Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 9. MAÍ1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Stórt skarð höggvið í kókaínsmygl Höfuðborg Líbanon er illa lelkln eftir borgarastyrjöld og innrásir og enn á ekki af borgarbúum að ganga því að síðustu fjóra daga hefur verið haldið uppi stórskotahríð í borginni og nágrenni. Stórskotahríö fjóra dagaí röð í Beirút Foringjar ísraelska herliðsins í Líbanon sögðu í gærkvöldi að þeir reyndu að koma í kring vopnahléi meðal stríðandi fylkinga herskárra Líbana, en fjóra daga í röö hefur verið haldiö uppi stórskotahríö í höfuöborg- inni Beirút og nágrenni. Líbönsk yfirvöld segja aö fimm manns hafi látið lífiö í stórskotahríö- inni í gær og fjörtíu særst. Þessa fjóra daga, sem fallbyssurnar hafa þrumaö, hafa þá meira en þrjátíu týnt lífi. En ef litiö er burt frá stórskotahríð- inni er allt með kyrrum kjörum á þessum slóðum og bólar ekki á neinum bardögum. Þaö er flokkar kristinna manna og drúsa, sem taldir eru standa aö skot- hríðinni og segjast Israelsmenn hafa náö sambandi viö báða aðila og reyna að fá þá til aö hætta. Þessi skotgleði vaknaði í sömu mund og meðalgöngumaður Bandaríkja- stjórnar, George Shultz utanríkisráö- herra, hélt frá Beirút eftir tilraunir til þess aö koma í kring samningum um brottflutning alls erlends herliös úr Sósíalistar héldu sínu í bæ jarst jórn- arkosningum Spánar Sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni um helgina þykja hafa áréttaö þaö fylgi sem fleytti sósíalistum til valda í þingkosningunum síðasta októ- ber. Þegar talin höföu veriö 86% atkvæöa í gærkvöldi höföu sósíalistar fengiö 43,3% sem er 2,7% minna en síðasta haust en dugir þeim fyllilega til þess að halda meirihluta í flestum stærstu borgum og sjálfstæðari héruðum. Alþýðubandalagiö (hægriflokkur) jók við sig 1% og lýsti leiðtogi þess, Manuel Fraga, því yfir aö þaö sýndi aö flokkur hans væri á stöðugri uppleiö. Felipe Gonzalez forsætisráöherra sagði aö ekki bæri aö líta á sveitar- stjórnarkosningarnar sem próf á traust manna á stefnu ríkisstjórn- arinnar, en ef stjómarandstæðingar vildu það þá gætu þeir séö sjálfir úrslitin. Kjörsókn var aöeins 67% (miöaö viö 80% í þingkosningunum síöustu) en þaö hefur yfirleitt veriö raunin um bæjar- og sveitarstjómarkosningar á Spáni aö kjósendur sýna þeim minni áhuga en þingkosningum. Líbanm. Shultz lýsti ábyrgðinni á þessari stórskotahrinu á hendur Israelum og Sýrlendingum af því aö fallbyssumar væm á svæðum sem ættu aö heita á valdi hernámsliöa þeirra. Shultz kom til Beirút til þess aö skýra Líbanonstjóm frá viöræöum sínum viö Sýrlandsstjóm sem hafnaö haföi grundvelli samkomulags er náöst hefur milli Líbanon og Israel um brottflutning ísraelska herliösins frá Líbanon. Það samkomulag er þó háö því að sýrlenska herliöiö veröi einnig á brott. Ariel Sharon, fyrmm vamarmála- ráöherra Israels, gagnrýndi í morgun samkomulagiö og sagði aö Israel hefði látið þvinga sig til hættulegra eftir- gjafa í samningunum. Sagði hann að samkomulagið tryggöi ekki að upprætt yrði hryðjuverkastarfsemi PLO í Líbanon. Ennfremur sagöi hann að meö sam- komulaginu heföi Israel svikið Haddad majór sem í fjölda ára heföi reynst Israelsmönnum traustur bandamaður í Suöur-Líbanon. Sagði hann samkomulagið stór- gallaö þar sem ekki hefði veriö samiö viö Sýrlendinga um leiö, og helst PLO. Sharon hefur verið á feröalagi í Bandaríkjunum á vegum gyöinga þar til þess aö afla Israel stuðnings. Þaö bar vel í veiði hjá frönsku lög- reglunni um helgina, þegar hún gómaði þann stærsta kókaínsmygl- farm sem á hennar f jörur hefur nokk- urn tíma rekið. Var kókaíniö metið til 5,75 milljóna dollara á svarta markaðnum. Um leiö rauf hún meiriháttar smyglhring, sem spannaöi Suöur- og Noröur-Ameríku og Vestur-Evrópu, en til þess naut hún samvinnu lög- reglunnar í nokkrum öörum Evrópu- löndum. Eftir ábendingu starfsbræöra sinna í nágrannalöndunum eltu franskir lög- reglumenn á fimmtudaginn mann, sem nýkominn var meö flugvél frá Bogota. Af því leiddi svo aö tollverðir á Charles de Gaulle-flugvellinum lögöu hald á 16 kg af kókaíni sem komið var frá Kólombíu og Bólivíu. Samtímis var gerö húsleit á ótilgreindum staö í París og komst lögreglan þar yfir 37 kg af kókaíni til viöbótar. Þrír Hollendingar voru handteknir þegar þeir komu til þess aö sækja 37 kílóin í húsiö í París, og eru þeir núna í yfiíheyrslum hjá lögreglunni. Einn þeirra er álitinn vera foringi umfangs- mikils smyglhrings. Hinir voru líf- vöröur hans, sem vopnaður var byssu, og ekill hans. Lögreglan telur aö kókaínfarmurinn hafi átt að fara til Amsterdam en þaðan hafi átt aö dreifa honum til annarra Vestur-Evrópulanda og til Noröur-Ameríku. Flugstjóri rændu flugvélarinnar kínversku þiggur hér blóm úr hendi kóranskrar blómarósar, en áhöfnin snýr heim til Kína í dag. Togast á um flug- ræningjana f Seoul Farþegar og áhöfn kínversku flug- vélarinnar, sem rænt var fyrir helgi, veröa send aftur heim frá Suöur- Bandarískur diplómat rekinn f rá Kabúl sakaður um að versla með klámrit Afghanistan hefur vísað öörum ritara bandaríska sendiráðsins íKabúl úr landi en yfirvöld þar halda því fram að ritarinn hafi greitt gólfteppi, sem hann keypti, með klámblööum. Bandaríska utanríkisráðuneytiö segir aö þessar ásakanir eigi sér enga stoð og hefur krafist nánari skýringar á ákærunni. Kóreu í dag. En stjórnin í Seoul hefur eftir fyrstu beinu viðræöur ríkisstjórna þessara landa hafnaö kröfum Peking um aö flugræningjamir veröi fram- seldir til þess aö svara til saka í Kína. Fulltrúar kínversku stjórnarinnar hafa setiö á rökstólum viö stjóm S- Kóreu yfir helgina en lýst var yfir í gærkvöldi að S-Kórea mundi fram- fylgja lögsögu sinni og alþjóöasam- þykktum og hefð og sækja sjálf menn- ina fimm og konuna, sem með þeim var, til saka fyrir flugránið. Stjóm Taiwan hefur krafist þess, aö á flugræningjana veröi litið sem póli- tiska andófsmenn og að þeim verði veitt leyfi til þess aö leita hælis á Taiwan eins og þeir hafa óskaö. Komin til kasta Öryggisráðsins Átökin íNicaragua: Utanríkisráðherra Nicaragua, Miguel d’Escoto Brockmann, mun hefja umræður seinna í dag fyrir Öryggisráði Sameinuöu þjóðanna vegna ásakana stjórnvalda Nicaragua þess efnis að Bandaríkjamenn styöji skæruliöa, sem hafa aöstööu í Hondúras, til þess aö velta stjórn Nicaragua úr sessi. Þetta er í annaö sinn á tveim mánuöum sem öryggis- ráöiö f iallar um þetta mál. Þegar öryggisráðið tók þetta mál á dagskrá í mars var engin ályktun sam- þykkt þótt margir ræöumanna virtust styöja stjórn Nicaragua. Nú má búast við því að d’Escoto, sem lagt hefur til aö samningar veröi teknir upp milli bandarískra stjórnvalda og Nicara- gua, reyni aö fá samþykkta ályktun á fundinum þar sem krafist verði þess að endi verði bundinn á átökin. Banda- ríkjamenn geta beitt neitunarvaldi í öryggisráðinu og myndu gera það ef slík ályktun yröi samþykkt. Þá gæti fulltrúi Nicaragua fariö fram á fund allsherjarþings Sameinuöu þjóöanna þar sem slík ályktun ætti vísan meiri- hluta. En slík ályktun væri ekki bindandi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að brottvísunin komi mjög flatt upp á menn og sömuleiöis sé þaö undrunarefni að flest afghanskt skrif-' stofustarfslið sendiráösins hafi nýlega veriö handtekið af leynilögreglunni og yrirheyrt. Kabúl-útvarpið segir aö ritarinn hafi verið lýstur „óæskilegur” og honum hafi verið veittur tveggja sólar- hringa frestur til þess aö fara úr landi. Þaö er ekki fullmannað í bandaríska sendiráðinu í Kabúl. Þangaö hefur ekki verið sendur annar sendiherra, síöan Adolph Dubbs sendiherra var drepinn í Kabúl í febr. 1979 í skotbar- daga milli öryggislögreglunnar og ræningja hans. Stórlán til Nígeríu I undirbúningi er nú sam- komulag milli, ríkisstjómar Níg- eríu og Barclay’s banka í London um lántökur upp á nærri tvo milljarða dollara, vegna greiöslu- erfiöleika í Nígeríu. Meðal annars er rætt um aö hluti af láninu verði veittur vegna erlendra viðskipta Nígeríu. Það er búist viö aö frá þessum samningi verði gengið í næstu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.