar viö röbbuðum við hana nýlega. „Þingið sóttu um tvö þúsund hárgreiðslumeistarar hvaðan- æva að úr heiminum. Auk þess voru 24 þjóðir með sínar eigin sýningar og vorum við þar á meðal. Undirbúningurinn hjá okkur hófst strax í byrjun janúar. Hann var með þeim hætti að við hittumst öll í klúbbnum einu sinni í viku, þar til aö haldiö var af stað til Brasilíu þann 2. apríl.” Það voru ýmsir sem komu viö sögu í undirbúningi ferðarinnar hjá hárgreiðslumeisturunum. Þeir fengu til dæmis fatahönnuö- inn Dóru Einarsdóttur til aðstoöar við gerö búninga á módelin og á þau sjálf. Og þá aðstoðaði Jónas R. Jönsson hljómlistarmaður þau með tón- list við hárgreiðslusýninguna. „Við lögðum áherslu á að búningarnir, sem voru úr ís- lenskri gæru, og hár pössuðu vel saman. Þá ber ekki síst að þakka módelunum, sem voru öll frá Brasilíu, þeirra hlut. Þau stóðu sig öll frábærlega vel og lifðu sig greinilega mjög inn í sýninguna,” sagði Sigríður ennfremur. Og það ber ekki á ööru en aö sýning „okkar fólks” hafi tekist vel, því að fjölmiðlar í Brasilíu fjölluðu mjög mikiö um hana. Fékk hópurinn til dæmis tilboð um að halda sýningu í Sviss í haust og þá hefur fyrirtæki í Bandaríkjunum boðið hluta af hópnum til að sýna í Flórida i janúarl984. Þess má svo að lokum geta að alls eru tíu hárgreiðslumeistar- ar í Intercoiffure-klúbbnum á Is- landi og var þingið í Brasilíu fyrsta alþjóðlega þingið sem þeir sækja. -JGH Botnía og buxurnar Þegar öllu er á botninn hvolft muna flestir haukfránir karlmenn á þritugs- aldrinum og þar yfir eftir söngkonunni Lulu sem söng sig inn i hjörtu flestra. Og er það nema von að skvísan brosi á myndinni? Hún var nýlega valin sú „botnfegursta" í Bretlandi Og þvi verður ekki neitað að hún fyllir vel út i buxurnar. Það mun hafa verið gollabuxnaframleiðandi sem sá um þetta „buxnabotnauppátæki." Hvað hann heitir vitum við ekki en við teljum að hann ætti að finna upp á fleiru sniðugu. Á VON Á SER OG MILUONUM Söngkonan Marie Osmond á von á fúlgum þegar hún á von á sér á næstunni. Hún samdi nefnilega við sjónvarpsstöö vestra um að festa á filmu allan undirbúning hennar fyrirfæðinguna. Önnur mynd verður síðan gerð í kjölfar fæðingarinnar. Þar verður fjallað um það hvemig hún nær sér á strik eftir fæðinguna. Og ekki sakar að geta þess að frú Osmond ætlar að hefja fjölda- framleiðslu á barnavörum. Verður nafn hennar, Marie Osmond, auðvitað vörumerkið. Segið svo að hún María Osmond sé ekki með á „nótunum” í fjár- málunum eins og í söngnum. „ÉG ER EKKIAÐ APA EFTIR JANE FONDA” Það er af sem áður var þegar menn drifu sig út á dansgólfið og dilluðu sér klaufalega við diskótakt- inn. Nú virðist þetta ekki duga lengur, heldur hafa alls kyns fimleikar og „hopp og hi” komið til sögunnar þegar diskótónlistin er spiiuð. Ein þeirra sem er í diskóleik- fiminni” er ung stúlka, Sydney Rome að nafni. Hún hugsar ekki smátt þvi að hún hefur opnað „dans- stúdíó” í Vínarborg og Vestur- Berlín. Og það er alltaf fullt hjá hnát- unni. „Eg er ekki að apa eftir Jane Fonda með þessari „dansieikfimi”. Það er iangt síðan fóik hóf aö stunda hana,” segir Rome og setur sig um ieiö í apastellingar til að sýna að hún meinar þaðsem hún segir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.