Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 22
DV. MÁNUDAGUR 9. MAl 1983. Zawinul og Shorter i góðu formi Sjaldan hafa jafnmargir beöiö jafn- óþreyjufullir eftir einni plötu og nýrri breiöskífu súper-súpergrúppunnar Pink Floyd. Loksins er hún komin og þvílík plata! Hún heitir The Finai Cut — og er besta plata sem ég hef lengi hlýtt á. Kannski allt frá því Veggurinn kom út. The Final Cut uppfyllir fylli- lega þær vonir sem ég hafði bundiö við hana — og bjóst ég þó viö miklu. The Final Cut er greinilega beint framhald af The Wall, tvöfalda albúm- inu sem allir muna og þekkja. Veggur- inn var fyrst og fremst verk Roger Waters og þaö er FC einnig. Um leið og nálin hefur aö nema plöturákimar og hljóö heyrast úr hátölurunum finnst manni sem þriðja plata The Wall sé komin út. Mörgum finnst slíkt eflaust vera galli. Því er ég ekki sammála. Waters viröist ótæmandi brunnur og býr yfir firnum hugmynda sem sjálf- sagt er að festa á plast. Veggurinn haföi ákveöinn boöskap fram aö færa, ómanneskjulegan og harðsoöinn heiminn. Þar sem vald hins Dómur poppgagnrýnenda dagblað- anna um plötu ársins í fyrra var ótví- ræöur: Too-Rye-Ah með Dexy’s Mid- night Runners taldist þar fremst í flokki. Enn er beðið nýrrar plötu frá Dexy’s en til þess að létta mönnum bið- ina hefur útgáfufyrirtæki hljómsveit- arinnar þrykkt á plast nokkur lög af smáskífum Dexy’s undir heitinu Geno en samnefnt lag lagöi grundvöllinn aö frægðarferli Dexy’s. Þaö var árið 1980 sem „Geno” stökk í hendingskasti upp á topp breska list- ans og hljómsveitin Dexy’s Midnight Runners var þá óþekkt aö kalla. Áöur hafði hljómsveitin gefið út eina 2ja iaga plötu meö lögunum Dance Stance og I’m Just Looking en béhliðin á „Geno” var Breakin ’Down the Walls of Heartache — og öll þessi lög er að sterka ríkir og kistallaðist í ómannúö- legu skólakerfinu sem alla steypti í sama mót. Og viö sögu koma raunir drengs sem misst haföi fööur sinn í stríðinu. Waters þekkir þá reynslu af eigin raun. Á FC heldur hann áfram aö velta fyrir sér þjóöfélaginu og eöli þess. Fyrir hvaöa málstað féll faöir hans í síðari heimsstyrjöldinni? Vél- menninguna þar sem vélmenni og stríösboöskapur kemur á undan manneskjunni og friöinum? Atvinnu- leysi? Atómbombu? Stríösæsinga- stefnu Brésnevs, Rígans, Tatsjers, Galtieris? Nei, af hverju ekki aö loka leiðtogana inni á hæli þar sem þeir geta leikiö sér í friði og látið almenning í friöi? Þaö eru margar spurningar sem kastaö er fram í textum Waters. Hins vegar fátt um raunhæf svör. Þær sögur hafa þrásinnis komiö upp aö Pink Floyd væri að hætta og fyrir sumum var víst fótur. Enn sem komið er hefur þaö ekki gerst. Þó hefur fækk- að í grúppunni. Hljómborðsleikarinn Richard Wright er hættur. Nú veröur þaö aö viöurkennast aö ég er ekki finna á þessari safnplötu. Yngsta lagiö er aftur á móti Plan B sem kom út á 2ja laga plötu 1981 og var endurbætt og gefiö út á nýjan leik á Too-Rye-Ah plötunni í fyrra. Fjögur laganna á plötunni er reynd- ar einnig aö finna á fyrstu breiöskífu Dexy’s, Searching for the Young Soui Rebels og þá eru aðeins fimm lög á nýju safnplötunni sem ekki hafa feng- ist á breiðskífu áöur . Onefnd eru The Horse (var notað sem lokalag í þættin- um Nýtt undir nálinni 1981—1982), One Way Love og Soui Finger. öll lögin eru frá því tímabili í sögu Dexy’s þegar blástur skipaöi æöstan sess, eins og nýir aödáendur vita hefur fiölan aö verulegu leyti leyst blásturshljóðfærin af hólmi. Skrifari þessara lína sá Dexy’s á sviöi voriö nægilega „útpældur pink-floydisti” til aö geta metiö áhrif brotthvarfs hans. Hins vegar sýnist mér í fljótu bragöi að breytingamar frá The Wall séu ekki ýkja miklar. Það má fljóta meö aö Roger Waters hefur lýst því yfir aö Pink Floyd sé ekki að leggja upp laupana. Aö vísu ætlar Waters aö snúa sér aö sólóplötu á næstunni sem eflaust veröurí framhaldiaf Vegg-og FC-pæl- ingunum. En snúum okkur þá aö tónlistinni á FC. Lögin teljast vera tólf. Nokkur standa þó varia undir aö teljast heil- steypt lög, frekar stef sem notuð eru til aö koma ákveönum boöskap á framfæri og tengja heildina saman. Oþarfi er aö geta um einstök lög. Plat- an virkar sem ein heild þar sem lögin skera sig lítið hvert frá ööru og viröast viö fyrstu hlustun vera nokkuö keim- lik. Kemur þaö ekki síst til af því aö uppbygging þeirra er svipuö. Fyrst kemur ljúfur söngur, stundum hálfgert hvísl meö kassagítar, píanói eöa fiöl- um á bak viö og síðan skellur á kraft- mikiö viölag. Þá fyrst bætast tromm- umar viö og sönguriiin rífur sig upp. Undantekning er þó lagið Not Now John sem er kraftmikiö lag, minnir óneitanlega nokkuö á Another Brick in the Wall, til aö mynda bassinn. Annars þarf vart aö tíunda tónlistina frekar. Frágangur plötunnar er allur fyrsta flokks enda ekki við ööru aö búast úr þessari átt. Upptaka er pottþétt. Ég vil benda sérstaklega á einn hlut þótt smár sé. I laginu Gunner’s Dream er sérdeilis skemmtileg skipting á milli söngsog saxófónssem vekuróblandna aödáun allra sem á hlýða. Á heildina litið er FC sannkallaður kjörgripur sem enginn ætti aðláta fara fram hjá sér. Ogjömingur er að nefna bestu lög. Platan er heilstæö og fellur aö mínu mati hvergi niður. Sem sagt: 1981 og heyrði þá öll þessi lög flutt á af- ar eftirminnilegah hátt. Dexy’s er aö mínum dómi einhver merkilegasta hljómsveit sem uppi NÝJARPLÖTUR hefur veriö á síf" i árum og hafi menn einhverra hluta 'gna misst af fyrri hálfleik í sögu Dexy’s er sjálfgert að veröa sér úti um eintak af Geno. Kjör- gripur. -Gsal Weather Report er oröin langlíf hljómsveit í jassheiminum. Allt frá því hljómsveitin var stofnuð 1970 hefur hún verið leiðandi í rafmögnuöum jassi og áhrif á aðrarhljómsveitir sem leika sér aö rafmögnuöum jassi hafa veriðmiklar. Þótt nafniö Weather Report standi fyrir hljómsveit má kannski í dag frek- ar tala um dúett því mannabreytingar hafa verið tíöar ef undanskildir eru stofnendumir, Josef Zawinul og Wayne Shorter. Þeir tveir hafa borið uppi hróöur hljómsveitarinnar í gegn- um árin og þótt mistækir séu efar eng- inn sem hlustar á þá aö þar eru snili- ingaráferöinni. Áöur en þeir stofnuöu Weather Re- port léku þeir meöal annars báöir með Miles Davis en Josef Zawinul var kannski þekktastur fyrir samstarf sitt viö Cannonbail Adderley og þau ár sem hann lék í kvintett hans samdi hann megnið af tónlistinni sem flutt var. Weather Report hefur sent nokkuö reglulega frá sér plötur, um þaö bil eina á ári, og hefur mér fundist á síð- ustu tveim plötum aö tæknin væri aö yfirkeyra melódíuna og hafa þær vald- iö mér nokkrum vónbrigðum. En kapparnir hafa séö aö sér og á nýjustu plötunni, Procession, eru þeir félagar í miklu og góöuformi og þótt tækninni sé óspart beitt þá er þaö ekki á kostnaö melódíunnar heldur er tækninni beitt í þágu stefsins. Fyrir utan þá Zawinul og Shorter eru í Weather Report í þetta skiptiö trommuleikarinn Omar Hakim, sem einnig tekur í gítar, bassaleikarinn Victor Bailey og Jose Rossy sem leikur sér á alls konarásláttarhljóöfæri. Þeir eru allir nýir í hljómsveitinni og kannski má aö einhverju leyti rekja til þeirra hversu góö Procession er. Þeir sýna allir virkilega góð tilþrif, sérlega eréghrifinnafleik VictorBailey. Platan byrjar á titillaginu Procession og er þar um lítið og laglegt stef eftir Josef Zawinul aö ræöa sem þeir félagar Zawinul og Shorter leika sér að í nærri níu mínútur þannig aö unun er aö hlusta á, tvímælalaust mest grípandi lagiö á plötunni. Plaza Real eftir Shorter og Two Lines eftir Zawinul eru tvö ágæt lög í anda Weather lleport, jass með nokkr- um funkáhrifum, en virka frekar dauf í samanburði viö Procession. En á seinni hliö plötunnar byrjar gamaniö aftur, ein perlan tekur við af annarri. Where The Moon Goes er fyrst. Er þar um aö ræöa lag eftir Zawinul og þaö sem gerir þaö nokkuð frábrugöiö öörum verkum hans er aö texti hefur veriö saminn viö lagiö og til aö flytja hiö talaða mál hafa þeir feng- iö til Úös viö sig hinn frábæra söng- kvartett Manhattan Transfer og út- koman er margslungið og heillandi verk að mínum dómi. Aö vísu gæti þaö farið fyrir hjartaö á sumum. The Well hafa þeir Zawinul og Short- er samið saman og er þar um dular- fullt verk að ræða sem býður upp á margs konar túlkanir og skilning en heillar því meira sem maður heyrir það oftar. Síöasta lag plötunnar er Molasses Run. Er það jafnframt eina lagiö á plötunni sem samið er af öörum en Zawinul og Shorter en þaö er trymbill- inn Omar Hakim sem hefur samið þaö. Fyrir minn smekk er þaö einna síst laganna á plötunni og þrátt fyrir mikil og góö sóló í því lagi nær það aldrei aö vakna til lífsins. I heild er ekki annaö hægt aö segja um Procession en aö þar sé um að ræöa eina af betri plötum Weather Re- port og aödáendur hljómsveitarinnar ættu ekki aö láta hana vanta í safnið sitt og fyrir þá sem hafa áhuga er Procession kjörin plata til aö kynnast fremstu jass-funk hljómsveitinni. HK. Roger Waters hefur enn tekist að sendafrásérmeistaraverk. —TT. DEXY’S MIDNIGHT RUNNERS - GENO: BLÁSH) í GAMLAR GLÆÐUR IHALLBJÖRN HJARTARSON - KÁNTRÝ 2 Kántrý2 eráhangendum Hallbjamar mestur sigur KEVIN ROWLAND Enn geysist Hallbjöm Hjartarson kántrímaöur frá Skagaströnd fram meö plötu. Þetta er þriöja sólóplatan en fær þó heitið Kántrý 2. Halibjöm fær með sér úrvalslið úr hópi hljóö- færaleikara og útsetningar Siguröar Rúnars svíkja ekki. Upptökur fóm f ram í Stúdíó Stemmu. Kántrý 2 fer af stað í sæmilegu lagi meö þungum takti, Sannur vinur. Söngvarinn kemst þar óhaltur frá verki en varla í næsta lagi, Fæ ég þig að sjá. Það er óttalegt draf með klifri og sigi upp og niður tónstigann. Frjáls- lega er farið meö hinn hreina tón. Kannski þaö sé í anda hias vestur- heimska kántrís sem oft er sungið bæði falskt og gegnum nefið. Man ein- hver eftir hryllingnum í sjónvarpinu í haust og kallaðist bluegrass? Hafi þaö veriö merkilegt eru 2X2=36 og Hall- bjöm Hjartarson nýr frelsari fæddur. Ég vitja þin heitir hressilegt „hott, hott á hesti lag”. Skemmtilega útfærð- ur reiðtúr. Utsetningin nær ágætlega stemmningu bikkjumannsins á flatneskjunni vestra eöa í móunum nyöra. Meö betri lögum á plötunnl — Næsta lag, Ég mun bíða, er ekki fyrir minn smekk — þungur og leiöinlegur gítarsláttur og klunnalegur trommu- leikur. Lagiö ber keim af Creedence Clearwater stílnum fræga en er ekki meira. Popp og djamm finnst mér ég hafa heyrt áður — lauflétt tjútt en ekki verulega mikið kántrí. Kántríleysið loðir reyndar viö fleiri lög plötunnar, hvemig svo sem skilgreina á þá tón- listarstefnu. — Síðasta iagið á A-hlið er Hvar ertu vina?Lagiðer hvorki fugl né fiskur en fær á sig dularfullan blæ þegar Hallbjörn bregöur fyrir sig alpa- jóöli sínu. Undarleg blanda þetta af amerísku, tirólsku og Skagastrandar- kántríi. Jóðl finnst mér alltaf líkast spangóli í hundum. Kántribær er bara býsna gott kántrílag. Hallbjörn býöur þar hlust- andann velkominn í veitingastað sinn fyrir noröan, hvar snara kúrekans hangir á stoö og rif illinn er til taks uppi á vegg. Sjómannskonan er eitt af þess- um lögum sem mér finnst ég hafa heyrt áöur. Gerði Vilhjálmur Vil- hjálms ekki eitthvað svipaö? Og þaö má mikið vera ef Heima er ekki svip- aðrar ættar. Ekki spennandi lag þaö. Úskalagið er hins vegar hressilegt, sérstaklega hvaö útsetningu varöar. Þaö má mikiö vera ef þetta á ekki eftir aö rúlla í óskalagaþáttum í sumar. Textinn er svona og svona, Hallbjöm er ekkert stórskáld. I Söngfuglinum er snoturt viölag meö tilheyrandi fugla- söng og kröftugum bakröddum — lag sem vinnur á, held ég. En ekki síðasta lagið á Kántrý II, Meira í dag en í gær. Hundleiöinlegt lag og veUulegur texti, hvort tveggj a eftir Jóhann G. J óhanns- son og sungið meö drafandi röddu kántrímannsins. Fiölurnar ná ekki aö lyfta laginu upp þó þær reyni. Kántrý 2 gefur kántrí-unnendum ekki mikiö, pönkurum ekkert, stefnu- lausum kannski eitthvaö. Hún er áhangendum Hallbjamar mestur sig- ur. Kántrímaöurinn getur sett saman lög, engum dylst þaö, og kjarkurinn aö koma þeim á plast virðist hreint óbil- andi. Plötuhulstrið fær engin fegurðar- verölaun. JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.