Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 9. MAI1983. 31 Nýjar bækur Nýjar bækur ORÐSPOR DAGANNA eftir ingibjörgu Haraldsdóttur Ut er komin hjá Máli og menningu önn- ur ljóöabók Ingibjargar Haralds- dóttur, Orðspor daganna, og má segja eins og stundum er sagt um skáldsög- ur aö hún sé sjálfstætt framhald af fyrri bók Ingibjargar, Þangað vil ég fljúga. Þessi nýja bók skiptist í sex hluta og hefst í útlegð í heitu landi þar sem ang- an lygilegra blóma hvíhr yfir öllu. Ur útlegðinni má svo rekja orðspor skáldsins heim — til annars lífs og öðruvísi. Tónn ljóða Ingibjargar er hlýr og angurvær á stundum en líka glettinn og jafnvel kaldhæðinn. Hún ræðir hispurslaust í tjáningarríku myndmáli um reynslu sína af því að vera kona, gift, fráskilin, á miðjum aldri, móöir, og margir munu kannast við það sem hún sýnir og segir frá. En hin stóra veröld er ekki fjarri og einnig er ort um blaðamannaraunir og for- seta Bandaríkjanna: ' I síðasta kafla bókarinnar eru þýdd ljóð eftir Pablo Neruda, Cesar Vallejo, Roque Dalton, Ricardo Morales, Gioconda Belli, Leonel Rugama og NicolásGuillén. Oröspor daganna er 103 bls., prentuð í prentsmiðjunni Hólum. Kápu gerði HilmarHelgason. ÍSLENSKAR SMÁSÖGUR III. BIIMDI Ut er komið hjá Bókaforlagi Al- menna bókafélagsins in. bindi Is- lenskra smásagna 1847—1974. Kristján Karlsson er ritstjóri verksins en sögumar í þetta bindi hefur valið Þor- steinnGylfason. I þessu bindi eru eingöngu sögur úr samtímanum, þ.e. eftir höfunda sem gáfu út fyrstu smásögur sínar á tíma- bilinu 1940—1974. Formáli er fyrir bindinu eftir Kristján Karlsson og er hann niöurlag ritgerðar hans um ís- lenska smásagnagerð en tvo fyrri hluta ritgerðarinnar er að finna í I. og H. bindi. Með þessu bindi er lokið úrvali BAB úr smásögum íslenskra höfunda, en von er á a.m.k. tveimur bindum þýddra smásagna. Mikil fjölbreytni er í efni þessa bind- is, ,,ag sé þaö rétt að smásagnaúrval sem þetta séu sagnbókmenntir við- komandi tímabils í hnotskurn, þá ber þetta þriðja bindi samtímabókmennt- um okkar fagurt vitni,” segir í kynn- ingu í bókinni í Fréttabréfi bóka- klúbbsins. Þorsteinn Gylfason segir í eftirmála' um val sitt að tvö sjónarmið hafi ráðið við val sagnanna, aðalsjónarmið og aukasjónarmið. Aðalsjónarmiðið hafi veriö að setja saman sem besta og skemmtilegasta bók og aukasjónar- miðið að bókin brygði upp myndum þeirra tíma er sögurnar voru samdar. Sögur í þessu III. bindi eru 34 talsins eftir jafnmarga höfunda. Islenskar smásögur III. bindi eru 466 bls. að stærð og unnar í Prentsmiðj- unniOdda. ÁSA, JÓN OG AGNARÖGN Nýlega kom út hjá bókaútgáfunni Bjöllunni bókin ÁSA, JON OG AGNARÖGN eftir Grethe Fagerström og Gunilla Hansson. I formála að bók- inni segir þýðandinn, Helga Guð- mundsdóttir, m.a.: „Bókin Ása, Jón og Agnarögn er kyn- fræðsla handa börnum. Þetta er myndasaga með samtölum, þar sem segir frá Ásu og Jóni sem eignast systkini. Bókinni er ætlaö að auðvelda bömum að fá opinská og hreinskilnis- leg svör við spurningum sínum um kynlíf — og að auðvelda fullorðnu fólki aö gefa slík svör. Bókin er auðlesin, og myndasagan auðveldar bömununum aö rifja upp hina ýmsu kafla á eigin spýtur — einnig þeim sem ekki em læs. En það varðar miklu að bókin sé fyrst lesin meðeinhverjumfullorðnum Bókin er gefin út í samvinnu við sænsku útgáfuna Gavle. Prentstofa G. Benediktssonar sá um umbrot og filmuvinnu. mm * AUGU VIÐ GANGSTÉTT eftir Einar Ólafsson Mál og menning hefur sent frá sér nýja ljóðabók eftir Einar Olafsson, Augu við gangstétt, enEinarhefuráð- ur gefið út f jórar lj óðabækur. Augu við gangstétt skiptist í sex hluta sem geyma ljóð af nokkuð ólíku tagi. I fyrsta hluta má skynja ógn nú- tímalífs bak viö hógvær orð og myndir. Annar hluti heitir Hvíslið í gráum morgni og færir okkur nær daglegri baráttu fyrir brauði og hugsjónum. I þriðja hluta er ort um byltinguna í Rússlandi 1917, en í fjórða og fimmta hluta era mildir blues-söngvar um ást og aðrar tilfinningar, ljóð eftir karl- mann en þó kannski ekki karlmannleg í hefðbundnum skilningi. Síðasti hluti bókarinnar heitir öskutunna og sýnir það nauðsynlega portgagn sem tekur við lífi okkar smám saman eftir því semþvílýkur. Augu við gangstétt er 102 bls., prentuð í prentsmiðjunni Hólum. Kápu gerði Hilmar Helgason. BnarÓlafsson Augu vió gangstétt Máiogmennrig Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11 og síminn þar er 27022 Opið virka daga kl. 9-22. Laugardaga kl. 9-14. Sunnudaga kl. 18-22. Islandsmeistaramót í hárgreiðslu og hárskurði ÍIÍÍP -■ veröur haldiö í BROADWAY sunnudaginn 15. maí '83. Keppnin hefst kl. 10 f.h. og lýk- urkl. 17. „Galadinner" um kvöldiö. Miöapantanir í síma 27667. 5 efstu í hvorri iöngrein fá rétt til keppni á Noröurlandamóti. Erlendirdómarar. Fjölmennið og sjáið skemmtilega keppni. Samband hárgrei&slu-og hárskerameistara. VORUM AÐ FÁ NÝJAR GERÐIR SÓFABORÐA Royal hilíusamstæöur meö margs konar möguleikum mmI mKm t»i«nzk fttmkifish HÚSGAGNA- SMIOJUVEGI 30 $IMI 72870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.