Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd DV. MÁNUDAGUR9. MAl 1983. Utlönd Utlönd Heróínið hellist á eituríyfja- markadi Lögreglan á Sikiley i umsát um eina af leyni-heróínverksmiðjum mafiunnar. Heróínflóð er í þann veginn að skella yfir eiturlyfjamarkaðina í Vestur-Evrópu og Ameríku eftir metuppskeru ópíums. Horfir mafían framá blómlega viöskiptatíma. Yfirsakadómari í Palermo á Sikiley, sem er heimavettvangur mafíunnar — enda borgin stundum kölluð „vegamót heróínverslunar- innar í heiminum” — segir að búast megi við miklu meiru af heróíni í umferð hjá götusölum á árinu 1983 en nokkru sinni fyrr. Það hefur verið metuppskera ópíums allar götur frá Afganistan og austur til „gullna þríhyrningsins” í Suðaustur-Asíu. Um leið hefur mafían breytt um aðferðir til þess að komast betur á bak viö eftirlit laganna. Giovanni Falcone sakadómari sagði í viðtali við fréttamann Reuters á dögunum að það væru nær engin tök á því að stöðva þetta. Fór viðtalið fram fyrir luktum dyrum skrifstofu hans meö fimm vopnaða lífverði í kallfæri. Slík ógn stendur mönnum af morðvörgum mafíunnar að jafnvel erindrekar réttvísinnar geta ekki veriö óhultir. — Falcone er þó sá af dómurum ítalíu sem hvað öf Iugust gæsla er höf ð á. Á meðan viðtalið fór fram og Falcone útskýröi fyrir fréttamann- inum nýjustu framvinduna í heróín- viðskiptum undirheimanna sátu nokkrir vel klæddir herramenn handjárnaðir á bekk frammi í bið- stofunni og biöu þess að koma fyrir dómarann. Það átti að fara að taka fyrir mál Spatola-, Inzerillo- og Gambino-fjölskyldnanna, en „guð- feður” þeirra eru álitnir vera barón- arnir í heróínsölunni í Palermo. Ökunnugur hefði aldrei getað ætlað af yfirbragði þessara manna í biö- stofunni, hvaða erindi þeir gætu átt þarna ef ekki hefðu verið handjárn- in. Sumir gráhræðir og þybbnir mið- aldra karlar sem gætu verið kaup- sýslufulltrúar eöa heldri bændur. Aðrir yngri og grannholda, slétt- greiddir og stroknir sem gætu verið ritarar hinna eða synir. Dýr klæöa- burður, gullúr og stingandi kalt augnaráö gáfu þó hugmyndir um aö á bak við sunnudagaskólakyrrðina kynni að dyljast önnur og meiri athafnasemi. „Réttarhöldin yfir þessum körlum eru aðeins smáspor í áttina,” sagði Falcone dómari við fréttamanninn inni í skrifstofunni. Og jafnvel þótt dómrannsóknin á kærunum, sem hljóða upp á að þessir menn séu mafíósar með tögl og hagldir bygg- ingariðnaðarins og alþjóðlegrar heróínverslunar í greipum sínum, leiði til áfellingar yrði það samt aöeins smáspor. Falcone og aðrir sérfræðingar, sem eru á hælum mafíunnar ítölsku, segja að glæpahringurinn hafi breytt töluvert um aðferðir að undanförnu til þess að draga úr áhættu sinni og auka gróðann. Er ágóðinn þó ærinn fyrir. Menn ætla að mjög vægt metinn sé ársgróði mafíunnar af heróínviðskiptunum ekki undir 400 Bandaríkjadölumá ári. Heróín er unniö úr morfínbasa, sem áður er unninn úr ópíum, en þaðl fæst af valmúanum sem ræktaður er í Austurlöndum og raunar víöar. Eitt kíló af morfínbasa gefur eitt kíló af hreinu heróíni. Þeir sem gleggst þekkja til mála segja að fyrir eitt kíló af heróíni selt í „heildsölu” í Bandarikjunum fáist um 100.000 Bandaríkjadalir. En verðið í Austur- löndum á morfínbasanum er frá 20 þúsundum upp í 25 þúsund dali. Þar eystra er nánast offramboö vegna metuppskeru. Þessi gífurlega verö- hækkun verður mörgum freisting. Umbreytingin á morfínbasa yfir í heróín er ekki svo dýr í framkvæmd. Smáefnafræðiþekking og aðstaða er alltsem þarf. Á áttunda áratugnum var „franska sambandið” frægt. Þá voru vegamót heróínverslunarinnar í Marsejjles í Frakklandi. Glæpaflokk- amir settu þar upp heróínverksmiðj- ur og efnafræðinga til þess að vinna heróínið úr morfínbasanum. Það var því smyglað vestur um haf og selt á götum New York og fleiri amerískra stórborga með stórhagnaði. Én lögreglunni tókst að uppræta franska sambandið. Tók þá „sikileyska sambandiö” við seint á síöasta áratug. Það lýtur stjóm mafíu „cosche” eða fjölskyldumsem keppa hverjar við aðra um hituna eins og úlfar ber jast um hræ. i fyrra bmtust út styrjaldir milli bófaflokkanna á Sikiley svo aö sam- keppnin virðist hafa farið úr böndum. Jafnframt varð lögreglunni mjög ágengt við að snuðra uppi hinar leynilegu efnaverksmiðjur heróín- framleiðendanna. Kvisast hefur frá undirheimunum að Sikileyingar hefðu tekið inn í viðskiptin með sér franska og korsíkanska bófa sem höfðu framleiðsluþekkinguna á valdi sínu eða á takteinum efnafræðinga til þess að vinna verkin. Það mun hafa kastast í kekki á milli þessara aðila um framleiöslugæðin, hagn- aöinn, undanbrögð og svo vandamál sem upp kom vegna þurrðar í sam- eiginlegum sjóði. Þaö vom víst litlar 20 milljónir dala sem hurfu úr sjóði er átti að standa undir byggingu spilavítis í Atlantic City í New Jersey í Bandaríkjunum, þar sem bófamir ætluðu að smeyg ja inn fæti. Nú er það þannig í heróínbransan- um að þegar kastast þar í kekki milli manna þá hrannast upp valköst- urinn. 150 menn vom drepnir í Palermo í fyrra og saknað er annarra 150 til viðbótar sem aldrei hafa komið fram og em taldir myrtir af mafíunni. Þetta stríö glæpaflokkanna og hertar lögregluaðgeröir í kjölfariö á moröi hershöföingja, sem sendur hafði verið af landsyfirvöldum í Róm til höfuðs mafíunni á Sikiley, hafi knúiö bófaklíkurnar til að sýna meiri gætni og pukrast meir. Veigamesta breytingin á starfsem- inni er sú að færri voga sér að setja upp heróínverksmiðjur á Sikiley. Á meðan hafa fleiri slíkar verið settar á Iaggirnar nær upprunanum eða í Asíu og Austurlöndum nær. Mafían kaupir nú heróínið hreint þaðan. Gróðavonin er samt stór því aö kílóið af hreinu heróíni þar eystra er selt á 35 þúsund dali eftir því sem fregnir herma. Fyrir bragöiö minnkar auðvitað áhættan. Nú er ekki hættan á tjóni vegna þess að lögreglan finni heróín- verksmiðju og geri upptækar birgðir. Það stríkkar á keðjunni og fækkar veikum hlekkjum hennar. Veltan verður örari og óverulegur kostnaöarauki vegna dýrari inn- kaupa skilar sér strax aftur. Því gengur fíkniefnalögreglan þess ekki dulin að búast megi viö stórflóði heróíns á eiturlyfjamark- aðina strax á þessu ári. Bæði munu stórgrosseramir hafa fullan hug á því og ekki vantar framboðið. Sérfróðir menn ætla aö 30% þess heróíns sem kemur á stærsta eitur- lyfjamarkað heims, strætin í New York, hafi til skamms tíma komið frá aðeins fjórum Sikileyjarfjöl- skyldum. Fíkniefnaeftirlitið í Banda- ríkj unum reiknar með því að um 60% heróínveltunnar á austurströndinni sé í höndum mafíunnar. Nú verður lögreglan þess áskynja að sikileyska mafían sé farin að vinna þessari afurð sinni nýjan markað heima fyrir á italíu. Eins hafa fundist spor hennar í helstu miðdeplum evrópska markaðarins, eins og í London, Frankfurt og Amsterdam. Eins þykir ýmislegt benda til þess að uppgjör fjölskyldnanna í Palermó, sem láta eftir sig líkin eins og hráviöi, breiðist út í alþjóðlegt glæpaflokkastríö. Eöa sem sé út fyrir landsteinana. Það er vitaö um að minnsta kosti sex mafíumorð í New York sem rakin hafa verið til heróínverslunar Sikileyinga. Ýmis teikn þykja vera á lofti um aö franskir bófaflokkar frá Miðjarðar- hafsströndinni séu aö reyna aö þröngva sér inn að kökunni. Falcone sakadómari rannsakar um þessar mundir teikn þessi sem þykja tengja Marseilles-bófana við sikileysku mafíuna. Sú slóð hefur leitt hann til morðsins á frönskum starfsbróður hans, Pierre Michel dómara. — Michel dómari var kunnur í undirheimunum sem „harðjaxl”, nefnilega dómari sem vægðarlaus var í úthlutun refsidóma á hendur eiturlyfjabófum. Hann vann að því að samhæfa ýmsar rannsóknir lög- gæslunnar gegn skipulagðri glæpa- starfsemi þegar hann var myrtur í miðborg Marseilles haustið 1981. Hann hafði nýkvatt blaðamann, kunningja sinn, og stigiö á bak vespuhjóli sínu á leið til hádegis- verðar, þegar tveir menn felldu hann af hjólinu með skothríð. Þeir fullkomnuðu verkið með náðarskoti í höfuöið, þar sem hann lá í götunni. Eftir morðið á lögregluhershöfð- ingjanum í Palermo í fyrra hefur öryggisvarslan um dómarana, sem rannsaka hagi mafíunnar, verið margefld. Falcone dómari fer til dæmis ekki fet út úr húsi öðruvísi en í brynvarinni bifreiö og í fylgd milli fimmtán og tuttugu lífvarða. Daiia Chiesa lögregluhershöfðingi var skotinn ásamt eiginkonu sinni i fyrra af mafiunni en öryggis- ■ varslan hefur siðan verið tiefid um helstu sakadómara og iögregiuforingja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.