Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR14. JULl 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Örtölvutækni og rafeindaiðnaður Japana vekur mikinn áhuga bæði samkeppnisaOila þar eystra og stórveldanna i vestri oa austri. \ Japan þykir Paradís njósnaranna — og þar eru væg viðurlög við njósnum *—. Þaö var ekki hávaðinn yfir því þeg- ar rússneski diplómatinn Archadii Vinogradov kom til Japan einn ágústdag áriö 1980. Þegar þessi 41 árs gamli diplómat fór þaðan á dögunum, meö áætlunarflugi til Moskvu, var því engu meiri gaumur gefinn. Var ekki stafkrók um þaö aö finna í blöðunum japönsku aö hann hafði veriö lýstur „persona non grata”, sem er diplómatamál yfir óæskilegar pérsónur. Þetta var þó í fyrsta sinn, síðan á stríðsárunum, aö Japanstjóm greip til þessa bragös. En fjórum dögum eftir brottför Rússans kvisaðist málið út og að nýju var byrjað að kyrja sönginn um „Japan, paradis njósnaranna”. Vœg viðurlög Tilefni þessa umtals um Japan er ekki sá fjöldi sovéskra iðnaðarnjósn- ara sem þar hafa verið staðnir að verki. Það er meira hitt að þar eru engin lög sem banna njósnir. Þau einu lög sem um slíkt gilda em frá 1954 og eru leifar af hemámi Banda- ríkjamanna. Samkvæmt þeim varðar það allt að tiu ára fangelsi að láta í té leyndarmálsstimplaðar upplýsingar varðandi Bandaríkja- her í Japan. — En borgarar, sem ljóstra upp mikilvægum japönskum leyndarmálum, verða ekki dæmdir í meira en eins árs fangelsi og þá fyrir þjófnað. Stjórnarskrá Japans leyfir ekki að þar sé stofnaöur her, né heldur að hreppapólitikin sé rekin með vopna- braki. Japanir eiga sitt varnarlið, en út á við og opinberlega heitir það ekki her — vegna stjórnarskrár- innar. Þó er þaö nógu f jölmennt lið til þess að í því séu 250 þúsund foringj- ar. En þeir teljast sem sé aðeins opinberir starfsmenn. Auðvitað er þá ekki unnt að ljóstra upp neinum hemaðarleyndarmálum þegar enginn er herinn. Því var það að þegar Yukihisa Miyanaga, einn yfirmanna þessa hulduhers, var dæmdur 1980 fyrir að hafa selt Sovét- mönnum leyndarmál gegn beinhörð- um peningum var hann dæmdur í hámarksrefsinguna eins árs fangelsi fyrir þjófnaö á skjölum rikisins. Hjálparkokkar hans tveir fengu átta mánuði hvor. Víða í réttarríkjum vesturheims hefðu þessi afbrot varð- aö h'fstíðarfangelsi. Til eru þau lönd þar sem Yukihisa hefði sjálfkrafa veriö dæmdur til dauða. Málglaðir fiskimenn Yukihisa er fjarri því að vera nokkurt einsdæmi í Japan. Það er oröinn langur hstinn og breiður yfir njósnamálin sem uppvíst hefur orðið um. Þá er það einnig á allra vitorði aö meöal fiskimanna á Hokkaido, sem er nyrst stærri eyja Japans, við- gengst að makka við Sovétmenn. 1 skiptum fyrir upplýsingar um varnarlið Japans, hægriflokka og samtök, sem stefna að því að fá Sovétmenn til að skila aftur eyja- klösunum fjórum er þeir hafa her- setið síðan í heimsstyrjöldinni, fá þessir málglöðu fiskimenn aðgang að fengsælum fiskimiöum á yfirráða- svæði Rússa. Það getur gefið sjöfalt hærri aflahlut. Lögregluyfirvöld á Hokkaido hafa grun um aðhartnær fjörutíu fiskibát- ar séu gerðir þannig út á Rússann, á meðan þeir hafi verið aðeins tuttugu fyrir þrem árum. Þama er eftir mik- ilh veiði að slægjast en viðurlögin ekki nema eins árs fangelsi eöa sekt- ir fyrir brot á tollalögum, vegabréfs- lögum eöa einhverjum ámóta lítil- vægum formsatriðum. I apríl 1980, þegar frjálsiyndir demókratar voru í stjórn, komu fram tillögur um að herða lögin varð- andi slíka óleyfilega upplýsingamiðl- un. Tilefnið var atferii fiskimann- anna og mál Yukihisa. Dómsmála- ráðuneytið hefur ekki sýnt því mik- inn áhuga. Rafeindatæknin eftirsóknarverð Þær hafa þó færst aftur ofar á bauginn vegna Vinogradovs-málsins og þó aöallega vegna uppljóstrana sovésks flóttamanns, „blaðamanns- ins” Levchenko. Það er ekki einvörð- ungu varnarliöiö sem liggur undir njósnum í Japan. Rafeindaiðnaður- inn er sá þróaðasti í heimi og er stöð- ugur skotspónn iðnaðarnjósnara. Sovétmenn eru sagðir tíu árum á eft- ir Japönum í þróun rafeindatækn- innar og þeim iðnaði öhum sem Jap- anir hafa byggt upp í samstarfi við bandaríska tækni. Eftir innrásina í Afganistan settu Bandaríkin bann á sölu tækni- þekkingar til Sovétríkjanna og neyddu þau til þess að viða hana að sér eftir öðrum leiðum en frjálsum kaupum á opnum markaði. Þeir hafa gripið tU neyðarúrræöa sem speglast meðal annars í því að á þessu ári hafa frönsk yfirvöld visað úr landi 47 sovéskum „diplómötum” og „blaða- mönnum”. Nokkrir hafa verið reknir frá Danmörku, Spáni, Bretlandi, Sviss og Bandarík junum. Venjulega aðferðin er sú að sett er á laggimar draugafyrirtæki sem starfar undir nafni annars ríkis og kaupir þekkingu og tækjakost sem er á bannlista Reaganstjórnarinnar. Þann háttinn höfðu þeir Vinogradov og félagar á hlutunum. — Einfaldast er þó að kaupa undir borðið í Akiha- bara, aðal rafeinda- og rafmagns- verslanahverfi Tokyo, þessa eftir- sóknarverðu hluti. Gegn valútu er barnaleikur að komast yfir bann- vaminginn og enn auðveldara að koma honum úr landi. Sendiherrann getur komið hlutunum í diplómata- póstinn, sem aldrei er skoðaður, og skjöl og smáhluti geta diplómata- sendiboðar borið í skjalatöskum sín- um. Eins og gráir kettir örtölvuframleiðsla Japans er mestmegnis ætluð til borgaralegra þarfa en einhver dæmi eru þess að fundist hafi í sovéskum eldflaugum japönsk tæki. Auövitað sækja iðnaöarnjósnarar að Japan víðar frá en rétt aðeins Austur-Evrópu. Það eru til dæmis samkeppnisaðilarnir í Suður-Kóreu, Taiwan, Hong Kong og Singapore og teljast verður ólíklegt að Banda- ríkjamenn haldi algjörlega að sér höndum. Þar á ofan bætist svo hitt að fjöldi Kóreumanna, frá bæði Noröur- og Suður-Kóreu, er eins og gráir kettir njósnandi hvorir um aðra. Kveður svo rammt að því síðasta að í Japan ætla menn að leyniþjónustur Kóreuríkjanna beggja séu jafn- atkvæðamiklar og hinna allra til samans. Enginn gengur þess dulinn að CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, hefur einnig sína fálmara úti i Japan. Þeim leikur mestur hugur á upplýs- ingum úr innsta hring stjórnarand- stöðunnar. Leyniþjónusta Japans Ekki má gleyma svo leyniþjónustu Japana sjálfra þótt hún veröi aö telj- ast dvergvaxin í samanburði við hinar. Hún heitir fullu nafni Koan Chosa-Cho (kennd við skrifstofu öryggismálarannsókna) og ku hafa á sínum snærum um tvö þúsund manns á launum. Þess gætir lítið hvort hún starfar eitthvað í ná- grannaríkjunum en hitt er opinbert leyndarmál að hún hefur aöallega með höndum eftirlit með ýmsum þegnum Japans, eins og öfgasamtök- um ýmiskonar, löglegum og ólögleg- um. Þar eru kommúnistahópar, stúdentafélög og verkalýðsfélög ofarlega á listanum og áður fyrr hryðjuverkamenn Rauða hersins. Og raunar fara þeir heldur ekki dult með áhuga sinn á þeim 650 þúsund Kóreubúum sem eru í Japan. Seinni árin hefur KOAN legið undir gagnrýni fyrir spillingu og mútu- hneyksli. Víða leyniþræðir Það er ekki ljóst aö hve miklu leyti 250 þúsund manna lögregla Japans er leyniþjónustunni til reiðu. Það er leyndarmál að hve miklu leyti fjár- veitingar til lögreglunnar renna til leyniþjónustunnar og einhvers laumuspils. Vitað er samt að það er náið samstarf milli Ieyniþjónustunn- ar og fjölda einkastofhana og hálf- opinberra, Það hefur kvisast að stöku vísindamenn japanskir þiggja drjúgar greiðslur eftir utan- landsferðir til þess að skrifa óopin- berar skýrslur um ástandið í þeim löndum sem þeir heimsóttu. Ekki má vanmeta starfsemi JETRO sem er útflutningsráö Jap- ans. Markmið þess er auðvitað að auka hlutdeild japansks söluvam- ings á erlendum mörkuöum og viðar það að sér ýmsum upplýsingum í því skyni í mörgum löndum. Það hefur skrifstofur á rúmlega áttatíu stöðum í nær sextíu löndum og hefur stundum verið kallað „CIÁ Japans”. Þótt JETRO stundi kannski ekki beinlínis njósnir sem slikar þá er hitt augljóst mál að leyniþjónusta Jap- ans hefur örugglega greiðan aðgang að öllum upplýsingum sem safnast á hendur ráðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.