Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 48
79090 AUGLÝSINGAR AÍUAA SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SENDIBÍLASTÖÐ SKRIFSTOFUR KÓPAVOGS ÞVERHOLTI 11 Símsvari á kvöidin og um helgar A//l 1 RITSTJÓRN OOO 1 1 SÍÐUMÚLA 12—14 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1983. Helgi vann helgarskákmótið Helgi Olafsson vann öruggan sigur á fyrsta helgarskákmóti ársins sem haldið var í Stykkishólmium helgina. Hann fékk 6'/. ,af 7 mögulegum, annar varö Sævar Bjamason með 5,5v.en 3. sætið hreppti gamla kempan Öli Valdimarsson eftir harða baráttu. I síðustu umferð bar hann sigurorð af efsta manni Islandsmótsins sem haldið var um páskana, Dan Hansson. Næstir komu þeir Gunnar Gunnarsson, DanHansson, Ásgeir Þ. Ámason og nýbakaður Islandsmeist- ari, Hilmar Karlsson, með 4,5v. Hlutskarpastur af heimamönnum varð Bjami Einarsson sem sýndi góð tilþrif, lagði meöal annarra Sturlu Pétursson og náði jafntefli viöSævar Bjarnason. Þetta varl7. helgarskák- mótið í röðinni, Helgi Olafsson hefur keppt í þeim öllum og sigrað nú í 10. skipti. -BH. Þrírívarðhald vegna skjalaf als Þrír menn um tvitugt voru úr- skurðaöir i gæsluvarðhald fram á miðvikudag um helglna vegna meints skjalafals. Tveimur þeirra varsíöanslepptí gærkvöldi. Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisi.is í morgun kom þetta mál á hennar borð þann 28. apríl síðast- liðinn. Var strax hafin rannsókn sem leiddi til þess að á laugardag var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald. Tveir voru síöan úrskuröaöir í gæsluvaröhald í gærdag en eftir yfir- heyrslur var þeim sleppt í gærkvöldi. Bkki fengust frekari upplýsingar um þetta mál hjá rannsóknarlög- reglunni í morgun. -JGH. Engarákvarðanir um Sædýrasafnið Engar ákvarðanir voru teknar um framtíð Sædýrasafnsins á fundi stjórnar þess um helgina, aöeins að beðið verði eftir tiikynningu frá bæjarfógeta í Hafnarfirði um hvað eigi að gera. Stjórnarformaðurinn, Hörður Zóphaníasson skólastjóri, sagðist í morgun gera frekar ráð fyrir að framkvæmdum við apa- og ljónahúsið ásamt vatnslögnina verði haldiö áfram. Ef safnið yrði lagt niður þyrfti að koma þeim mann- virkjumíverð. Hörður sagði einnig að aðalfundur Sædýrasafnsins yrði iíklega í lok mánaðarins, frekari ákvarðanir myndu bíða hans. Hugsanlega yröi líka beöið nýs menntamálaráðherra til að sjá hver afstaða hans yrði tU safnsins. -JBH. 'o Flugmál Kef lavíkurflugvelli: Yfírstjómin undir fíugmálastjómina — hörð mótmæli flugráðs sem áður hafði yfirstjórnina ásamt utanríkisráðuneyti Yfirstjóm flugmála á Keflavíkur- flugvelli heyrir nú undir flugmála- stjóm, en var áður í höndum flug- ráðs og utanríkisráðuneytis. Er þessi breyting tilkomin er Stein- grímur Hermannsson samgönguráö- herra undirritaði nýverið setningu reglugeröar um flugmálastjórn þar sem staðfest var skipurit fyrir stofn- unina. „Samkvæmt reglugerð frá 1957, heyrir flugvallastjórn Keflavíkur- flugvallar undir flugráð,” sagði Leifur Magnússon, formaður flug- ráðs, við DV í morgun. „Þessi reglugerð er enn í gildi og stangast þessi gjörö samgönguráðherra því á viðhana.” Steingrímur Hermannsson hafði einnig gefiö út skipunarbréf vara- flugmálastjóra, framkvæmdastjóra flugumferðarþjónustu og umdæmis- stjóra í flugvallarumdæmi I. Voru þau og ofangreind reglugerðar- breyting undirrituð án samráðs við flugráð en ekki leitaö eftir tillögum þess eins og ákvæði laga um stjóm flugmála frá 1950 mæla fyrir um. Flugráð fjallaði um þetta mál á fundi sínum fyrir helgi. Samkvæmt Á Útsýnarkvöldi, sem haldið var siðastiiðið föstudagskvöld i Broadway, voru tvö ungmenni kjörin, ung- frú Útsýn og herra Útsýn. Þau eru hér brosandi að krýningu lokinni ásamt forstjóra Útsýnar, Ingólfi Guð- brandssyni. Ungfrú Útsýn 1983 heitir Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir og herra Útsýn 1983 Sigurður Matt- hiasson. ÞG/DVmynd GVA heimildum DV gætti mikillar óánægju meðal flugráðsmanna vegna þessara einhliða aðgerða sam- gönguráöherra. Voru á fundinum samþykktar tvær ályktanir, þar sem þessari málsmeðferð er harðlega mótmælt. Verða þær sendar sam- gönguráðuneytinu og Pétri Einars- syniflugmálastjóra í dag. -JSS. Bandaríkin: íslendingarsleppa við hvirfilbyl Frá Þóri Guðmundssyni, fréttarit- ara DV í Bandaríkjunum: Islendingar í Lawrence og Topeka sluppu allir við hvirfilbylji sem náðu niöur í NA-Kansas á föstudag. Hvirfilbyljirnir eyðilögðu um 125 hús í Topeka, einn maður dó og þrjátíu meiddust. Stormarnir skullu á um það leyti sem tók að rökkva á föstudag. Þeir fóru í norðaustur yfir Kansas City þar sem tugur Islendinga býr en ollu litlu tjóni þar. Aðeins er vitað um einn Islending sem býr í Topeka, Eddu Svan. Hún sagði við DV að hvirfilbylur hefði stefnt i átt að heimili hennar en breytt um stefnu og farið fram hjá. Hún og maöur hennar heyrðu í gær um hverfin sem fengu að kenna á eyðslumætti byls- ins. Þök höfðu fokið af sumum hús- um en af öörum var „ekkert nema spýtnarusleftir,” sagðiEdda. I Lawrence, þar sem búa ellefu Is- lendingar, námsmenn og fjölskyldur þeirra, skall á harður stormur. -EA Eggjamálið: „Læt reyna á hvaða skrípaleikur þetta er" — segir Gunnar Jóhannsson bóndi á Ásmundarstöðum „Það er ljóst að þeir eru aö draga í land og tala ekki um einokunarleyfi á eggjasölu heldur heildsöluleyfi,” sagði Gunnar Jóhannsson, bóndi á Ásmundarstööum, um viðhorf Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins í eggja- sölumálinu. En þau eru að einungis hafi verið samþykkt að veita einum aöila heildsöluleyfi og aðrir hafi ekki sótt um slíkt leyfi. „Þeir eru að breyta um aöferð í baráttunni. Nú sjá þeir að neytendur og allir hags- munaaðilar hafa mótmælt eggja- sölueinokun harölega og ætla því aðra leiö. Eg get sótt um heildsölu- leyfi og fær örugglega nei viö. Þeir ætla að drepa hina frjálsu sam- keppni meö fjárstyrk úr kjarnfóður- sjóði. Á félagsfundi hjá okkur hefur verið gefin sú yfirlýsing aö veröi dreifingarstöðin stofnuð, sé Fram- leiðsluráðið tilbúið að láta 7—8 mill- jónir af hendi rakna til hennar úr sjóðnum.” „Um leið og slík dreifingarstöö er komin á laggirnar, og þó að þær veröi tvær til þrjár til viöbótar, verð- ur öllum sett þaö skilyrði meöal ann- ars að selja eggin á ákveðnu verði. Þá drepa þeir um leiðsamkeppnina. Innan tveggja til þriggja ára verður síðan öllu breytt aftur, tekið upp kvótakerfi, eins og þeir ætluöu aö gera fyrir hálfu ári. Það er sama hvað einkarekstur er vel rekinn, hann getur ekki endalaust keppt við f járstyrkt ríkisapparat. Þeir ætla aö mismuna heildsöluleyfi með fjár- styrk úr kjamfóðursjóði. En það hef- ur sýnt sig að með úthlutun styrkja úr honum hefur mönnum verið mis- munað verulega. En fyrst þeir hafa í dag breytt um baráttuaöferðir og tala um heildsöluleyfi kem ég til með að sækja um slíkt leyfi. Og læt þá reyna á hvaða skrípaleikur þetta er,” sagði Gunnar Jóhannsson, bóndi á Ásmundarstöðum.” og það er spuming hvort ekki myndist sam- staða gegn þessu og úr verði önnur dreifingarstöð.” -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.