Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Blaðsíða 30
30
DV. MÁNUDAGUR 9. MAI1983.
RYÐVÖRN sf.
SMIÐSHOFÐA 1, S 30945
BÍLARYÐVÖRN
UNDIRÞVOTTUR
MÓTORÞVOTTUR
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Tímapantanir
13010
■■■■• ■■■■■ ■
:::::::::::::::::::::::::«::::::::::::::::::::::: m::
:::::::::: :n:::::::::::: ::m::::::«::::::: ::ih:
Happdrætti Blindrafélagsins |
* :::::
Dregiö var 29. apríl.
Uppkomunúmer: 27467 — 17141 — 2605.
Blindraiélagið,
Samtök blindra og sjónskertra,
Hamrahlíð 17.
■ •■■■• ■•■■■ ■■•■■ ■■■■• ••■■■
itiij
M
ÍIHI
$i|
Í!
ii::::ÍH:
Söngskglinn / Reykjavík
Umsóknarfrestur
um skólavist í Söngskólanum í Reykjavík
næsta vetur er til 19. maí nk. Umsóknareyðublöð fást í Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar og á skrifstofu Söngskólans,
Hverfisgötu 45 R., sími 21942—27366, þar sem allar nánari
upplýsingar eru veittar daglega frá kl. 13.00—17.00.
Skólastjóri.
Frá stjórn verka-
mannabústaða Hrísey
Tvær íbúðir í verkamannabústöðum í Hrísey til sölu.
Ibúðirnar eru í parhúsum, 2ja og 3ja herbergja.
Skilyrði til kaupa er aö umsækjendur uppfylli kröfur sem
gerðar eru í lögum um verkamannabústaði.
Ibúðirnar verða tilbúnar til afhendingar.
Umsóknum sé skilað á skrifstofu Hríseyjarhrepps fyrir 28.
maí nk.
Upplýsingar í síma 96-61762 og á kvöldin í símum 96-61739 og
96-61775.
Næg atvinna.
STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
AF SMÁAUGLÝSINGUM
Veittur verður
10% AFSLÁTTUR
afþeim smáauglýsingum
ÍDVsem erustaðgreiddar.
Það telst staðgreiðsla
ef auglýsing ergreidd
daginn fyrir birtingardag.
Verð á einni smáauglýsingu
af venjulegri stærð,
sem erkr. 240,-
lækkar þannig
íkr. 216,-
efum
staðgreiðslu er að ræða.
Smáauglýsingadeild,
Þverholtill— sími27022.
Kirkjufélagið
Geisíinn:
Öf lugt starf
í þágu Eskfirðinga
Kirkjufélagið Geislinn á Eskifirði
var stofnað 6. febrúar 1941 af sjö
framsýnum eskfirskum konum. Nú er í
félaginu21kona.
Kirkjufélagið byrjaði á því aö láta
steypa garð í kringum kirkjugarðinn
og hélt það kirkjugarðinum vel við í
mörg ár enda er hann Eskfirðingum til
mikils sóma. Þess má geta að nú hefur
bæjarfélagið tekið við allri umhiröu á
kirkjugarðinum. Einnig hefur kirkju-
félagið Geislinn hugsað afar vel um
kirkjuna hér. Fyrir 28 árum gaf þaö,
ásamt kvenfélaginu Dögginni,
fermingarkyrtla og nú í vor endumýj-
uðu áöurgreind félög kyrtlana, því svo
mörg börn voru fermd, eða 27. Hafa
aldrei verið fermd eins mörg börn á
sama degi í Eskifjarðarkirkju.
Nýlega var haldinn aðalfundur
kirkjufélagsins Geislans og kosinn nýr
formaður, Vigdís Björnsdóttir. Fráfar-
andi formanni, Guöbjörgu Bjömsdótt-
ur, voru þökkuð alveg frábær störf
síðastliðin 15 ár.
Undanfarin ár hefur Geislinn haldiö
samkomur fyrir eldri borgarana á
Eskifirði mánaðarlega yfir vetrar-
mánuöina af mikilli rausn og myndar-
skap. Síðasta samkoman var 30. apríl.
Þar var margt til skemmtunar,
Hilmar Hilmarsson kennari las upp
bráðskemmtilega sögu, Þorvaldur
Friðriksson og tveir synir hans spiluðu
á hljóðfæri af miklu fjöri og Rósa Áka-
dóttir söng einsöng. Eldri borgaramir
voru komnir í svo gott stuð undir hinni
dynjandi músík hljómsveitarinnar að
þeir sungu þrjú síðustu lögin af mikilli
lyst og það geislaði úr augum allra
borgaranna, þeir voru svo ánægöir.
Vill stjórn Geislans koma á framfæri
þakklæti til Þorvalds Friðrikssonar og
fleiri skemmtikrafta sem alltaf hafa
skemmt á þessum samkomum endur-
gjaldslaust meö mikilli gleði.
Peninga fá konumar með sölu
samúðarkorta og kaffisölu hálfs-
mánaðarlega fyrir bridge-félagið. Svo
em margir góöir menn sem heita á
félagið og það er eins gott að heita á
Geislann og Strandarkirkju.
Regína,
Eskifirði/JBH
Námsmenn starf-
rækja vinnumiðlun
Atvinnumiölun námsmanna er tekin
til starfa og er hún til húsa í Félags-
stofnun stúdenta við Hringbraut.
Mikill fjöldi námsmanna og atvinnu-
rekenda hefur á undanförnum árum
leitað á náöir atvinnumiðlunarinnar. I
fy rra skráðu um 700 námsmenn sig þar
og fengu flestir farsæla úrlausn mála.,
Námsmenn em hvattir til aö skrá sig
og notfæra sér þessa þjónustu.
Atvinnumiðlunin er opin alla virka
daga f rá klukkan 9 til 17.
Þau samtök sem standa að at-
vinnumiðluninni em: Stúdentaráð
Háskóla Islands, Bandalag íslenskra
sérskólanema, Samband íslenskra
námsmanna erlendis og Lands-
samband mennta- og f jölbrautaskóla.
-ÖEF.
Tekin fyrir ávísanafals
Kona og tveir menn, öll um tvítugt,
voru handtekin fyrir ávísanafals
síðastliðinn mánudag. Konunni var
sleppt en báðir mennirnir afplána nú
fyrri dóma. Ekki liggur ljóst fyrir hve
háar upphæðimar vom.
Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins stálu þau skjalatösku úr bíl í
Reykjavík um síðustu helgi. I skjala-
töskunni voru ávísanahefti og tóku þau
strax til við að ávísa á reikning, sem
ekki var til, bæði í Reykjavík og á
Akranesi.
-JGH
Skýrsla staðarvalsnef ndar
um iðnrekstur komin út
— inniheldur mikinn fróðleik um iðnaðarmöguleika nánustu framtíðar
Komin er út skýrsla staðarvals-
nefndar um iðnrekstur og ber hún
heitið Staðarval fyrir orkufrekan
iðnað: Forval. Er í henni dreginn
saman mikill fróðleikur um aðferðir,
við staðarval og um staðhætti víðs
vegar um landiö og hafa slíkar
upplýsingar ekki áöur verið tiltækar
á einum stað í jafnaðgengilegt
formi.
Staðarvalsnefnd um iðnrekstur
var skipuð í október 1980 til þess að
kanna hvar helst komi til álita aö
reist verði iðjuver í tengslum við
nýtingu á orku- og hráefnalindum
landsins. I nefndinni eiga sæti
fulltrúar frá iönaðarráðuneytinu,
Náttúmvemdarráöi, Orkustofnun,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu og byggöadeild Fram-
kvæmdastofnunar.
Nefndin hefur að beiðni iðnaöar-
ráöuneytisins einnig unnið aö
ýmsum sérstökum verkefnum er
varða tiltekna iönaöarkosti sem hafa
verið til athugunar. Hafa skýrslur
um þau verkefnikomið út jafnóðum.
I hinni nýútkomnu skýrslu era
raktar þær forsendur og
skilgreiningar sem nefndin hefur
lagt til grundvallar í störfum sínum,
fjallað um félagsleg áhrif iðjuvera,
m.a. með tilvísun í reynslu Norð-
manna af svokölluöum einhæfum
iönaðarstöðum.
Raktir em einstakir þættir er
varða staðsetningu iðjuvera eftir
svæðum og stöðum á landinu. Þar er
um aö ræða fólksfjölda og búsetu,
hafnir og hafnarskilyrði, orkulindir,
raforkukerfi, hagnýtanleg jarðefni,
veðurfar, hafís, náttúruhamfarir og
náttúruvernd. Einnig em í skýrsl-
unni lýsingar og kort af öllum.
þéttbýlisstöðum landsins meö yfir
500 íbúa ásamt nágrenni staðanna.
Er í hverri lýsingu fjallaö sérstak-
lega um byggð og íbúafjölda, hafnar-
skilyrði, landrými, legu viö raforku,
staðbundnar auðlindir og náttúru-
vernd í nágrenni staðarins.
Aðstandendur skýrslunnar vonast
til þess að hún geti orðiö bæði gmnd-'
vallarheimild og handbók öllum
þeim er þurfa aö fjalla um
orkufrekan iðnað hérlendis í f ramtíð-
inni. Skýrslan er 137 síður aö stærö
og verður til sölu í bókaverslunum og
víðar.
-pa
PRJÓNAGARN - ÚTSAUMUR - SMYRNA
W1
Parið á ströndinni
ásamt mörgum
ísaumsmyndum fyrir-
liggjandi
h Sjón er sögu ríkari
Póstsendum daglega H0F
Hjerte Colby
Hjerte Crepe
Cermatt skútugarn
Allt 100% super wash
Alullargarn á útsölu
nœstu vikur
Ádur kr. 33,- til 40,-
Nú alltákr. 25,-
- INGOLFSSTRÆT11
(GEGNT GAMLA BÍÚI). SlM116764.
J