Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 9. MAl 1983. ✓ '■ DAGBLAÐIÐ-VÍSIR I - MwBHHHNnHw' jNHHHHNHNNNMNNHHHHNHNHHHN Útgáfuféiag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sfjómarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoflarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: RÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON, Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—T4. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 210 kr.Verð ílausasölu 18 kr. Helgarblað22 kr. Hvað verðurum loforðin? Athygli manna hefur síðustu daga mjög beinzt að vangaveltum efnahagssérfræðinga og stjórnmálamanna um vísitölukerfi. Margt skiptir þó meiru fyrir framvindu efnahagsmála en, hvaða vísitölur eru notaöar. Ef marka má yfirlýsingar flokkanna fyrir kosningarnar, er mikill munur á stefnu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í mikilvægum þáttum. Verði Framsókn í næstu ríkisstjórn, skiptir það okkur öll miklu, að hún „gleymi” þeirri áherzlu, sem hún lagði fyrir kosningarnar á bein eða óbein innflutningshöft. Margt hefur farið aflaga í landsstjórninni um árabil. Þó hefur okkur tekizt aö varðveita innflutningsfrelsi að mestu. En freistandi er, þegar að kreppir, að vilja víkja frá frelsinu. Þannig féllu framsóknarmenn í þá gryfju að mæla fyrir hömlum á innflutningi. Þetta er eitt af grundvallaratriðunum, sem skipta sköp- um um, hvernig fer um efnahag okkar í nánustu framtíð. Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, kom inn á þetta í ræðu á aðalfundi Vinnuveitendasam- bandsins. Hann sagði: „Lítið land með opið og sérhæft hagkerfi eins og ísland á reyndar engra betri kosta völ en aö freista þess að versla sem frjálsast við sem flesta. Verndarráðstafanir af okkar hálfu yrðu reyndar alls engin sjálfsvörn, miklu heldur fela þær í sér þá hættu að atvinnuvegirnir lendi í sjálfheldu og stöðnun óhagkvæmr- ar framleiðslu.” Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hinn bóginn lagt í kosningabaráttu áherzlu á frjálsræði, aukið frelsi fremur en skeröingu þess. Sjálfstæðismenn tala um þetta sem grundvallaratriði, þótt reynslan hafi sýnt, að þeim er varlega treystandi í því efni. Miklu skiptir, að þeir hafi nú betur, sem vilja meira frelsi í viðskiptalífinu. Sjálfstæðisflokkurinn lagði í kosningabaráttu einkum áherzlu á tvö „kosningaloforð”, afnám tekjuskatts á al- mennar launatekjur og stórhækkun húsnæðislána. Menn óttast, að Sjálfstæðisflokkurinn kunni í nýrri ríkisstjórn að svíkja þessi loforð. Þá mundu forystumenn flokksins væntanlega vísa til þess, að samstarfsmenn þeirra úr öðrum flokkum hafi ekki fallizt á þessa stefnu. Þeir kunna að nefna, að erfitt sé að draga úr tekju- skatti, þegar óvænlega horfi í efnahagsmálum. Hug- myndin um afnám tekjuskatts er þó óháð slíku. Hún miðar við breytingu á skattakerfinu, þannig að hinn rang- láti tekjuskattur verði lagður niður en meira innheimt með óbeinum sköttum í staðinn. Slíkt yrði stórt skref til meira jafnræðis í þjóðfélaginu. Húsbyggjendur óttast, að sjálfstæðismenn muni í sam- steypustjórn, til dæmis með Framsókn, finna einhverjar afsakanir til að komast undan að stórhækka húsnæðislán- in. Einnig þar megi búast við „útskýringum” á erfiðum hag ríkissjóðs og tilvitnun til tregðu ráðherra úr öðrum flokki eða flokkum. Því verður athyglisvert að fylgjast með, hvað verður um helztu kosningaloforð sjálfstæðismanna, verði þeir í næstu ríkisstjórn. Framsóknarmenn lýstu til dæmis fyrir kosningar andstöðu við afnám tekjuskattsins. Stjórnmálamenn hafa yfirleitt litið á kosningaloforð sem tæki til þess eins að veiða sem stærstan kjósendahóp. Þeir hafa verið fundvísir á afsakanir og útskýringar á því, hvers vegna þeir hafa sjaldan staðið við neitt. Einnig er sú trú þeirra sterk, aö kjósendur gleymi hvort eð er næstum öllu milli kosninga. Haukur Helgason. Nú verða bændur að verja rétt sinn Ekki er einleikið hvaö sjávarút- vegsráöuneytið veöur uppi meö vald- níöslu og yfirgangi á hendur bænd- um, lætur sem fom réttur þeirra, gamlar hefðir, lögmál lífs og náttúra séuekkitil. Sjávarútvegsráöherra er á rangri línu, haldi hann aö ráðuneyti hans megi ráöslaga meö selveiðar eftir þess höföi. Alveg eins gætu þeir kumpánar sagst eiga yfir aö ráöa æðarfugli, bjargfugli, laxi og silungi, af því þær skepnur skaparans geta syntá ogísjó. Selveiði er hlunnindi sem fylgja og hafa fylgt bújöröum frá ómunatíö. Selveiöi er metin til hlunninda í fast- eignamati, er hluti af verði jarð- anna, fastur gjaldstofn bæöi í eignar- skatti og fasteignagjöldum, alveg eins og Iaxveiöi, æðarvarp og reki. Af þessu leiðir þaö og liggur óum- flýjanlega í hlutarins eöli, aö drepi aövífandi og óviökomandi menn seli, þá samsvarar þaö alveg laxveiðum Færeyinga um höfin víö og samsvar- ar líka því þegar veiöiþjófar drepa æöarfugl. Það er félagsskapurinn sem hringormanefndin og sjávarút- vegsráðuneytiö eru í. Tilvera landsels og útsels er bundin landinuámóta óumflýjanlega eins og tilvera lax og göngusilungs er bundin landinu, þ.e. fersku vatni í ám og lækjum á landi. Þetta er atriöi sem skiptir sköpum og ræöur úrslit- um. Framhjá þvíverðurekkigengið nema allt réttlæti sé fótumtroðið. Ut- selurinn kæpir á úteyjum og útskerj- um fyrir ofan flæðarmál. Þangaö fara urtumar til aö láta kópana sjúga, ala þá þar upp allt þangaö til þeir fara úr fæðingarhárum. Þeir alast upp uppi á landi. Nokkuö áþekkt erhjá landselnum. Urtumar kæpa á skerjum í vogum og sundum næst landi, skríöa á land upp í hvert sinn sem kóparnir þurfa aö sjúga. Þeir alast því einnig upp á landi og verða vanabundnir æsku- stöövunum og fastheldnir viö þær eins og aörar skynsamar skepnur. Viö brimströndina á landselurinn líka stöövar uppi á söndunum og enn- fremur á sandeyrum uppi í stórfljót- unum. Gegnir þar nákvæmlega sama máli um uppeldi kópanna. Þaö styöst viö landiö, byggist á því. Rétt hlunnindabænda má ekki bera fyrir borð né fótumtroða hags- muni þeirra. Þar mega hagsmuna- samtök bænda og félagssamtök ekki bregðast, heldur rísa ótrauð upp til vamar. Og það sem meira er. Þama Játvarður Jökull Júk'usson bændur að glata rétti sinum. Hætta steðjar að landselnum vegna þeirra gegndarlausu hrognkelsaneta, sem girða alla firöi. Þar kemur sjávarút- vegsráðuneytiö enn viö sögu, kann sér lítt hóf, skeytir engu þó fomar heföir séu þverbrotnar, blint í sjálfs sín sök og stendur fyrir þvílíkri rán- yrkju að undrum sætir. Vandræði út af hringormi. Sagt er aö meira beri á hringormi og er sel- unum kennt um. Fráleitt er aö gleypa við öllum sögusögnum, líka þeim sem stimplaðar eru „vísindi” þegar svo þy kir henta. Eru hringormar í öllum selum? Er ekki sín sníkjudýrategundin á hverri selategund, rétt eins og er á tegundum fugla og á tegundum land- dýra? Eins og allir ættu aö vita, er svo um sníkjudýr hvort heldur er innvortis eða útvortis, aö sín lúsin og sinn ormurinn er á hverri tegund- á landbúnaðarráöuneytiö að láta til sín taka og aö sér kveöa og stoppa af frekjudólgana í sjávarútvegsráðu- neytinu. Segja: Hingað og ekki hóti lengra. Enginn bóndi né heldur nokkur aöili sem á aö vernda rétt bænda, má hugsa sem svo: Ekkert verö fæst fyrir selskinn lengur. Þess vegna þýöir ekkert aö veiöa sel, þess vegna tekur því ekki aö skipta sér af því þótt aðrir taki í taumana. Hugsunar- háttur af þessu tagi er svo skamm- sýnn aö engu tali tekur. Selskinn, kópaskinnin, em nú einu sinni slík dýrindis vara, svo fögur náttúruaf- urö, aö naumast getur hjá því farið aö sóst verður eftir þeim á ný og þaö ef til vill fyrr en nokkurn nú grunar. Þess vegna má ekki koma fyrir inni. Þetta verður að vera alveg á hreinu, svo aö landselnum sé ekki kennt um sníkjudýr sem lifir í útsel — eða öfugt. Þótt bændur eigi skýlausan rétt varöandi selina, veröa þeir aö gæta hófs og fjölga sel ekki ótakmarkað. Slíkt væri ein tegund rányrkju, hliö- stætt ofbeit. Nú sækja fiskimenn og fiskiðjumenn fast að selnum og að rétti bænda. Nú er þaö bændanna að varðveita allan sinn rétt, en um leið aö mæta sanngjörnum kröfum gagn- aðilans meö þeirri lipurö, aö leitt geti til sátta og þeirrar lausnar sem yrði beggja hagur. Játvarður Jökull Júlíusson bóndi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.