Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR14. JUU1983. SAMDRÁTTVR - KREPPUEINKENNI? „Jafnvel unglingamir era hættir að láta sjá sig” - segir verslunarst jóri í hl jómplötuverslun í Reykjavík ,,Sala í hljómplötum er nánast eng- in núna,” sagði verslunarstjóri í hljómplötuverslun í Reykjavík er við spurðum hann um söluna á íslensk- um og erlendum hljómplötum um þessarmundir. „Þaö er smáplötusala fyrstu tvær vikumar í hverjum mánuöi, en síðan dettur hún niður í ekki neitt. Þá er búið úr buddunni. A þetta jafnt við umalla aldurshópa.” „Yfir sumarmánuðina hefur oftast nær verið góð plötusala til unglinga, sem eiga þá einhverja peninga vegna sumarvinnu sinnar,” sagði annar hljómplötusali. „Nú sjást þessir unglingar varla. Þeir eiga enga peninga aflögu til kaupa á hljómplötum frekar en aðrir. ” „Plötur eru mjög dýrar hérna. Þær stóru kosta um 500 krónur og það er of mikið fyrir flesta. Það fólk sem hefur efni á því að fara til úr- landa kaupir sínar plötur þar. Þær kosta helmingi minna þar en hér. Þessar plötur, ef þær eru nýjar og góðar, ganga síðan á milli manna og eru teknar upp á band. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á okkur, en því er heldur ekki að leyna að fólk hefur minni peninga handa á milli um þessar mundir og það spar- ar viö sig plötukaup eins og hægt er,” sagði stór innflytjandi í plötubrans- anum sem við ræddum við. -klp- Enn minni sala í bókum en áður? „Telst gott ef ein bók selst á dag” — segir kunnur bóksali á Stór-Reykjavíkursvæðinu „Það er lítil sala í bókum um þess- ar mundir. Þaö er þaö alltaf um þetta leyti árs, en ég held að það sé enn verra núna en oft áður,” sagði kunnur bóksali í Reykjavík er viö spurðum hann um sölu á bókum núna. „Haustið og veturinn er okkar tími, en þó hefur alltaf verið örlítil hreyfing á sumrin. Nú koma dagar sem bókstaflega ekkert er aö gera hvorki í bókum, blöðum né öðru,” bætti hann við. „Einu bækurnar sem við seljum núna eru til afmælisgjafa. Það kemur enginn til að kaupa bækur handa sjólfum sér,” sagði verslunar- stjóri í annarrí bókabúð. „Bækur eru dýrar og fólk sparar við sig núna á því sviði eins og öðrum. Þaðtelst gott ef það fer ein og ein bók á dag.” -klp- Húsgagnaverslanir: Ekkert út og lítið á mánuði „Það er gott að semja við hús- gagnaverslanirnar í dag, það er að segja ef þú átt einhverja peninga,” sagði verslunarstjóri í stórri hús- gagnaverslun. „Það gengur vel að semja við þær flestar því að þær eru yfirfuliar af vörum og salan í sumar hefurveriðlítil.” Það er gott að semja við húsgagnaverslanir núna. DV-mynd EÖ. Hægt er að fá húsgögn án útborg- unar og á mánaðargreiðslum sem flestir ráða við, svo framarlega sem þeir eiga eitthvað eftir af mánaðar- kaupinusínu. „Þaö er ekki minna um staö- greiðsluverslun hjá okkur en var,” sagöi annar verslunarstjóri sem við töluðum við. „Nú verðum við aftur á móti aö lána til lengri tíma en áður. Það var algengt að fólk borgaöi helming út og afganginn á sex mán- uöum. Nú er það aftur á móti orðið þannig aö fólk greiðir aöeins einn f jórða af kaupverðinu út og hitt á tíu tU eUefumánuðum. Það er hræðsla í fólki við að fara út í kaup á dýrum hlutum. Jafnvel þeir sem eiga aura eru hræddir. Það sést best á því að það er 50% samdráttur í húsgagnabransanum eins og í hljóm- tækjum, myndböndum, sjónvörpum ogöðruáþekku.” „Eg á von á því að þetta lagist með haustinu,” sagöi þriðji húsgagnasal- inn sem við töluðum við. „Ef fólk sér einhvem árangur af aðgerðum ríkis- stjórnarinnar þá lagast þetta ástand. Ef það gerist ekki veit ég ekki hvern- igþettafer.” -klp- Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Hið konunglega flugfélag Vitanlega er það svo að til þess að hægt sé að halda uppi samgöngum verður að vera grundvöllur fyrir flutningunum, þ.e. nógu margt fólk sem vffl ferðast og nægjanlegt vöru- magn að flytja. Þess vegna er það svo að víða á hinum fjarlægu eyjum Bretaveldis koma ekki skip nema á nokkurra mánaða frestl. Nýverið var sagt frá því að maður hefði verið dæmdur tU lífstíðar fangelsisvistar á eynni St. Helenu þar sem Napoleon var í útlegð sín siðustu ár og e.t.v. myrtur með arseniki. Eyjarskeggjar sögðust ekki hafa fangelsi tU svo langrar fangelsunar í nútímanum og bíða nú þess að skip komi að sækja fangann. TU þessarar eyjar eru eng- ar flugferðir, en skip kemur þangað á tveggja mánaða fresti. Sjálfsagt vUdu eyjarskeggjar komast í betra samband vlð umheiminn, svo notað sé orðaiag fréttastofunnar, en því miður eru ekki forsendur fyrir því að sögn Breta. Einangrun setti lengi svip sinn á samskipti tslendinga við grannþjóð- ir. I kaþólskum sið sóttu tslendingar að vísu menntun sina tU aUra átta, það voru stúdentar við nám inorræn- um löndum, Bretlandi, Frakklandi og löndum Þýskalandskeisara, jafn- vel talið að menn hafl farið suður á Spán og Italíu (Hrafn Sveinbjarnar- son fró Eyri í Arnarfirði). Voru þess- ir fjölbreytUegu námsstaðir ein af ástæðum þess hversu kaþólsk ménn- ing tslendinga stóð föstum fótum og varð aldrei útkjálkamenning eins og nú er reynt að koma hér á undir yfir- skyni norrænnar menningarsam- vinnu. Eftir siðaskipti varð einangranin algjör, bæði vegna þess að allt pólitiskt og trúarlegt vald var komið í hendur danskra konunga, og skömmu síðar sett á einokun í at- vinnumálum sem skar á samband ts- lendinga vlð aðra menn en þegna Danakonungs. Er tslendingum sfðan ljós nauðsyn þess að hafa góðar sam- göngur. Um þrjátíu ára skeið hefur Flug- félag tslands og siðar Flugleiðir h/f haldlð úti flugi tU Grænlands. Þessar flugferðir hafa verið vinsælar og oft stundaðar í samkeppni vlð önnur félög. Flugleiðir fljúga tU Narss- arssuaq, sem er á vesturströnd Grau- lands. AUt í einu bregður svo við að Flugleiðir h/f hætta flugl sinu tU Grænlands. Ástæðan er sögð sú að Helga Jónssyni flugmanni hafi verið veitt vUyrði fyrlr því að mega fljúga tU Kulusukk, en sá bær er á austur- hætt er fyrirvaralaust, aðeins send ströndinni. vél tU að sækja þá farþega sem nú Svo harkalega er brugðist vlð að eru á Grænlandi á vegum Flugleiða. Hér eru viðbrögð sem eru meira í ætt vlð ráðstafanlr einokunarfyrirtækis heldur en fyrlrtækis sem segist geta mætt nýrri samkeppni. Er auk held- ur erfitt að sjá hvernig flug á austur- ströndina getur kippt fótunum undan flugi tU vesturstrandar stærstu eyj- ar í heimi. Grænlendlngar eru ekki fjölmenn þjóð. Þó búa þar fleiri en á Vestf jörðum. Á sínum tima var mikU andstaða gegn því að gera flugvöU á Patreksfirði og því haldið fram að flugvöUurinn gæti aldrei skUað arði. Sagan sýndi hins vegar að farþega- fjöldi var fyrir hendi þegar mögu- lelkarnir opnuðust. Og ætll raunin verði ekki sú sama með nýja flug- leið Helga Jónssonar. Það hefði verið nær að Flugleiðir h/f fógnuðu nýjum aöOa í Grænlands- flugi í stað þess að vera með hótanir sem eru í ætt viö stefnu einokunar- innar. En því miður hefur þessa s jón- armiðs gætt áður hjá Flugleiðum h/f. Hin konunglega danska elnokun hefur enn aUa verslun með höndum á Grænlandi. Er það e.t.v. hugsjón Fluglelða h/f að gerast konunglegt flugfélag Grænlendinga og skipu- leggja ferðir tU Grænlands eftir sömu lögmálum og Bretar senda sklp tUSt. Helenu. Svarthöfði. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.