Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Síða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 9. MAI1983. TÓLF 12 hljómplötu- og kasettuverslanir á höfuðborgarsvæðinu. TIL DAGLEGRA NOTA ÁTTA 8 kvenfataverslanir á höfuðborgarsvæðinu. TIL DAGLEGRA NOTA Kettírkjósa Katlít! Kisu þykir gott að fá kattarsandinn góða, KATLIT hertir sandur sá sem henni ætti að bjóða. Ef þú vilt þér spara tíma fyrirhöfn og mikinn burð Hringdu þá í okkar síma VIÐ keyrum hann að þinni hurð. Heimsendingarþjónusta á KATLIT sandi og fóður vörum fyrir gæludýr. PÖNTUNARSÍMI 11757 OG 14115 Umboð og dreifing: GULLFI9KAI VBÚ-ÐIN í Aðalstrætí 4.(Fischersundí) Talsímí:11757 Ríkissjóður lifir á lánsgjaideyrí Seðlabankinn er aðalviðskiptabanki ríkissjóðs. Það sem af er árinu hefur greiðslustaða ríkissjóðs viö bankann versnað að minnsta kosti nífalt mið- að við sama tíma í fyrra. Eftir fyrstu þrjá mánuðina í ár var greiöslujöfnuðurinn 812 milljónir í skuld við Seðlabankann og svaraði til 28,7% af tekjum ríkissjóðs. Á sama tímabili í fyrra voru þetta 59 milljónir og aðeins 3,2%. Starfsmenn Seölabankans, sem gáfu DV þessar upplýsingar, fullyrtu að staðan hefði enn versnaö í apríl. Uppgjör liggur þó ekki fyrir. En hvaöan fær Seðlabankinn fé til þess að fleyta ríkissjóði í þessari stöðu? „Eg geri ráö fyrir að fyrst og fremst komi til aukið gjaldeyrisút- streymi,” sagöi Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. Um ástæður ríkissjóðs sagði bankastjórinn: „Tekjugrundvöllur fjárlaga er miklu veikari í ár en undanfarin ár vegna minnkandi eftirspurnar og þar með minni tekna af tollum og óbeinum sköttum. Eins voru fjárlög ekki afgreidd nú meö borð fyrir báru í sama mæli og áð- ur.” Er sjáanlegt að greiöslujöfnuöur ríkissjóös við Seðlabankann batni á næstunni? „Það er ekki í sjónmáli nema geröar verði sérstakar ráð- stafanir til þess að lækka útgjöld eða auka tekjur ríkissjóös,” sagði Jó- hannes N ordal. HERB Iðntæknistofnun íslands: Byggir hús fyrír 27 millj. króna Iðnaðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, tók fyrstu skólfustungu að nýbyggingu Iöntæknistofnunar íslands í Keldnaholti föstudaginn 29. apríl síð- astliðinn að viðstöddum f jölda gesta. Þessi nýbygging kemur til meö að gjörbreyta aðstöðu Iðntæknistofnunar sem fram aö þessu hefur starfað á þremur stöðum. Það fyrirkomulag hef- ur valdiö stofnuninni ómældum kostn- aöiogóhagræði. Með sameiningu stofnunarinnar á einum staö verður öll samvinna milli deilda auðveldari. Hagræðing veröur að sameiginlegri nýtingu skrifstofu, bókasafns og fundaraðstöðu um leið og aukið húsrými á einum stað stóreykur svigrúm til námskeiðshalds, prófunar, eftirlits og þjónustu í þágu atvinnugeg- anna. Nýbyggingin verður 5.855 rúmmetr- ar að stærð en samanlagöur gólfflötur verður 1.658 fermetrar. Byggingar- kostnaður er áætlaður um 27 milljónir króna. Fjármagn kemur að stærstum hluta af einkaleyfisgjaldi Happdrættis Háskóla Islands og með lánsfé, sem byggingasjóður mun síðan greiða upp. Andvirði eldri húseignar Iðntækni- stofnunar að Skipholti 37 mun einnig ganga upp í byggingarkostnaö. Stefnt er að því aö framkvæmdum Ijúki vorið 1984. I nýbyggingunni verður rúm fyrir nýiðnaðarrannsóknir, málmtækni-, trétækni- og tref jatækniþjónustu stofn- unarinnar svo og áætlaða þjónustu viö rafiðnaðinn. I byggingu, sem Iðntækni- stofnun á fyrir í Keldnaholti, verður þjónusta við matvælaiðnað og efnaiðn- að og í tengibyggingu verður stjóm- sýsla, aðstaða starfsmanna, rekstrar- ráðgjöf, útgáfa og gagnavinnsla, upplýsingaþjónusta og fræðslumið- stöö. -KMU. Pólski togarínn Kastor, frá borginni Gdansk, kom á ytrí höfnina í Reykjavík fyrir helgina með látinn skipverja. Togarinn stoppaði aðeins í hálftíma á ytri höfninni en hélt síðan ferð sinni áfram, en hann var á leið frá Póllandi til veiða við Kanada. Alls mun vera um 95 manna áhöfn á skipinu. Ekki er vitað hvernig skipverjinn lést en við sjáum hann hér fluttan í land úr hafnsögubát sem náði i hann. -JGH/DV-mynd: S Einingahusm litlu ódýrari — varað við offjárfestingu í einingahúsaiðnaði ,,Til þessa hefur framleiöendum einingahúsa aöeins tekist að nýta kosti fjöldaframleiöslu að óverulegu leyti. Fæst það staðfest þegar borinn er saman kostnaður við byggingu einingahúsa og húsa sem steypt eru upp meö hefðbundnum hætti. ” Svo segir meðal annars í niður- stöðum tæknilegrar könnunar sem Húsnæöisstofnun ríkisins í sam- vinnu við Iðntæknistofnun Islands, Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins, Iðnlána- og Iönþróunarsjóð, Félag einingahúsaframleiðenda og Félag steinsteypuhúsaframleiöenda létu gera varðandi íbúðarhús fram- leidd í húseiningaverksmiðjum. Könnunin leiddi í ljós að hús úr steinsteyptum einingum var aðeins 2,2 af hundraði ódýrara og hús úr timbureiningum 7 af hundraði ódýr- ara en hús reist með hefðbundnum hætti. „Þessu veldur aðallega smæð markaðarins og mikill stofnkostnað- ur, ásamt verulegum fjármagns- kostnaöi sem að miklu leyti stafar af erfiðri fjáröflun til framleiðslunn- ar,” segir í niðurstööum. Skýrslan varar viö off járfestingu í þessum iðnaði. Aætlað er að afkasta- geta einingahúsaverksmiöja i land- inu sé nú 600 til 700 hús á ári. Á undanförnum árum hafa milli 200 og 300 einingahús veriðseld árlega. _ „Framleiðslugeta innlendra verk- smiðja er oröin mikil og meiri en svo aö hæfi markaðnum þótt enginn inn- flutningur komi til. Verið er aö stækka margar þessara verksmiðja og hugur stendur til bygginga á fleirum,” segir í skýrslunni. „Er nú ástæða til að yfirvega þessi mál vandlega svo að taprekst- ur endurtaki sig ekki í greininni vegna of mikillar fjárfestingar eins og mörg dæmi eru um í þjóðlífi okk- ar.” Könnun á gæöum, styrkleika og frágangi einingahúsa leiddi í ljós að verulegt skipulagsleysi var á tækni- gögnum allra framleiðendanna. Ut- reikningar og teikningar fylgdu ekki eftir breytingum á framleiðslunni. Könnunin gefur einnig tilefni til þess að fylgst sé með fúavöm á sökkulrein (syllu), að einangmn utan hitaveitusvæða sé ávallt nægi- leg, að menn skipuleggi töku steypu- sýna og að framleiðendur fylgist bet- ur með eiginleikum þeirra efna, sem þeir fá frá efnissölum, láti efnissala gefa upplýsingar um gufuflæöi vind- pappans, gæðaflokkun og rúmþyngd einangrunar og svoframvegis. Starfshópurinn, sem haföi yfir- stjórn á könnuninni, en í honum voru Guðmundur Gunnarsson verkfræð- ingur, Guðmundur Pálmi Kristins- son verkfræöingur, Gunnar S. Bjömsson byggingameistari, Matt- hías Sveinsson framkvæmdastjóri og Bjöm Sveinbjömsson verkfræðing- ur, telur að framleiöendur hafi leiö- rétt framleiöslu sína í samræmi við athugasemdir skýrslunnar. Enn- fremur að framleiðsla þeirra stand- ist þær kröfur sem byggingareglu- gerðirgera. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.