Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 15
15 DV. MÁNUDAGUR 9. MAl 1983. istan getur hann i einu stökki gert skyndiárás og tekið Hormuzsund, sem er milli Persaflóa og Indlandshafs, en um þetta sund fara um 70% af þeirri olíu sem seld er og flutt er á milli landa í hinum frjálsa heimi. Það liggur jú fyrir sem staðreynd að olían er lífsblóð efnahagslífs hins vestræna heims. Rússneskt kverkatak á þessari aöal- slagæð gæti haft afgerandi áhrif á stööu Evrópu og þar með valdastöðuna í heiminum. En bygging mikilla oliu- leiðslna þvert yfir Arabíuskagann á undanförnum árum og aðrar fyrirhug- aðar hafa minnkað þá miklu hættu, sem af veru rússnesks hers í Afghan- istan gæti stafað, þótt hún sé vissulega ennþá geysimikil. Einnig hafa komið fram kenningar um hættu er rússneska heimsveldinu stafaði af rétttrúnaðar- kenningum Khomeni í Iran meðal hinna yfir 50 milljóna múhameðstrúar- manna er búa innan heimsveldisins. Innrás í Afghanistan fær þar litlu um breytt. Því hefur leitinni að ennþá gild- ari ástæðum verið haldið áfram. Pétur Guðjénsson. austurströnd Norður-Ameríku, Banda- ríkjanna og Kanada, tveggja NATO landa, meira að segja meðan á styrj- öldinni stóð í Vietnam. Þó var vitað að 95% allra vopnanna sem Vietkong og Norður-Vietnamar notuðu voru smíðuð í Sovétríkjunum. Kommúnistaflotinn lagði undir sig öll heimsins höf. Hann tók jafnmikið magn af miðunum við Bretland og Bretar sjálfir á sama tíma og Bretar stóðu í Iandhelgisstríðunum við Islendinga 1971 og 1976. I öllum herfræði- og efnahagsrannsóknar- stofnunum heimsins og í allri frjálsu pressunni kom engum þetta við, ekki eitt orð birtist um það neins staðar utan Islands. Þó voru hér þær fjár- hæðir í veði fyrir heimskommúnism- ann aðefhannhefðiveriðneyddurtil þess að framleiða sín eigin matvæli heima hjá sér og leggja í þær gifurlegu fjárfestingar er það kostaði á lélegu ræktarlandi hefði heimskommúnism- inn ekki getað staðiö í vopnakapp- hlaupinu á móti Bandaríkjunum og hinum vestræna heimi. Maður skyldi ætla að þetta væri vitað, menn gerðu sér þetta ljóst og gerðu viðhlítandi ráð- stafanir. En það varð nú önnur raunin á, öll helztu forusturíki NATO, Banda- ríkin, Bretland, Frakkland, Þýzkaland þvert á móti viðhöfðu stefnu „lítillar landhelgi” en ekki stórrar sem blátt áfram tryggði að meginhluti allra fiskimiða heimsins stæði heims- kommúnismanum galopin til þess að ausa verömætunum upp úr. Til þess að tryggja heimskommúnismanum þessa aðstöðu sigaöi annað stærsta flotaveldi NATO herskipaflota sínum á minnsta meðliminn sem var af veikum mætti að reyna að breyta þessu fáránlega ástandi og loka fiskimiðum heimsins fyrir alþjóðakommúnismanum. Menn, sem ekki þekktu til, gætu svarið fyrir það í dag að þessi heföi verið þróun mála en hún er nú söguleg staðreynd samt. Það er margt hægt að gera í þessum málum enn, en ekkert er gert. Afleiðingin, óskiljanlegt söguslys. Afghanistan Stóra spurningin í dag er, er að eiga sér stað ennþá eitt sögulega slysiö og þá í Afghanistan? Þær tvær herfræðilegu ástæður, er minnst var á í fyrri grein, eru að rúss- neskur her í Afghanistan getur komið sér fyrir eftir endilöngum landa- mærum Irans og með því gert vamir Iran margfalt erfiðari, sótt að Iran bæði úr norðri og austri. Hin ástæðan er að meö staðsetningu rússnesks árásarhers í suð-vesturhomi Afghan- Pétur Guðjónsson segir að skýringar sem menn hafa gefið á orsökum innrásar Rússa í Afghanistan hafi verið ófullnægjandi. Sterk utanhússmálning með óvenju faUegri áferð Hraun sparar vinnu og peninga Ein umferð af þessari frábæru utanhúss- málningu frá Málningu h/f jafngildir 3 til 4 umferðum af venjulegri plastmálningu. Hraun hefur ótrúlega góða viðloðun við flest byggingarefni og frábært veðrunarþol. Hraun fæst með tvennskonar áferð, - fínni eða grófri. HRAUN SENDIN /PLASTMÁLNING málning'f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.